Lífið

"Kom mér á óvart hversu miður mín ég var"

Ellý Ármanns skrifar
„Það kom mér á óvart hversu miður mín ég var.  Auðvitað er þetta bara hlutur -  það er að segja bíll sem má bæta en mér sárnaði svo að einhverjum fyndist þetta skemmtilegt," segir Tobba Marínós rithöfundur sem varð fyrir þeirri ömurlegu reynslu þegar hún ætlaði í vinnuna í morgun að búið var að rispa bílinn hennar í skjóli nætur.

Hugguð af erlendum nágrannakonum

„Eins er ég alin upp á bílasölu og hef mikinn metnað fyrir því að eiga góðan bíl og passa vel upp á hann.  Ég hafði ekki rænu á að athuga hvort fleiri bílar höfðu fengið sömu útreið en tvær erlendar konur stóðu og störðu á bílinn þegar ég kom og klöppuðu mér á öxlina," segir Tobba.

„Ég ven mig á að bjóða ókunnugum far í vondu veðri þar sem allir eru ekki svo lánsamir að geta átt bíl. Ég mun gera það áfram."

Minnir okkur á að vera vakandi

„Þetta minnir okkur líka á að vera vakandi fyrir umhverfinu og fylgjast með - nágrannavarsla er öflugt tæki. Eins eru komnar myndavélar víða. Ég velti því líka fyrir hvort tryggingafélög eigi að bjóða upp á sérstaka tryggingu á svæðum sem miðbænum gegn uppákomum á borð við þessa en ég vil þó trúa að þetta sé mjög sjaldgæft enda erum við flest gott fólk," segir Tobba.

Skilaboðin sem Tobba setti á Facebooksíðuna sína í morgun: 

"Hey þú sem lyklaðir bílinn okkar í nótt þá hef ég safnað fyrir honum síðan að ég var 12 ára. Öll sumur og eftir skóla var ég í aukavinnu, bar út dv, fermingarpeningarnir fóru allir í sjóðinn, ég fór ekki með vinunum í útskriftar eða sólalandaferðir og ég seldi jafnvel hestinn minn. Vonandi skemmtir þú þér vel við þetta athæfi þitt. Ef einhver varð var við einstakling að lykla bíla í Garðastræti í gær þá vinsamlegast sendið mér línu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.