Svanasöngur Teits Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. maí 2013 07:30 Teiti hefur liðið vel í Garðabænum og hann ætlar að njóta síðasta ársins hjá félaginu. fréttablaðið/daníel Stjörnumenn glöddust í gær þegar Teitur Örlygsson ákvað að halda áfram að þjálfa körfuboltalið félagsins. Teitur tók aðra ákvörðun en hún er sú að hætta með liðið eftir næsta tímabil. Þjálfaranum er létt að hafa tekið ákvörðun. Teitur Örlygsson var að klára sitt fjórða tímabil hjá Stjörnunni og fimmta tímabilið verður hans síðasta í Garðabænum. Að sinni að minnsta kosti. „Ég er tilbúinn í eitt ár í viðbót. Það verður líka mitt síðasta ár hjá félaginu. Það er gott að vera búinn að taka ákvörðun og hún var ekkert erfið þannig séð. Það er gott að geta núna horft fram á veginn,“ sagði Teitur, en hann hefur gert Stjörnuna tvisvar sinnum að bikarmeistara. Íslandsmeistaratitilinn hefur þó ekki komið í hús en Stjarnan var ansi nálægt því að vinna hann um síðustu helgi. Þá tapaði Stjarnan naumlega gegn Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Stjarnan vildi halda mér og það var gott að finna þann stuðning. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur og ég vil því taka eitt ár í viðbót,“ sagði Teitur, en það er ástæða fyrir því að hann tekur aðeins eitt ár í viðbót.Eins og að hætta að drekka „Það verða væntanlega kynslóðaskipti hjá félaginu eftir þann vetur og ég vil að einhver annar stýri þeirri uppbyggingu. Ég nenni ekki að fara aftur í gegnum það og sagði það við fjölskylduna. Þetta er bara eins og þegar menn ætla að hætta að drekka. Þetta er bara búið þennan ákveðna dag. Ég held að það sé auðveldara að gera þetta svona.“ Það er mikil reynsla í Stjörnuliðinu og næsti vetur verður líklega lokaáhlaup einhverra leikmanna liðsins á Íslandsmeistaratitilinn. Kempurnar í liðinu yngjast ekki frekar en aðrir. Teitur er bjartsýnn á að halda flestum, ef ekki öllum, hjá liðinu. „Ég veit ekki til þess að neinn sé að fara. Mér skilst að helmingurinn sé enn með samning og stjórnin þarf að klára þessi mál. Ég veit ekki hvort Jarrid Frye verður áfram Kaninn okkar á næsta ári en ég er persónulega mjög hrifinn af honum,“ sagði Teitur, en aðeins verður hægt að spila með einn Kana næsta vetur. Stjarnan er með tvo sterka og reynslumikla menn í Justin Shouse og Jovan Zdravevski. Verða þeir áfram? „Við sjáum hvað þeir geta gert en það er vonandi. Þeir hugsa báðir virkilega vel um sig og þá er aldurinn oft afstæður. Ef þeir gerðu það ekki væri ekki sama staða upp á borði. Menn eru farnir að geta teygt ferilinn með því að hugsa vel um sig. Það á við í öllum íþróttum í dag.“ Sá stóri er ekki enn kominn í Garðabæinn undir stjórn Teits og liðið hlýtur að stefna á Íslandsmeistaratitilinn næsta vetur. „Við viljum í það minnsta vera í toppbaráttunni og það á eftir að koma í ljós hvernig liðið verður og hvað við getum gert. En það er alveg ljóst að við viljum berjast á toppnum. Þannig hefur metnaðurinn verið hjá okkur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00 Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Stjörnumenn glöddust í gær þegar Teitur Örlygsson ákvað að halda áfram að þjálfa körfuboltalið félagsins. Teitur tók aðra ákvörðun en hún er sú að hætta með liðið eftir næsta tímabil. Þjálfaranum er létt að hafa tekið ákvörðun. Teitur Örlygsson var að klára sitt fjórða tímabil hjá Stjörnunni og fimmta tímabilið verður hans síðasta í Garðabænum. Að sinni að minnsta kosti. „Ég er tilbúinn í eitt ár í viðbót. Það verður líka mitt síðasta ár hjá félaginu. Það er gott að vera búinn að taka ákvörðun og hún var ekkert erfið þannig séð. Það er gott að geta núna horft fram á veginn,“ sagði Teitur, en hann hefur gert Stjörnuna tvisvar sinnum að bikarmeistara. Íslandsmeistaratitilinn hefur þó ekki komið í hús en Stjarnan var ansi nálægt því að vinna hann um síðustu helgi. Þá tapaði Stjarnan naumlega gegn Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Stjarnan vildi halda mér og það var gott að finna þann stuðning. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur og ég vil því taka eitt ár í viðbót,“ sagði Teitur, en það er ástæða fyrir því að hann tekur aðeins eitt ár í viðbót.Eins og að hætta að drekka „Það verða væntanlega kynslóðaskipti hjá félaginu eftir þann vetur og ég vil að einhver annar stýri þeirri uppbyggingu. Ég nenni ekki að fara aftur í gegnum það og sagði það við fjölskylduna. Þetta er bara eins og þegar menn ætla að hætta að drekka. Þetta er bara búið þennan ákveðna dag. Ég held að það sé auðveldara að gera þetta svona.“ Það er mikil reynsla í Stjörnuliðinu og næsti vetur verður líklega lokaáhlaup einhverra leikmanna liðsins á Íslandsmeistaratitilinn. Kempurnar í liðinu yngjast ekki frekar en aðrir. Teitur er bjartsýnn á að halda flestum, ef ekki öllum, hjá liðinu. „Ég veit ekki til þess að neinn sé að fara. Mér skilst að helmingurinn sé enn með samning og stjórnin þarf að klára þessi mál. Ég veit ekki hvort Jarrid Frye verður áfram Kaninn okkar á næsta ári en ég er persónulega mjög hrifinn af honum,“ sagði Teitur, en aðeins verður hægt að spila með einn Kana næsta vetur. Stjarnan er með tvo sterka og reynslumikla menn í Justin Shouse og Jovan Zdravevski. Verða þeir áfram? „Við sjáum hvað þeir geta gert en það er vonandi. Þeir hugsa báðir virkilega vel um sig og þá er aldurinn oft afstæður. Ef þeir gerðu það ekki væri ekki sama staða upp á borði. Menn eru farnir að geta teygt ferilinn með því að hugsa vel um sig. Það á við í öllum íþróttum í dag.“ Sá stóri er ekki enn kominn í Garðabæinn undir stjórn Teits og liðið hlýtur að stefna á Íslandsmeistaratitilinn næsta vetur. „Við viljum í það minnsta vera í toppbaráttunni og það á eftir að koma í ljós hvernig liðið verður og hvað við getum gert. En það er alveg ljóst að við viljum berjast á toppnum. Þannig hefur metnaðurinn verið hjá okkur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00 Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Það féllu tár inni í klefanum Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. 1. maí 2013 08:00
Teitur heldur áfram með Stjörnuna Teitur Örlygsson verður þjálfari körfuboltaliðs Stjörnunnar næsta vetur. Teitur staðfesti það við Vísi í dag. 1. maí 2013 17:00