Auðmýkt vísindanna Dominique Plédel Jónsson skrifar 17. október 2013 06:00 Nýlega stóð „Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur“ fyrir ráðstefnu sem bar heitið „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær“. Fyrirlesarar voru þrír hámenntaðir vísindamenn á sviði erfðatækni; plöntusjúkdómafræði, sameindalíffræði, sameindaerfðafræði, lífefnafræði og frumulíffræði, með áratuga reynslu í notkun erfðatækni, ritun ritrýndra vísindagreina og hafa þeir unnið hjá lykilstofnunum sem hafa með þetta málefni að gera. Á annað hundrað manns mættu á ráðstefnuna, það er voru það áhugasamir að þeir tóku hálfan dag frá vinnu eða námi til að fræðast. Enginn íslenskur vísindamaður mætti til að taka þátt í umræðunni við þessa jafningja sína. Ég leyfi mér að spyrja spurninga þegar íslensku vísindamennirnir tjá sig í fjölmiðlum. Þar hefur verið fullyrt til dæmis að engin rannsókn („ég þori að fullyrða, engin rannsókn“ – Jón Hallsteinn Hallsson, Morgunútvarpi Rásar 2, þ. 4.10) hafi sýnt fram á það að erfðabreytt matvæli séu hættuleg fyrir heilsuna. Þegar vísað er í rannsókn G.E. Séralinis sem var birt í september 2012 og sýndi fram á eitrunaráhrif frá erfðabreyttum maís og skordýraeitrinu Roundup (þar sem notuð var sama aðferðafræði og líftæknifyrirtækin nota, þar með talið Monsanto, nema að Séralini lét rannsóknina standa í tvö ár í stað 90 daga og mældi fleiri þætti), þá afgreiða vísindamenn hana hér heima í viðtali hjá RÚV með því að segja: „Séralini er þekktur fyrir að vera óheiðarlegur og óvandaður“. Erlendir vísindamenn hafa verið kærðir fyrir minni ummæli og dæmdir. Svo er rannsóknin afdráttarlaust dæmd „ómarktæk“ því svo margir í heiminum gagnrýndu hana.Milljónir evra í rannsókn En það gleymist í þessu að ESB og franska ríkisstjórnin hafa nú lagt milljónir evra í að láta vinna rannsókn á þessum sama grunni, sem er staðfesting á því að margar spurningar vöknuðu við þessa rannsókn sem þarf að svara og nú einnig varðandi æxlismyndun en ekki eingöngu eiturefnarannsókn eins og Séralini gerði. Sömuleiðis eru vísindamenn að svara gagnrýni á erfðabreytt matvæli með því að verja erfðabreytingar í læknis- og lyfjafræði. Insúlín er í dag framleitt með erfðatækni en ekki lengur „úr blóði sláturdýra“. Hver hefur gagnrýnt það? Hvað hefur það með matvæli að gera? Það er vísvitandi verið að blanda tvennu gjörólíku saman. Þeir sem vilja að varúð sé í fyrirrúmi á meðan vísindamenn eru ekki sammála um skaðsemi erfðabreyttrar ræktunar og matvæla hafa ekki skipt sér af því sem er unnið í rannsóknastofum í lækningaskyni. Það er á mörkum heiðarleika að hamra á þessum rökum. Á sínum tíma var ég í blaðagrein og viðtali við einn vísindamanna talin óhæf um að tjá mig um erfðabreyttar lífverur því ég væri ekki vísindamaður. Nú vil ég skora á vísindamenn sem hafa ekki sparað alhæfingarnar um þetta mál að gefa sér tíma til að hugleiða aðeins. Eru vísindi alhæfingar án möguleika á að menn hafi rangt fyrir sér? Var ekki alhæft að reykingar væru með öllu skaðlausar sem nú hefur verið sannað og almenn vitneskja er um að séu skaðlegar? Er ekki grunnur vísindanna að spyrja gagnrýninna spurninga? Að byrja á því að hafa efasemdir? Að ekki sé allt svart eða hvítt? Fara vísindin ekki fram með því að ræða um málefni og verkefni? Þegar ekki einn einasti þeirra vísindamanna sem tala fyrir erfðabreyttri ræktun og matvælum telur sér fært að mæta á málþing um málefni sem er þeim mikið tilfinningamál – og leyfa sér að gagnrýna fyrir fram það sem á að vera í fyrirlestrum sem erlendir kollegar þeirra halda – þá eru þeir búnir að afsala sér þeim rétti að koma fram í fjölmiðlum og alhæfa að erfðabreyttar lífverur „séu með öllu skaðlausar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega stóð „Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur“ fyrir ráðstefnu sem bar heitið „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær“. Fyrirlesarar voru þrír hámenntaðir vísindamenn á sviði erfðatækni; plöntusjúkdómafræði, sameindalíffræði, sameindaerfðafræði, lífefnafræði og frumulíffræði, með áratuga reynslu í notkun erfðatækni, ritun ritrýndra vísindagreina og hafa þeir unnið hjá lykilstofnunum sem hafa með þetta málefni að gera. Á annað hundrað manns mættu á ráðstefnuna, það er voru það áhugasamir að þeir tóku hálfan dag frá vinnu eða námi til að fræðast. Enginn íslenskur vísindamaður mætti til að taka þátt í umræðunni við þessa jafningja sína. Ég leyfi mér að spyrja spurninga þegar íslensku vísindamennirnir tjá sig í fjölmiðlum. Þar hefur verið fullyrt til dæmis að engin rannsókn („ég þori að fullyrða, engin rannsókn“ – Jón Hallsteinn Hallsson, Morgunútvarpi Rásar 2, þ. 4.10) hafi sýnt fram á það að erfðabreytt matvæli séu hættuleg fyrir heilsuna. Þegar vísað er í rannsókn G.E. Séralinis sem var birt í september 2012 og sýndi fram á eitrunaráhrif frá erfðabreyttum maís og skordýraeitrinu Roundup (þar sem notuð var sama aðferðafræði og líftæknifyrirtækin nota, þar með talið Monsanto, nema að Séralini lét rannsóknina standa í tvö ár í stað 90 daga og mældi fleiri þætti), þá afgreiða vísindamenn hana hér heima í viðtali hjá RÚV með því að segja: „Séralini er þekktur fyrir að vera óheiðarlegur og óvandaður“. Erlendir vísindamenn hafa verið kærðir fyrir minni ummæli og dæmdir. Svo er rannsóknin afdráttarlaust dæmd „ómarktæk“ því svo margir í heiminum gagnrýndu hana.Milljónir evra í rannsókn En það gleymist í þessu að ESB og franska ríkisstjórnin hafa nú lagt milljónir evra í að láta vinna rannsókn á þessum sama grunni, sem er staðfesting á því að margar spurningar vöknuðu við þessa rannsókn sem þarf að svara og nú einnig varðandi æxlismyndun en ekki eingöngu eiturefnarannsókn eins og Séralini gerði. Sömuleiðis eru vísindamenn að svara gagnrýni á erfðabreytt matvæli með því að verja erfðabreytingar í læknis- og lyfjafræði. Insúlín er í dag framleitt með erfðatækni en ekki lengur „úr blóði sláturdýra“. Hver hefur gagnrýnt það? Hvað hefur það með matvæli að gera? Það er vísvitandi verið að blanda tvennu gjörólíku saman. Þeir sem vilja að varúð sé í fyrirrúmi á meðan vísindamenn eru ekki sammála um skaðsemi erfðabreyttrar ræktunar og matvæla hafa ekki skipt sér af því sem er unnið í rannsóknastofum í lækningaskyni. Það er á mörkum heiðarleika að hamra á þessum rökum. Á sínum tíma var ég í blaðagrein og viðtali við einn vísindamanna talin óhæf um að tjá mig um erfðabreyttar lífverur því ég væri ekki vísindamaður. Nú vil ég skora á vísindamenn sem hafa ekki sparað alhæfingarnar um þetta mál að gefa sér tíma til að hugleiða aðeins. Eru vísindi alhæfingar án möguleika á að menn hafi rangt fyrir sér? Var ekki alhæft að reykingar væru með öllu skaðlausar sem nú hefur verið sannað og almenn vitneskja er um að séu skaðlegar? Er ekki grunnur vísindanna að spyrja gagnrýninna spurninga? Að byrja á því að hafa efasemdir? Að ekki sé allt svart eða hvítt? Fara vísindin ekki fram með því að ræða um málefni og verkefni? Þegar ekki einn einasti þeirra vísindamanna sem tala fyrir erfðabreyttri ræktun og matvælum telur sér fært að mæta á málþing um málefni sem er þeim mikið tilfinningamál – og leyfa sér að gagnrýna fyrir fram það sem á að vera í fyrirlestrum sem erlendir kollegar þeirra halda – þá eru þeir búnir að afsala sér þeim rétti að koma fram í fjölmiðlum og alhæfa að erfðabreyttar lífverur „séu með öllu skaðlausar“.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun