Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn: "Viðhorf gagnvart geðsjúkdómum breytast of hægt" Hrund Þórsdóttir skrifar 10. október 2013 18:45 Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður sagði frá sinni reynslu af geðrænum erfiðleikum. Dagskrá í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum hófst með ávarpi borgarstjóra við Hallgrímskirkju klukkan fjögur og síðan marseruðu viðstaddir niður Skólavörðuholtið í Hörpu, þar sem hátíðardagskrá fór fram. Í Hörpu sagði Ómar Ragnarsson frá eigin reynslu af geðrænum erfiðleikum. Hann segir mikilvægt að halda dag sem þennan. „Það er sérstaklega mikilvægt með þessa sjúkdóma því við erum alls ekki búin að taka þá í sátt eins og aðra sjúkdóma. Þeir sem þjást af geðsjúkdómum geta ekkert að því gert en það er oft verið að niðurlægja þá og tala niður til þeirra,“ segir Ómar. Yfirskrift dagsins er Geðheilsa á efri árum en nýleg íslensk rannsókn sýnir að yfir 80% íbúa hjúkrunarheimila nota geðlyf og yfir helmingur þeirra er á þunglyndislyfjum. Ómar þekkir geðsjúkdóma af eigin raun, bæði hjá fjölskyldumeðlimum og þar sem hann þjáðist sjálfur af þunglyndisköstum á unglingsárum sínum. „Maður situr bara sinnulaus og lamaður þangað til þetta bráir af manni,“ segir hann. Ómar segir viðhorf fólks gagnvart geðsjúkdómum breytast of hægt segir mörg orð sem gripið er til í lýsingum á geðsjúkum fela í sér niðrandi merkingu. „Til dæmis þegar talað var um að einhver væri Kleppari, það var sagt í gamla daga. Hefurðu nokkurn tímann heyrt talað um að einhver sé Vífilsstaðari? Aldrei!“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Dagskrá í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum hófst með ávarpi borgarstjóra við Hallgrímskirkju klukkan fjögur og síðan marseruðu viðstaddir niður Skólavörðuholtið í Hörpu, þar sem hátíðardagskrá fór fram. Í Hörpu sagði Ómar Ragnarsson frá eigin reynslu af geðrænum erfiðleikum. Hann segir mikilvægt að halda dag sem þennan. „Það er sérstaklega mikilvægt með þessa sjúkdóma því við erum alls ekki búin að taka þá í sátt eins og aðra sjúkdóma. Þeir sem þjást af geðsjúkdómum geta ekkert að því gert en það er oft verið að niðurlægja þá og tala niður til þeirra,“ segir Ómar. Yfirskrift dagsins er Geðheilsa á efri árum en nýleg íslensk rannsókn sýnir að yfir 80% íbúa hjúkrunarheimila nota geðlyf og yfir helmingur þeirra er á þunglyndislyfjum. Ómar þekkir geðsjúkdóma af eigin raun, bæði hjá fjölskyldumeðlimum og þar sem hann þjáðist sjálfur af þunglyndisköstum á unglingsárum sínum. „Maður situr bara sinnulaus og lamaður þangað til þetta bráir af manni,“ segir hann. Ómar segir viðhorf fólks gagnvart geðsjúkdómum breytast of hægt segir mörg orð sem gripið er til í lýsingum á geðsjúkum fela í sér niðrandi merkingu. „Til dæmis þegar talað var um að einhver væri Kleppari, það var sagt í gamla daga. Hefurðu nokkurn tímann heyrt talað um að einhver sé Vífilsstaðari? Aldrei!“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira