Lífið

Andrea Maack með innsetningu í London

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Andrea Maack sést hér vinna að gluggainnsetningunni í London.
Andrea Maack sést hér vinna að gluggainnsetningunni í London. Mynd/Saga Sig
Myndlistarmaðurinn og ilmhönnuðurinn Andrea Maack lauk nýverið við að setja upp stóra gluggainnsetningu í stórversluninni Fenwicks á Bond Street í London.

„Þetta er stærsti glugginn okkar hingað til og jafnframt í fyrsta sinn sem Fenwicks gefur myndlistarmanni algjört frelsi til að hanna glugga,“ segir Andrea.

Fenwicks er þekkt stórverslun í Bretlandi sem selur tískuvörur og fylgihluti frá stórum hönnunarfyrirtækjum á borð við Stella McCartney, Kenzo, Missoni og Paul Smith.

„Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni og jafnframt mikill heiður fyrir mig,“ heldur Andrea áfram.

Andrea býr og starfar á Ítalíu um þessar mundir þar sem hún vinnur að nýrri ilmvatnslínu, en ilmvötn Andreu hafa farið sigurför um heiminn og eru fáanleg í yfir tuttugu löndum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Mið-Austurlöndum og á Íslandi.

Andrea hefur verið iðin við kolann undanfarið ár. Hún hefur vakið mikla athygli í erlendri pressu og fjallað hefur verið um hana í glanstímaritum á borð við Vogue, Marie Claire, Costume og Elle svo einhver séu nefnd.

Auk þess opnaði Andrea sýninguna Kaflaskipti, ásamt Hugin Þór Arasyni, í Hafnarhúsinu síðastliðið vor, en þar mættust tíska og myndlist á einni sýningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.