Opið bréf til ritstjórnar Ólafur Haukur Árnason skrifar 6. júní 2013 12:00 Ágætu ritstjórar, Þegar ég leit inn á fréttavefinn Vísi 28. maí sá ég að mest lesna fréttin var undir fyrirsögninni: „Vatíkanið leiðréttir misskilning páfa: Trúlausir fara til helvítis“. Fréttina skrifaði Jóhannes Stefánsson og við hana gefur að líta ýmis miður geðsleg ummæli fólks á kommentakerfinu auk þess sem nærri því 1800 einstaklingum hefur nú (3. júní) „líkað við“ fréttina á Facebook og þar með deilt henni áfram - líkast til með köldum kveðjum. Sem kaþólskum manni þótti mér fréttin öll hin furðulegasta eins og gengur og gerist með fréttir af kaþólsku kirkjunni í meðförum íslenskra fjölmiðla, en þó óvenjulega slæm í þetta skiptið. Þegar ég grennslaðist fyrir um hlutina fann ég (eins og ég hafði búist við) ekki nokkurn skapaðan hlut frá Páfagarði um málið. Kanadíski presturinn Thomas Rosica, sem blaðamaður Vísis kallar „talsmann úr Vatíkaninu“, reyndist ekki heldur vera talsmaður Vatíkansins, og jafnvel þó að svo væri jafngiltu einkahugleiðingar hans ekki yfirlýsingum frá Páfagarði, eins og blaðamaður Vísis fullyrðir. Umrædd frétt á Vísi virðist vera unnin upp úr bloggi á vefsíðunni Examiner.com, sem blaðamaður Vísis tengir á. Sú umfjöllun er svo aftur unnin upp úr trúleysisbloggi á vefsíðunni Patheos, sem er svo aftur unnið (og skreytt) upp úr bloggi á vef CNN, en þar er grein Rosica fyrst sögð koma frá Vatíkaninu. Lengra aftur er ekki hægt að rekja sig og hvergi er að finna tengil á upprunalegu greinina. Greinina sem um ræðir reyndist Rosica að lokum hafa skrifað á eigið blogg og birt á vefritinu Zenit og er hún mjög persónulega skrifuð. Að einhver skyldi skilja bloggfærsluna sem yfirlýsingu frá Páfagarði er því svo gjörsamlega óskiljanlegt að nánast öruggt má telja að um vísvitandi rógburð sé að ræða. Og það sem meira er: Í bloggfærslunni á vef CNN er vitnað ranglega til orða Rosica, sem segir alls ekki að trúlausir geti ekki hlotið hjálpræði, svo að fréttin á Vísi stæðist ekki einu sinni skoðun þó svo að um yfirlýsingu frá Vatíkaninu hefði verið að ræða! Ég vil nota tækifærið og segja að mér finnst Fréttablaðið og Vísir jafnan fjalla um kaþólsku kirkjunna einhliða og af gífurlegu þekkingarleysi. Svokölluð „fréttaskýring“ sem birtist í Fréttablaðinu 23. mars sl., „Kaþólskir gegn kirkju páfans“ eftir Guðstein Bjarnason, er t.a.m. ágætis dæmi um algjörlega einhliða skrif og á meira skylt við áróðurspistil en fréttaskýringu. Millifyrirsagnirnar einar segja sína sögu: „Umdeildur heima fyrir“ - „Afturhald“ - „Einstrengingsháttur“ - „Hneyksli“ - „Andóf“. Hvorki er svo mikið sem velt fyrir sér hvernig kaþólska kirkjan myndi svara þessum áburði, sem er settur fram sem upptalning á neikvæðum staðreyndum, né er þeim möguleika velt upp hvort einhver atriðin séu mistúlkuð, ekki eins svart-hvít og blaðamaður ykkar fullyrðir eða hreinlega röng (allt þetta á við ef út í það er farið). Í ljósi skrifa sem þessara líta siðareglur 365 miðla í besta falli út eins og lélegur brandari (t.d. þessi klausa: „Ritstjórnir skulu því nálgast efnistök með hlutleysi og virðingu fyrir öllum hliðum máls þar sem ekki er dreginn taumur málsaðila.“). Fréttin frá því um daginn er þó öllu verri. Hún nær ekki einu sinni þeim standard að vera ósanngjörn áróðursskrif eins og hin svokallaða „fréttaskýring“, heldur er hún hrein ósannindi frá upphafi til enda og þar að auki með æsilegri, ósannri fyrirsögn sem er til þess fallin að sýna hve grimm og vond kaþólska kirkjan sé og hve vitlausir kaþólikkar hljóti að vera að trúa slíkum hlutum. Það virðist hafa tekist ágætlega og þið náð prýðilega til markhóps ykkar, sem fer hamförum í hatri sínu og fyrirlitningu á kirkjunni og kaþólsku fólki á kommentakerfinu. (Svo ég vitni að gamni aftur í siðareglur ykkar í ljósi alls þessa: „Ritstjórnir leitast við að hafa staðreyndir máls réttar og heimildavinnu vandaða og passa sérstaklega upp á að gerður sé skýr greinarmunur á milli staðreyndar og skoðunar. Ávallt skal leiðrétta mistök svo fljótt sem verða má.“) Kaþólskir á Íslandi eru ekki margir og mestmegnis innflytjendur. Biskup, prestar, systur og nunnur eru öll af erlendum uppruna (að einum presti undanskildum) og eiga því mjög erfitt með að andmæla vitleysu sem þessari. Kaþólskt fólk finnur fyrir töluverðum fordómum á Íslandi og er einhliða og ósanngjarn fréttaflutningur þar stór þáttur og áhrifavaldur. Ég skora því á ykkur að fylgja eigin siðareglum og þar með: 1) Draga fréttina til baka með leiðréttingu og afsökunarbeiðni. 2) Ganga framvegis úr skugga um hvort páfi eða Páfagarður hafi í raun látið það frá sér fara sem Huffington Post og einhver blogg úti í heimi fullyrða. Vatíkanið heldur t.d. úti vefsíðunum www.vatican.va og www.news.va þar sem nálgast má allar ræður páfa og yfirlýsingar Páfagarðs á aðgengilegan hátt (ensk þýðing skilar sér yfirleitt samdægurs). Eða er til of mikils ætlast af blaðamönnum ykkar að leggja á sig nokkra músarsmelli til viðbótar næst þegar Fréttablaðið og Vísir taka að sér að úrskurða um það hvern kaþólska kirkjan dæmir til helvítis? Þar sem mér þykja siðareglur ykkar í sjálfu sér ágætt og metnaðarfullt plagg vonast ég til að þið fylgið þeim hér með í umfjöllun ykkar um kaþólsku kirkjuna. Með kveðju og von um bætt vinnubrögð auk örlítillar virðingar og sanngirni gagnvart kaþólskum samborgurum ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ágætu ritstjórar, Þegar ég leit inn á fréttavefinn Vísi 28. maí sá ég að mest lesna fréttin var undir fyrirsögninni: „Vatíkanið leiðréttir misskilning páfa: Trúlausir fara til helvítis“. Fréttina skrifaði Jóhannes Stefánsson og við hana gefur að líta ýmis miður geðsleg ummæli fólks á kommentakerfinu auk þess sem nærri því 1800 einstaklingum hefur nú (3. júní) „líkað við“ fréttina á Facebook og þar með deilt henni áfram - líkast til með köldum kveðjum. Sem kaþólskum manni þótti mér fréttin öll hin furðulegasta eins og gengur og gerist með fréttir af kaþólsku kirkjunni í meðförum íslenskra fjölmiðla, en þó óvenjulega slæm í þetta skiptið. Þegar ég grennslaðist fyrir um hlutina fann ég (eins og ég hafði búist við) ekki nokkurn skapaðan hlut frá Páfagarði um málið. Kanadíski presturinn Thomas Rosica, sem blaðamaður Vísis kallar „talsmann úr Vatíkaninu“, reyndist ekki heldur vera talsmaður Vatíkansins, og jafnvel þó að svo væri jafngiltu einkahugleiðingar hans ekki yfirlýsingum frá Páfagarði, eins og blaðamaður Vísis fullyrðir. Umrædd frétt á Vísi virðist vera unnin upp úr bloggi á vefsíðunni Examiner.com, sem blaðamaður Vísis tengir á. Sú umfjöllun er svo aftur unnin upp úr trúleysisbloggi á vefsíðunni Patheos, sem er svo aftur unnið (og skreytt) upp úr bloggi á vef CNN, en þar er grein Rosica fyrst sögð koma frá Vatíkaninu. Lengra aftur er ekki hægt að rekja sig og hvergi er að finna tengil á upprunalegu greinina. Greinina sem um ræðir reyndist Rosica að lokum hafa skrifað á eigið blogg og birt á vefritinu Zenit og er hún mjög persónulega skrifuð. Að einhver skyldi skilja bloggfærsluna sem yfirlýsingu frá Páfagarði er því svo gjörsamlega óskiljanlegt að nánast öruggt má telja að um vísvitandi rógburð sé að ræða. Og það sem meira er: Í bloggfærslunni á vef CNN er vitnað ranglega til orða Rosica, sem segir alls ekki að trúlausir geti ekki hlotið hjálpræði, svo að fréttin á Vísi stæðist ekki einu sinni skoðun þó svo að um yfirlýsingu frá Vatíkaninu hefði verið að ræða! Ég vil nota tækifærið og segja að mér finnst Fréttablaðið og Vísir jafnan fjalla um kaþólsku kirkjunna einhliða og af gífurlegu þekkingarleysi. Svokölluð „fréttaskýring“ sem birtist í Fréttablaðinu 23. mars sl., „Kaþólskir gegn kirkju páfans“ eftir Guðstein Bjarnason, er t.a.m. ágætis dæmi um algjörlega einhliða skrif og á meira skylt við áróðurspistil en fréttaskýringu. Millifyrirsagnirnar einar segja sína sögu: „Umdeildur heima fyrir“ - „Afturhald“ - „Einstrengingsháttur“ - „Hneyksli“ - „Andóf“. Hvorki er svo mikið sem velt fyrir sér hvernig kaþólska kirkjan myndi svara þessum áburði, sem er settur fram sem upptalning á neikvæðum staðreyndum, né er þeim möguleika velt upp hvort einhver atriðin séu mistúlkuð, ekki eins svart-hvít og blaðamaður ykkar fullyrðir eða hreinlega röng (allt þetta á við ef út í það er farið). Í ljósi skrifa sem þessara líta siðareglur 365 miðla í besta falli út eins og lélegur brandari (t.d. þessi klausa: „Ritstjórnir skulu því nálgast efnistök með hlutleysi og virðingu fyrir öllum hliðum máls þar sem ekki er dreginn taumur málsaðila.“). Fréttin frá því um daginn er þó öllu verri. Hún nær ekki einu sinni þeim standard að vera ósanngjörn áróðursskrif eins og hin svokallaða „fréttaskýring“, heldur er hún hrein ósannindi frá upphafi til enda og þar að auki með æsilegri, ósannri fyrirsögn sem er til þess fallin að sýna hve grimm og vond kaþólska kirkjan sé og hve vitlausir kaþólikkar hljóti að vera að trúa slíkum hlutum. Það virðist hafa tekist ágætlega og þið náð prýðilega til markhóps ykkar, sem fer hamförum í hatri sínu og fyrirlitningu á kirkjunni og kaþólsku fólki á kommentakerfinu. (Svo ég vitni að gamni aftur í siðareglur ykkar í ljósi alls þessa: „Ritstjórnir leitast við að hafa staðreyndir máls réttar og heimildavinnu vandaða og passa sérstaklega upp á að gerður sé skýr greinarmunur á milli staðreyndar og skoðunar. Ávallt skal leiðrétta mistök svo fljótt sem verða má.“) Kaþólskir á Íslandi eru ekki margir og mestmegnis innflytjendur. Biskup, prestar, systur og nunnur eru öll af erlendum uppruna (að einum presti undanskildum) og eiga því mjög erfitt með að andmæla vitleysu sem þessari. Kaþólskt fólk finnur fyrir töluverðum fordómum á Íslandi og er einhliða og ósanngjarn fréttaflutningur þar stór þáttur og áhrifavaldur. Ég skora því á ykkur að fylgja eigin siðareglum og þar með: 1) Draga fréttina til baka með leiðréttingu og afsökunarbeiðni. 2) Ganga framvegis úr skugga um hvort páfi eða Páfagarður hafi í raun látið það frá sér fara sem Huffington Post og einhver blogg úti í heimi fullyrða. Vatíkanið heldur t.d. úti vefsíðunum www.vatican.va og www.news.va þar sem nálgast má allar ræður páfa og yfirlýsingar Páfagarðs á aðgengilegan hátt (ensk þýðing skilar sér yfirleitt samdægurs). Eða er til of mikils ætlast af blaðamönnum ykkar að leggja á sig nokkra músarsmelli til viðbótar næst þegar Fréttablaðið og Vísir taka að sér að úrskurða um það hvern kaþólska kirkjan dæmir til helvítis? Þar sem mér þykja siðareglur ykkar í sjálfu sér ágætt og metnaðarfullt plagg vonast ég til að þið fylgið þeim hér með í umfjöllun ykkar um kaþólsku kirkjuna. Með kveðju og von um bætt vinnubrögð auk örlítillar virðingar og sanngirni gagnvart kaþólskum samborgurum ykkar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar