Þrjú óupplýst bankarán á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2013 20:23 Tvö bankarán og eitt innbrot í bankaútibú eru óupplýst hér á landi en þessi mál verða til umfjöllunar í þriðja þætti Óupplýstra lögreglumála á sunnudagskvöld. ,,Þessi mál eru mjög ólík og endurspegla kannski svolítið tíðaranda sem var,” segir Helga Arnardóttir, umsjónarmaður þáttanna. Fyrsta bankaránið á Íslandi var í Iðnaðarbankaútibúi í Breiðholti í febrúar 1984. ,,Þjófurinn bókstaflega gekk inn baka til og rændi uppgjöri dagsins úr höndum afgreiðslustúlku. Hann komst svo óhindrað út í myrkrið of fannst aldrei. Það var öllum mjög brugðið og öryggismál bankans voru tekin til endurskoðunnar í kjölfar ránsins,’’ segir Helga. ,,Þetta kom öllum í opna skjöldu. Bankarán var áður óþekkt fyrirbrigði hér á landi og ég held að enginn hafi búist við þessu í litlu Reykjavík 1984.”Rán í rólegheitum Um verslunarmannahelgina 1991 var brotist inn í útibú Landsbankans á Borgarfirði eystri en það mál er einnig óupplýst. Útibúið var í sama húsnæði og fiskvinnsla en þjófurinn fór inn um dyr fiskvinnslunnar og sparkaði upp hurðina að afgreiðslu útibúsins. ,,Þjófurinn hefur líklega ekkert verið að stressa sig því hann braut upp um 200 kílóa peningaskáp og það hefur tekið hann góða stund,’’ segir Helga. ,,Það sem gerir þetta mál svolítið sérstakt er að mikil skemmtun var í gangi nokkur hundruð metrum frá, fyrir utan félagsheimilis Fjarðarborg en engin vitni voru að innbrotinu. Borgarfjörður eystri er lítið samfélag og það er aðeins ein leið út úr bænum. Það er því með ólíkindum að þjófurinn hafi komist upp með þetta,” segir Helga.Ránsárið 1995 Árið 1995 voru tvö stór bankarán í Reykjavík og bæði voru þaulskipulögð. Það fyrra, hið svokallaða Skeljungsrán, var í lok febrúar en þá var ráðist að tveimur konum í Lækjargötu sem voru á leið í Íslandsbanka með uppgjör frá Skeljungi. Þrír menn voru að verki og réðust þeir að konunum og tóku af þeim peningatöskuna. Mennirnir komust undan og málið var óupplýst í mörg ár eða þangað til að fyrrverandi sambýliskona eins þjófsins ljóstraði upp um málið í október 2003. Lögreglan tók upp rannsókn á málinu að nýju og Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Einn samverkamaður hans var látinn og ekki tókst að sanna aðild hins þriðja í málinu.Ránið í Búnaðarbanka á Vesturgötu 18. desember 1995 var um margt líkt Skeljungsráninu. ,,Þjófarnir í því ráni voru líka þrír. Þeir virtust vera gríðarlega vel skipulagðir og lengi var talið að þessi tvö mál tengdust. Þegar Skeljugsránið var svo upplýst kom í ljós að svo virtist ekki vera,” segir Helga. ,,Þjófarnir voru vopnaðir og hótuðu starfsfólki Búnaðarbankans og viðskiptavinum. Eins og gefur að skilja var öllum mjög brugðið. Við ræðum við tvö vitni í þættinum, sem muna þennan dag eins og hann hafi verið í gær, tæpum 20 árum síðar,” segir Helga.Aukin öryggisgæsla í bönkunum ,,Við búum í öðru samfélagi í dag en 1995 þegar Búnaðarbankinn var rændur, og hvað þá Iðnaðarbankinn 1984. Bankarnir tóku öryggismálin til gagngerrar endurskoðunar eftir þessi rán og þó svo að litlar líkur séu á að einhver myndi komast upp með að labba inn í banka og hrifsa fé úr höndum afgreiðslustúlku í dag, þá er kannski ekki hægt að útiloka að vopnað rán geti átt sér stað. Það sem þó er öðruvísi er að öryggisgæsla bankanna er meiri og því meiri líkur á að þjófarnir myndu finnast í dag,” segir Helga. Þriðju þáttur Óupplýstra lögreglumála verður sýndur á Stöð 2, næstkomandi sunnudag kl. 20:45. Hér má sjá brot úr þættinum. