Loftárásir? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 12. júlí 2013 06:00 Forseti Íslands skrifaði undir veiðigjaldalögin, þrátt fyrir 35 þúsund undirskriftir um að gera það ekki. Það er að sjálfsögðu hans ákvörðun og hann ber ábyrgð á henni gagnvart þjóðinni. Það sem vakti athygli mína voru ýmis rök forsetans fyrir því að skrifa undir. Þannig vísaði hann til þess að lítið málþóf hefði verið í þinginu um málið og hafði á orði að stemningin í samfélaginu væri mun rólegri en þegar fjölmiðlalögin voru til umræðu á sínum tíma. Það er nokkuð til í þessu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðust ekki í málþóf út af veiðigjöldunum þó andstöðu þeirra væri komið á framfæri með skýrum hætti. Undirskriftasöfnunin var að frumkvæði tveggja einstaklinga sem misbauð frumvarp sjávarútvegsráðherra. Skipulögð félög eða hópar komu þar hvergi nærri. Sjávarútvegsmál hafa verið til umræðu um langt árabil og almenningur hefur upplýsta skoðun á deilumálum um þau. Þetta á ekki síst við um þjóðareign á auðlindinni og að gjald skuli koma fyrir afnot á henni. Mikil andstaða við frumvarp sjávarútvegsráðherra byggist á réttlætiskennd, enda misbýður fólki að útgerðinni í landinu skuli réttir um 10 milljarðar á meðan frekari niðurskurður ríkisútgjalda er boðaður. Þó engir væru útifundirnir eða blysfarir á Bessastaði skyldi enginn vanmeta þann kraft sem býr í réttlætiskennd almennings. Einar Kristinn Guðfinnsson, nýkjörinn forseti Alþingis, hefur varla verið mjög ánægður með ummæli forseta Íslands. Tafir voru engar á afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins og málið klárað með eðlilegum hætti. Ef marka má rök forsetans þá voru þetta mikil mistök af hálfu stjórnarandstöðunnar. 35 þúsund undirskriftir, 70% andstaða í skoðanakönnun og málefnaleg umræða á Alþingi er greinilega ekki nóg. Forsetinn saknaði málþófsins! Forsætisráðherra kvartaði á dögunum undan loftárásum stjórnarandstöðunnar. Meintar loftárásir voru þó ekki annað en eðlileg gagnrýni Alþingis á frumvörp og tillögur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ef marka má ummæli forseta Íslands þótti honum lítið til þessara loftárása koma. Ekki einu sinni málþóf í þriðju umræðu um veiðigjaldafrumvarpið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands skrifaði undir veiðigjaldalögin, þrátt fyrir 35 þúsund undirskriftir um að gera það ekki. Það er að sjálfsögðu hans ákvörðun og hann ber ábyrgð á henni gagnvart þjóðinni. Það sem vakti athygli mína voru ýmis rök forsetans fyrir því að skrifa undir. Þannig vísaði hann til þess að lítið málþóf hefði verið í þinginu um málið og hafði á orði að stemningin í samfélaginu væri mun rólegri en þegar fjölmiðlalögin voru til umræðu á sínum tíma. Það er nokkuð til í þessu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðust ekki í málþóf út af veiðigjöldunum þó andstöðu þeirra væri komið á framfæri með skýrum hætti. Undirskriftasöfnunin var að frumkvæði tveggja einstaklinga sem misbauð frumvarp sjávarútvegsráðherra. Skipulögð félög eða hópar komu þar hvergi nærri. Sjávarútvegsmál hafa verið til umræðu um langt árabil og almenningur hefur upplýsta skoðun á deilumálum um þau. Þetta á ekki síst við um þjóðareign á auðlindinni og að gjald skuli koma fyrir afnot á henni. Mikil andstaða við frumvarp sjávarútvegsráðherra byggist á réttlætiskennd, enda misbýður fólki að útgerðinni í landinu skuli réttir um 10 milljarðar á meðan frekari niðurskurður ríkisútgjalda er boðaður. Þó engir væru útifundirnir eða blysfarir á Bessastaði skyldi enginn vanmeta þann kraft sem býr í réttlætiskennd almennings. Einar Kristinn Guðfinnsson, nýkjörinn forseti Alþingis, hefur varla verið mjög ánægður með ummæli forseta Íslands. Tafir voru engar á afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins og málið klárað með eðlilegum hætti. Ef marka má rök forsetans þá voru þetta mikil mistök af hálfu stjórnarandstöðunnar. 35 þúsund undirskriftir, 70% andstaða í skoðanakönnun og málefnaleg umræða á Alþingi er greinilega ekki nóg. Forsetinn saknaði málþófsins! Forsætisráðherra kvartaði á dögunum undan loftárásum stjórnarandstöðunnar. Meintar loftárásir voru þó ekki annað en eðlileg gagnrýni Alþingis á frumvörp og tillögur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ef marka má ummæli forseta Íslands þótti honum lítið til þessara loftárása koma. Ekki einu sinni málþóf í þriðju umræðu um veiðigjaldafrumvarpið!
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun