Innlent

Sérsveitin fór vopnuð í 72 útköll - aldrei fleiri sprengjumál

Sérsveit ríkislögreglustjóra fór 72 sinnum í útköll vopnaðir samkvæmt ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2012. Þar kemur einnig fram að sérsveitin sinnti alls 3104 löggæsluverkefnum.

Umferðarverkefnin voru 489 og sérsveitarverkefni, þar sem þjálfun og búnaður sveitarinnar var nýttur víðsvegar um landið, voru 249.

Þá hafa aldrei fleiri sprengjutengd verkefni verið skráð hjá sérsveitinni en á árinu 2012 sinnti sérsveitin 20 verkefnum sem var sinnt í 28 verkþáttum eins og það er orðað í skýrslunni.

Tvö stærstu sprengjumál ársins voru annarsvegar sprengjan á Hverfisgötu, þar sem karlmaður sprengdi litla sprengju skammt frá Stjórnaráðshúsinu, en hann var ekki ákærður fyrir athæfið, og svo rörasprengja, gaskútar og blýkúlur sem fundust við húsleit.

Þá var í fyrsta skipti lagt hald á sprengiefni í húsnæði MC-samtakanna hér á landi en um var að ræða tæplega 1 kíló af dínamíti. Ekki er nánar greint frá því hvaða samtök MC-samtökin eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×