Loftárásir? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 12. júlí 2013 06:00 Forseti Íslands skrifaði undir veiðigjaldalögin, þrátt fyrir 35 þúsund undirskriftir um að gera það ekki. Það er að sjálfsögðu hans ákvörðun og hann ber ábyrgð á henni gagnvart þjóðinni. Það sem vakti athygli mína voru ýmis rök forsetans fyrir því að skrifa undir. Þannig vísaði hann til þess að lítið málþóf hefði verið í þinginu um málið og hafði á orði að stemningin í samfélaginu væri mun rólegri en þegar fjölmiðlalögin voru til umræðu á sínum tíma. Það er nokkuð til í þessu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðust ekki í málþóf út af veiðigjöldunum þó andstöðu þeirra væri komið á framfæri með skýrum hætti. Undirskriftasöfnunin var að frumkvæði tveggja einstaklinga sem misbauð frumvarp sjávarútvegsráðherra. Skipulögð félög eða hópar komu þar hvergi nærri. Sjávarútvegsmál hafa verið til umræðu um langt árabil og almenningur hefur upplýsta skoðun á deilumálum um þau. Þetta á ekki síst við um þjóðareign á auðlindinni og að gjald skuli koma fyrir afnot á henni. Mikil andstaða við frumvarp sjávarútvegsráðherra byggist á réttlætiskennd, enda misbýður fólki að útgerðinni í landinu skuli réttir um 10 milljarðar á meðan frekari niðurskurður ríkisútgjalda er boðaður. Þó engir væru útifundirnir eða blysfarir á Bessastaði skyldi enginn vanmeta þann kraft sem býr í réttlætiskennd almennings. Einar Kristinn Guðfinnsson, nýkjörinn forseti Alþingis, hefur varla verið mjög ánægður með ummæli forseta Íslands. Tafir voru engar á afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins og málið klárað með eðlilegum hætti. Ef marka má rök forsetans þá voru þetta mikil mistök af hálfu stjórnarandstöðunnar. 35 þúsund undirskriftir, 70% andstaða í skoðanakönnun og málefnaleg umræða á Alþingi er greinilega ekki nóg. Forsetinn saknaði málþófsins! Forsætisráðherra kvartaði á dögunum undan loftárásum stjórnarandstöðunnar. Meintar loftárásir voru þó ekki annað en eðlileg gagnrýni Alþingis á frumvörp og tillögur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ef marka má ummæli forseta Íslands þótti honum lítið til þessara loftárása koma. Ekki einu sinni málþóf í þriðju umræðu um veiðigjaldafrumvarpið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands skrifaði undir veiðigjaldalögin, þrátt fyrir 35 þúsund undirskriftir um að gera það ekki. Það er að sjálfsögðu hans ákvörðun og hann ber ábyrgð á henni gagnvart þjóðinni. Það sem vakti athygli mína voru ýmis rök forsetans fyrir því að skrifa undir. Þannig vísaði hann til þess að lítið málþóf hefði verið í þinginu um málið og hafði á orði að stemningin í samfélaginu væri mun rólegri en þegar fjölmiðlalögin voru til umræðu á sínum tíma. Það er nokkuð til í þessu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðust ekki í málþóf út af veiðigjöldunum þó andstöðu þeirra væri komið á framfæri með skýrum hætti. Undirskriftasöfnunin var að frumkvæði tveggja einstaklinga sem misbauð frumvarp sjávarútvegsráðherra. Skipulögð félög eða hópar komu þar hvergi nærri. Sjávarútvegsmál hafa verið til umræðu um langt árabil og almenningur hefur upplýsta skoðun á deilumálum um þau. Þetta á ekki síst við um þjóðareign á auðlindinni og að gjald skuli koma fyrir afnot á henni. Mikil andstaða við frumvarp sjávarútvegsráðherra byggist á réttlætiskennd, enda misbýður fólki að útgerðinni í landinu skuli réttir um 10 milljarðar á meðan frekari niðurskurður ríkisútgjalda er boðaður. Þó engir væru útifundirnir eða blysfarir á Bessastaði skyldi enginn vanmeta þann kraft sem býr í réttlætiskennd almennings. Einar Kristinn Guðfinnsson, nýkjörinn forseti Alþingis, hefur varla verið mjög ánægður með ummæli forseta Íslands. Tafir voru engar á afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins og málið klárað með eðlilegum hætti. Ef marka má rök forsetans þá voru þetta mikil mistök af hálfu stjórnarandstöðunnar. 35 þúsund undirskriftir, 70% andstaða í skoðanakönnun og málefnaleg umræða á Alþingi er greinilega ekki nóg. Forsetinn saknaði málþófsins! Forsætisráðherra kvartaði á dögunum undan loftárásum stjórnarandstöðunnar. Meintar loftárásir voru þó ekki annað en eðlileg gagnrýni Alþingis á frumvörp og tillögur ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ef marka má ummæli forseta Íslands þótti honum lítið til þessara loftárása koma. Ekki einu sinni málþóf í þriðju umræðu um veiðigjaldafrumvarpið!
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun