Innlent

Félagsráðgjafar vilja ekki legugjöld

Stjórn félagsins hvetur stjórnvöld til að draga ákvörðunina til baka
Stjórn félagsins hvetur stjórnvöld til að draga ákvörðunina til baka
Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands harmar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja eigi sérstakt legugjald á sjúklinga sem dvelja á sjúkrahúsi.

Í tilkynningu frá félaginu segir að í fjölmiðlum síðustu daga hafi komið fram að útlit sé fyrir að ákveðnir hópar muni ekki þurfa að greiða fullt legugjald.

„Engu að síður er vakin athygli á því að fólk er alla jafna ekki í þeirri stöðu að geta afþakkað innlagnir og oft er um að ræða bráðaveikindi sem ekki fara í manngreiningarálit. Sjúkrahúsdvöl veldur alltaf auknu álagi á einstakling og fjölskyldu hans og geta áhyggjur af lengd dvalar vegna aukinna útgjalda orðið til þess að trufla bataferlið,“ segir í tilkynningunni.

Stjórn félagsins hvetur stjórnvöld til að draga ákvörðunina til baka „og varar við þessari fyrirhuguðu gjaldtöku, sem er til þess fallin að mismuna fólki og auka álag á fjölskyldur sjúklinga,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×