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Tvö bankarán og eitt innbrot í bankaútibú eru óupplýst hér á landi en þessi mál verða til umfjöllunar í þriðja þætti Óupplýstra lögreglumála á sunnudagskvöld. ,,Þessi mál eru mjög ólík og endurspegla kannski svolítið tíðaranda sem var,” segir Helga Arnardóttir, umsjónarmaður þáttanna. Fyrsta bankaránið á Íslandi var í Iðnaðarbankaútibúi í Breiðholti í febrúar 1984. ,,Þjófurinn bókstaflega gekk inn baka til og rændi uppgjöri dagsins úr höndum afgreiðslustúlku. Hann komst svo óhindrað út í myrkrið of fannst aldrei. Það var öllum mjög brugðið og öryggismál bankans voru tekin til endurskoðunnar í kjölfar ránsins,’’ segir Helga. ,,Þetta kom öllum í opna skjöldu. Bankarán var áður óþekkt fyrirbrigði hér á landi og ég held að enginn hafi búist við þessu í litlu Reykjavík 1984.”Rán í rólegheitum Um verslunarmannahelgina 1991 var brotist inn í útibú Landsbankans á Borgarfirði eystri en það mál er einnig óupplýst. Útibúið var í sama húsnæði og fiskvinnsla en þjófurinn fór inn um dyr fiskvinnslunnar og sparkaði upp hurðina að afgreiðslu útibúsins. ,,Þjófurinn hefur líklega ekkert verið að stressa sig því hann braut upp um 200 kílóa peningaskáp og það hefur tekið hann góða stund,’’ segir Helga. ,,Það sem gerir þetta mál svolítið sérstakt er að mikil skemmtun var í gangi nokkur hundruð metrum frá, fyrir utan félagsheimilis Fjarðarborg en engin vitni voru að innbrotinu. Borgarfjörður eystri er lítið samfélag og það er aðeins ein leið út úr bænum. Það er því með ólíkindum að þjófurinn hafi komist upp með þetta,” segir Helga.Ránsárið 1995 Árið 1995 voru tvö stór bankarán í Reykjavík og bæði voru þaulskipulögð. Það fyrra, hið svokallaða Skeljungsrán, var í lok febrúar en þá var ráðist að tveimur konum í Lækjargötu sem voru á leið í Íslandsbanka með uppgjör frá Skeljungi. Þrír menn voru að verki og réðust þeir að konunum og tóku af þeim peningatöskuna. Mennirnir komust undan og málið var óupplýst í mörg ár eða þangað til að fyrrverandi sambýliskona eins þjófsins ljóstraði upp um málið í október 2003. Lögreglan tók upp rannsókn á málinu að nýju og Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Einn samverkamaður hans var látinn og ekki tókst að sanna aðild hins þriðja í málinu.Ránið í Búnaðarbanka á Vesturgötu 18. desember 1995 var um margt líkt Skeljungsráninu. ,,Þjófarnir í því ráni voru líka þrír. Þeir virtust vera gríðarlega vel skipulagðir og lengi var talið að þessi tvö mál tengdust. Þegar Skeljugsránið var svo upplýst kom í ljós að svo virtist ekki vera,” segir Helga. ,,Þjófarnir voru vopnaðir og hótuðu starfsfólki Búnaðarbankans og viðskiptavinum. Eins og gefur að skilja var öllum mjög brugðið. Við ræðum við tvö vitni í þættinum, sem muna þennan dag eins og hann hafi verið í gær, tæpum 20 árum síðar,” segir Helga.Aukin öryggisgæsla í bönkunum ,,Við búum í öðru samfélagi í dag en 1995 þegar Búnaðarbankinn var rændur, og hvað þá Iðnaðarbankinn 1984. Bankarnir tóku öryggismálin til gagngerrar endurskoðunar eftir þessi rán og þó svo að litlar líkur séu á að einhver myndi komast upp með að labba inn í banka og hrifsa fé úr höndum afgreiðslustúlku í dag, þá er kannski ekki hægt að útiloka að vopnað rán geti átt sér stað. Það sem þó er öðruvísi er að öryggisgæsla bankanna er meiri og því meiri líkur á að þjófarnir myndu finnast í dag,” segir Helga. Þriðju þáttur Óupplýstra lögreglumála verður sýndur á Stöð 2, næstkomandi sunnudag kl. 20:45. Hér má sjá brot úr þættinum.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira