Innlent

Sumarbústaður á faraldsfæti

Hús flutt landshorna á milli.
Hús flutt landshorna á milli.
Ný smíðaður sumarbústaður í fullri stærð, eða upp á 90 fermetra, lagði land undir fót í gærkvöldi og var fluttur norðan úr Skagafirði austur að Heklu rótum, eða 485 kílómetra leið.

Vegna stærðar bústaðarins þurfti lögreglufylgd, sem skiptist á fjögur lögreglumdæmi, eða umdæmin á Blönduósi, í Borgarfiri, Árnessýslu og loks í Rangárvallasýslu. Gárungarnir segja að hann hafi rétt sloppið við fasteignagjöld í öllum sveitarfélögunum sem hann fór um, enda ferðin farin að næturlagi, þeagar sveiatrstjórnarmenn höfðu tekið á sig náðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×