Hraðinn í þjóðfélaginu of mikill - Börn þurfa að læra að slaka á Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2013 16:08 Árný Ingvarsdóttir vill að foreldrar og kennarar geti hjálpað börnum sínum að slaka á. Mynd/ Anton Brink. „Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu. Árný gaf á dögunum út bókina Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn eftir Marnetu Viegas, stofnanda Relax Kids hugmyndafræðinnar. Með hugmyndafræðinni er ætlunin að leggja áherslu á að kenna börnum slökun. Í bókinni, sem er fallega myndskreytt eru þekkt ævintýri notuð sem grunnur að slökunarhugleiðslu sem örvar ímyndunarafl barna og hjálpar þeim að slaka á. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og kennurum til upplestrar, jafnt í önn dagsins sem á háttatíma. Marneta Viegas, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að flestar hugleiðslur bókarinnar hafi hún skrifað á Indlandi í mars 2002 þar sem hún sat á fjallstoppi við dagrenningu. „Hugsunin var skýr og fersk í hreinu og svölu fjallaloftinu og þeirri algjöru þögn sem ríkti. Hvert orð bar með sér frið og léttleika," segir hún. Við það að skrifa hugleiðslurnar hafi hún farið í huganum inn í ævintýralandið sem hún vonar að bæði börn og fullorðnir upplifi við lestur bókarinnar. „Þessi upplifun var sérstök og tengdist bæði djúpu slökunarástandi og kyrrð. Á þessu augnabliki varð mér ljóst hvað mig langaði til að gera - að kenna börnum hvernig hægt er að slaka á líkama og huga á skemmtilegan og einfaldan hátt," segir hún. Árný segir að bókin hafi nú þegar verið notuð með góðum árangri í nokkrum skólum og leikskólum hérlendis. Árný þýddi bókina sjálf yfir á íslensku og hún segir að til standi að koma á fót Relax Kids námskeiðum í slökun fyrir börn síðar á árinu. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu. Árný gaf á dögunum út bókina Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn eftir Marnetu Viegas, stofnanda Relax Kids hugmyndafræðinnar. Með hugmyndafræðinni er ætlunin að leggja áherslu á að kenna börnum slökun. Í bókinni, sem er fallega myndskreytt eru þekkt ævintýri notuð sem grunnur að slökunarhugleiðslu sem örvar ímyndunarafl barna og hjálpar þeim að slaka á. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og kennurum til upplestrar, jafnt í önn dagsins sem á háttatíma. Marneta Viegas, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að flestar hugleiðslur bókarinnar hafi hún skrifað á Indlandi í mars 2002 þar sem hún sat á fjallstoppi við dagrenningu. „Hugsunin var skýr og fersk í hreinu og svölu fjallaloftinu og þeirri algjöru þögn sem ríkti. Hvert orð bar með sér frið og léttleika," segir hún. Við það að skrifa hugleiðslurnar hafi hún farið í huganum inn í ævintýralandið sem hún vonar að bæði börn og fullorðnir upplifi við lestur bókarinnar. „Þessi upplifun var sérstök og tengdist bæði djúpu slökunarástandi og kyrrð. Á þessu augnabliki varð mér ljóst hvað mig langaði til að gera - að kenna börnum hvernig hægt er að slaka á líkama og huga á skemmtilegan og einfaldan hátt," segir hún. Árný segir að bókin hafi nú þegar verið notuð með góðum árangri í nokkrum skólum og leikskólum hérlendis. Árný þýddi bókina sjálf yfir á íslensku og hún segir að til standi að koma á fót Relax Kids námskeiðum í slökun fyrir börn síðar á árinu.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira