Feneyjarnefndin segir ýmis ákvæði flókin og samhengislaus Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2013 15:26 Stjórnlagaráð að störfum. Mynd/ GVA. Mörg ákvæði í stjórnarskrárfrumvarpinu eru of óskýr og víð að erfitt getur verið að túlka þau, að mati Feneyjarnefndarinnar. Þá telur nefndin að stjórnskipanin sé of flókin í nýja frumvarpinu. Nefndin er skipuð erlendum sérfræðingum, sem hafði það hlutverk að veita umsögn um frumvarpið. Drög að ítarlegri umsögn nefndarinnar voru birt opinberlega á vef Alþingis í dag. Feneyjarnefndin segist þó fagna þeirri tilraun sem nú sé verið að gera á Íslandi til þess að betrumbæta stjórnarskrá Íslendinga, sem byggi á lýðræði og virðingu fyrir grundvallarreglum sem Íslendingar hafi tileinkað sér, sem og menningasögulegum, stjórnskipunarlegum og lagalegum hefðum. Feneyjarnefndin bendir á að sátt ríki um það að finna þurfi lausnir á ýmsum stjórnskipunarlegum úrlausnarefnum sem menn urðu varir við þegar efnahagsáfallið dundi yfir árið 2008. Hins vegar sé um það deilt hvort þörf sé á nýrri stjórnarskrá. Þá hafi líka verið deilt um það hvernig hin nýja stjórnarskrá varð til. Það sé ekki hlutverk Feneyjarnefndarinnar að hafa skoðun á þessum vangaveltum, en hins vegar séu líkur á því að nýtt þing muni ekki samþykkja nýja stjórnarskrá. Í skýrslunni kemur fram að í nýju stjórnarskránni sé byggt á sömu hefðum og áður, þingbundinni stjórn, en hins vegar séu nýjungar sem settar eru inn til að auka beint lýðræði. Margar af þeim nýjungum sem gert sé ráð fyrir kunni að henta í tilteknum aðstæðum á Íslandi, en hins vegar séu margar hugmyndirnar umhugsunarverðar þegar kemur að því að túlka þær í lögfræðilegu eða stjórnskipunarlegu samhengi. Þá segir nefndin að mörg ákvæði í stjórnarskrárfrumvarpinu séu of óskýr og víð. Þetta geti leitt til þess að erfitt verði að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar, sérstaklega þegar verið er að innleiða ný lög. Þá segir í umsögninni að stjórnskipanin sé, samkvæmt nýja frumvarpinu, frekar flókin og án samræmis. Þetta eigi bæði við um það vald sem þrjár meginstoðir stjórnskipunarinnar hafi, það er þingið, framkvæmdavaldið og forsetinn. Jafnvægið og tengsl milli þessara þriggja meginstoða séu oft of flókin og hið sama megi segja um hið beina lýðræði sem fjallað er um í hinu nýja stjórnarskrárfrumvarpi. Þá segir að þeir möguleikar á beinu lýðræði sem gert sé ráð fyrir í stjórnarskrárfrumvarpinu, með þjóðaratkvæðagreiðslum til dæmis, séu eflaust ágætir, en of flóknir. Þessa ferla þurfi að endurskoða bæði frá lagalegu og pólitísku sjónarmiði. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Mörg ákvæði í stjórnarskrárfrumvarpinu eru of óskýr og víð að erfitt getur verið að túlka þau, að mati Feneyjarnefndarinnar. Þá telur nefndin að stjórnskipanin sé of flókin í nýja frumvarpinu. Nefndin er skipuð erlendum sérfræðingum, sem hafði það hlutverk að veita umsögn um frumvarpið. Drög að ítarlegri umsögn nefndarinnar voru birt opinberlega á vef Alþingis í dag. Feneyjarnefndin segist þó fagna þeirri tilraun sem nú sé verið að gera á Íslandi til þess að betrumbæta stjórnarskrá Íslendinga, sem byggi á lýðræði og virðingu fyrir grundvallarreglum sem Íslendingar hafi tileinkað sér, sem og menningasögulegum, stjórnskipunarlegum og lagalegum hefðum. Feneyjarnefndin bendir á að sátt ríki um það að finna þurfi lausnir á ýmsum stjórnskipunarlegum úrlausnarefnum sem menn urðu varir við þegar efnahagsáfallið dundi yfir árið 2008. Hins vegar sé um það deilt hvort þörf sé á nýrri stjórnarskrá. Þá hafi líka verið deilt um það hvernig hin nýja stjórnarskrá varð til. Það sé ekki hlutverk Feneyjarnefndarinnar að hafa skoðun á þessum vangaveltum, en hins vegar séu líkur á því að nýtt þing muni ekki samþykkja nýja stjórnarskrá. Í skýrslunni kemur fram að í nýju stjórnarskránni sé byggt á sömu hefðum og áður, þingbundinni stjórn, en hins vegar séu nýjungar sem settar eru inn til að auka beint lýðræði. Margar af þeim nýjungum sem gert sé ráð fyrir kunni að henta í tilteknum aðstæðum á Íslandi, en hins vegar séu margar hugmyndirnar umhugsunarverðar þegar kemur að því að túlka þær í lögfræðilegu eða stjórnskipunarlegu samhengi. Þá segir nefndin að mörg ákvæði í stjórnarskrárfrumvarpinu séu of óskýr og víð. Þetta geti leitt til þess að erfitt verði að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar, sérstaklega þegar verið er að innleiða ný lög. Þá segir í umsögninni að stjórnskipanin sé, samkvæmt nýja frumvarpinu, frekar flókin og án samræmis. Þetta eigi bæði við um það vald sem þrjár meginstoðir stjórnskipunarinnar hafi, það er þingið, framkvæmdavaldið og forsetinn. Jafnvægið og tengsl milli þessara þriggja meginstoða séu oft of flókin og hið sama megi segja um hið beina lýðræði sem fjallað er um í hinu nýja stjórnarskrárfrumvarpi. Þá segir að þeir möguleikar á beinu lýðræði sem gert sé ráð fyrir í stjórnarskrárfrumvarpinu, með þjóðaratkvæðagreiðslum til dæmis, séu eflaust ágætir, en of flóknir. Þessa ferla þurfi að endurskoða bæði frá lagalegu og pólitísku sjónarmiði.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira