
Greiðsluhlé meðlaga í desember
Að auki töldum við nauðsynlegt að félagsþjónusta sveitarfélaganna kæmi til móts við meðlagsgreiðendur eins og foreldra en ekki eins og barnslausa einstaklinga eins og málum nú er háttað. Stjórn sambandsins hafnaði samstarfsbeiðni samtakanna samhljóða.
Svo dæmi séu tekin vita samtökin um dæmi þar sem fimm barna faðir er með 180.000 krónur í útborgaðar tekjur og er gert að greiða þrjú meðlög á meðan önnur safnast upp í skuld samkvæmt samningi. Eftir standa um 100.000 kr. sem viðkomandi hefur til að kosta nauðsynjar og uppeldi. Þegar hann leitar á náðir félagsþjónustunnar kemur hann að lokuðum dyrum þar sem hann er færður til bókar sem barnlaus einstaklingur sem getur sýnt fram á heildarlaun.
Dæmi sem þessi eru mörg og sum hver skelfileg. Kaldlyndið er algert og án samanburðar við nokkurt nágrannaríki. Engu er líkara en að þessum einstaklingum sé refsað fyrir glæp sem þeir aldrei frömdu og standa frammi fyrir velferðarkerfinu sem réttlausir borgarar; mort civile hinnar norrænu velferðar.
Samband íslenskra sveitarfélaga er sú stofnun sem skapar þær reglugerðir sem Innheimtustofnun og félagsþjónustan fara eftir. Sveitarfélögin njóta stjórnskipulegs sjálfstæðis og geta því ekki varpað ábyrgð sinni í þessum málum yfir á löggjafann eða framkvæmdarvaldið.
Innheimtustofnun hefur nær ótakmarkaðar heimildir til að ganga að eigum og útborguðum launum meðlagsgreiðenda og félagsþjónustan lítur á umgengnisforeldra sem barnlausa einstaklinga þegar hún metur þörf þeirra fyrir félagslega aðstoð. Til að bæta gráu ofan á svart horfir félagsþjónustan ekki til ráðstöfunartekna við slíkt mat eða hversu mörg börn einstaklingurinn hefur á framfæri.
Umboðsmaður tekur undir
Samtökin leituðu til umboðsmanns barna og spurðu hann hvort framganga þessi gengi í berhögg við rétt barna til umgengni við feður sína eftir skilnað. Ekki er annað hægt en að sjá að umboðsmaður taki undir málstað samtakanna þar sem hann segir meðal annars:
„Umboðsmaður barna telur það mikilvægt hagsmunamál barna að grunnframfærsla beggja foreldra þeirra sé tryggð, þannig að foreldrar geti sinnt skyldu sinni til framfærslu barna sinna, sbr. 53. gr. barnalaga nr. 76/2003 og umgengni, sbr. 46, gr. sömu laga. Þó að það sé mikilvægt að mati umboðsmanns að innheimta meðlög frá foreldrum þarf að tryggja að innheimtuaðferðir takmarki ekki möguleika foreldra til að sinna skyldu sinni gagnvart börnum sínum…
Öll börn eiga rétt á að umgangast báða foreldra með reglubundnum hætti. Þessi réttur er meðal annars tryggður í 3. mgr. 9. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013 og 46. gr. barnalaga nr. 76/2003. Til þess að tryggja að þessi réttur sé virtur er mikilvægt að mati umboðsmanns barna að ríki og sveitarfélög líti ekki á umgengnisforeldra sem barnlausa einstaklinga heldur taki tillit til þess að þeir séu með barn á framfæri. Við ákvörðun félagsþjónustu sveitarfélaganna um fjárhagsaðstoð þarf ávallt að meta aðstæður heildrænt og ætti það mat að taka tillit til þess að umgengnisforeldri ber skylda til að sinna bæði framfærslu og umgengni við barn sitt.“
Við þetta er að bæta að samtökin telja framgöngu sveitarfélaganna ekki samræmast 76. gr. stjórnarskrár þar sem segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“
Almenningur styðji
Samtökin hvetja alla þá meðlagsgreiðendur sem borga til Innheimtustofnunar til að taka þátt í greiðsluhléinu og vonumst við til að allur almenningur styðji við bakið á meðlagsgreiðendum í aðgerðum þessum. Mikilvægt er hér að árétta að deiluaðili meðlagsgreiðenda er Samband íslenskra sveitarfélaga og enginn annar.
Einnig er mikilvægt að ítreka að greiðsluhléið nær ekki til annarra greiðslna til lögheimilisforeldra né heldur á það við um aukin meðlög. Að sama skapi hvetjum við umgengnisforeldra til að halda áfram að sinna sínum uppeldisskyldum með stakri prýði eins og þeir hafa gert hingað til og létta undir með lögheimilisforeldrum með að bjóða þeim aukna umgengni.
Sú aðgerð sem hér um ræðir er borgaraleg óhlýðni sem miðar að því að treysta samtakamátt meðlagsgreiðenda og sýna hinu opinbera að því er ekki stætt á að hunsa kröfur þessara 14.000 fjölskyldna í landinu. Meðlagsgreiðendur borga með 20.000 börnum til Innheimtustofnunar í mánuði hverjum og má því ætla að í skilvísum mánuði greiði þeir um hálfan milljarð króna til sveitarfélaganna. Með aðgerðunum stöðvum við þetta fjárflæði tímabundið.
Að lokum viljum við árétta að aðgerðirnar eru hlé á greiðslum og erum við þar með ekki að hvetja meðlagsgreiðendur til að skorast undan skyldum sínum. Við bendum því meðlagsgreiðendum á að leggja pening fyrir sem nemur meðlögunum og að greiða svo meðlagskröfuna að greiðsluhléinu loknu.
Við þá meðlagsgreiðendur sem eiga ekki fyrir nauðsynjum viljum við hins vegar segja þetta: Notið peninginn sem sparast í greiðsluhléinu í að kaupa nauðsynjar fyrir hátíðirnar í desember og gerið svo kröfu á sveitarfélögin að þau virði 76. gr. stjórnarskrárinnar að greiðsluhléinu loknu.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar