Fórnarlamb átaks í ferðaþjónustu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Ólafur Örn Haraldsson „Álagið á Þingvelli, vatnið og þinghelgina er gríðarlega vaxandi,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður, sem boðar aðgerðir til að vernda gróður á Þingvöllum. Óhemjumikill vöxtur hefur verið í heimsóknum ferðamanna á Þingvöll. Umferð um Mosfellsheiði jókst um áttatíu prósent fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við í fyrra. Ólafur segir að á Hakinu sé mannfjöldinn þessa dagana eins og á sumardegi. „Svörðurinn er mjög opinn og auðsæranlegur núna, sérstaklega vegna þess að landið er svo bert og óvarið vegna snjóleysis og þess að það er ekki frost við yfirborð jarðar,“ segir þjóðgarðsvörðurinn.Gestir á Þingvöllum forðast stígana, sem eru svað eitt.Mynd/PjeturBílstjórinn og leiðsögumaðurinn Hörður Jónasson segir ástandið einfaldlega sláandi. Hann nefnir Flosagjá sem dæmi. „Hér hefði mátt bjarga gróðri fyrir löngu með smá girðingu eða böndum. Það er algjör óþarfi að leyfa fólki að fara þarna að, myndatökustaður er bestur af brúnni,“ segir Hörður, sem kveður ferðamennskuna kalla á betri stíga og stýringar á ferðafólki. „Ég skil ekki hvers vegna gjárbrúnin er ekki stúkuð af. Þangað þarf enginn að fara auk þess sem það er hættulegt. Afleiðingarnar eru mold, drulla og gróðurskemmdir. Hver vill koma og skoða mold og drullu? Það tekur lyng og mosa hálfa öld að jafna sig ef það þá yfir höfuð gengur,“ segir Hörður og ítrekar mikilvægi þess að gripið sé í taumana.Ástandinu við Flosagjá er lýst sem einstaklega slæmu.Mynd/Pjetur„Þetta er allt saman rétt,“ segir Ólafur Örn um athugasemdir Harðar. „Þetta er skuggahliðin á átakinu Íslandi allt árið; þessi gríðarlegi fjöldi ferðamanna sem kemur og gengur um landið eins og á sumardegi. Þarna hefur lengi vantað aðbúnað; umferðarstýringu, palla, brautir og girðingar sem halda utan um þetta.“ Að sögn Ólafs verða á næstunni settar 50 til 60 milljónir króna í ýmsar úrbætur, meðal annars í palla við Öxarárfoss og við Drekkingarhyl, auk þess sem settir verði upp kaðlar og girðingar, til dæmis í Almannagjá þar sem forvitnir gestir arki gjarnan út fyrir malarstíginn.Það er vitað mál að fjöldi gesta á Þingvöllum er ekki í neinu samhengi við möguleikana til að taka á móti þeim.Mynd/PjeturLagfæra á Kirkjugarðsstíg, sem Ólafur segir alveg skelfilegt svað sem flestir sniðgangi á kostnað gróðursins í kring. „Þegar umferðin er eins og að sumarlagi og svörðurinn alls staðar opinn og allt veðst út á nokkrum skósólum þá verður þetta alveg eitt flakandi sár og svað,“ segir þjóðgarðsvörður.Komið hefur verið upp merkingum hér og hvar en það hefur eki dugað til, enda gestir á svæðinu margfalt fleiri á þessum árstíma en hægt er að taka á móti með góðu móti.Mynd/Pjetur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Álagið á Þingvelli, vatnið og þinghelgina er gríðarlega vaxandi,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður, sem boðar aðgerðir til að vernda gróður á Þingvöllum. Óhemjumikill vöxtur hefur verið í heimsóknum ferðamanna á Þingvöll. Umferð um Mosfellsheiði jókst um áttatíu prósent fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við í fyrra. Ólafur segir að á Hakinu sé mannfjöldinn þessa dagana eins og á sumardegi. „Svörðurinn er mjög opinn og auðsæranlegur núna, sérstaklega vegna þess að landið er svo bert og óvarið vegna snjóleysis og þess að það er ekki frost við yfirborð jarðar,“ segir þjóðgarðsvörðurinn.Gestir á Þingvöllum forðast stígana, sem eru svað eitt.Mynd/PjeturBílstjórinn og leiðsögumaðurinn Hörður Jónasson segir ástandið einfaldlega sláandi. Hann nefnir Flosagjá sem dæmi. „Hér hefði mátt bjarga gróðri fyrir löngu með smá girðingu eða böndum. Það er algjör óþarfi að leyfa fólki að fara þarna að, myndatökustaður er bestur af brúnni,“ segir Hörður, sem kveður ferðamennskuna kalla á betri stíga og stýringar á ferðafólki. „Ég skil ekki hvers vegna gjárbrúnin er ekki stúkuð af. Þangað þarf enginn að fara auk þess sem það er hættulegt. Afleiðingarnar eru mold, drulla og gróðurskemmdir. Hver vill koma og skoða mold og drullu? Það tekur lyng og mosa hálfa öld að jafna sig ef það þá yfir höfuð gengur,“ segir Hörður og ítrekar mikilvægi þess að gripið sé í taumana.Ástandinu við Flosagjá er lýst sem einstaklega slæmu.Mynd/Pjetur„Þetta er allt saman rétt,“ segir Ólafur Örn um athugasemdir Harðar. „Þetta er skuggahliðin á átakinu Íslandi allt árið; þessi gríðarlegi fjöldi ferðamanna sem kemur og gengur um landið eins og á sumardegi. Þarna hefur lengi vantað aðbúnað; umferðarstýringu, palla, brautir og girðingar sem halda utan um þetta.“ Að sögn Ólafs verða á næstunni settar 50 til 60 milljónir króna í ýmsar úrbætur, meðal annars í palla við Öxarárfoss og við Drekkingarhyl, auk þess sem settir verði upp kaðlar og girðingar, til dæmis í Almannagjá þar sem forvitnir gestir arki gjarnan út fyrir malarstíginn.Það er vitað mál að fjöldi gesta á Þingvöllum er ekki í neinu samhengi við möguleikana til að taka á móti þeim.Mynd/PjeturLagfæra á Kirkjugarðsstíg, sem Ólafur segir alveg skelfilegt svað sem flestir sniðgangi á kostnað gróðursins í kring. „Þegar umferðin er eins og að sumarlagi og svörðurinn alls staðar opinn og allt veðst út á nokkrum skósólum þá verður þetta alveg eitt flakandi sár og svað,“ segir þjóðgarðsvörður.Komið hefur verið upp merkingum hér og hvar en það hefur eki dugað til, enda gestir á svæðinu margfalt fleiri á þessum árstíma en hægt er að taka á móti með góðu móti.Mynd/Pjetur
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira