Innlent

Engin Smuga í sumar

Vefritinu Smugunni var lokað frá og með 1. maí en vefurinn safnar nú áskrifendum til að fara aftur í loftið að nýju. Vinstri hreyfingin grænt framboð og aðrir stórir hluthafar hafa gefið eftir hluti sína. Á vefnum kemur fram að stefnt sé að því að snúa aftur næsta haust, ef það tekst að safna nægum styrktaráskriftum meðal lesenda eða fá aðra að útgáfunni. Markmiðið er að safna fé sem nemur um tveimur milljónum á mánuði. Þú getur skráð þig hér ef þú vilt leggja þitt að mörkum til að Smugan fari í loftið að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×