Lífið

Þeir hræktu framan í mig

Leikarinn Zach Galifianakis hefur slegið rækilega í gegn í Hangover-myndunum. Hann þarf sjálfur ekki að hafa áhyggjur af timburmönnum þar sem hann hætti að drekka fyrir stuttu.

Hann deildi þessum upplýsingum með spjallþáttastjórnandanum Conan O’Brien og er saga á bakvið þessa ákvörðun leikarans.

Zach í stuði hjá Conan.

“Ég var búinn að drekka mikið viskí eitt kvöld og var að rölta heim, hlustandi á tónlist. Gaur á Jagúar svínaði á mig og ég barði eins fast í bílinn hans og ég gat. Stuttu seinna var bankað á öxlina mína. Fyrir aftan mig stóðu tveir risastórir gaurar. Þeir hræktu báðir framan í mig á sama tíma,” segir Zach sem kvæntist kærustu sinni til margra ára, Quinn Lundberg, í ágúst í fyrra.

Með sinni heittelskuðu.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.