Kynferðisofbeldi er hvergi og aldrei ásættanlegt! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í 23. sinn. Frá upphafi hefur 16 daga átakið haft þann tilgang að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og styðja þolendur í að leita réttar síns. Átakið hefur jafnframt verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. Konur hafa verið í broddi fylkingar í mótmælunum í Egyptalandi allt frá upphafi byltingarinnar þann 25. janúar árið 2011. Þær hafa hins vegar þurft að gjalda hugrekki sitt dýru verði. Kynbundið ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi, jókst til muna í kjölfar mótmælanna, bæði af hendi öryggissveita landsins og einstaklinga. Fjöldamótmæli brutust út í landinu þann 30. júní 2013 þegar Mohamed Morsi hafði gegnt forsetaembætti í eitt ár. Mikil harka hljóp í átökin á milli stuðningsmanna forsetans og andófsmanna, og tilkynnt var um fjölda kynferðisbrota gegn kvenmótmælendum á Tahrír-torgi í Kaíró. Flest þeirra voru mjög hrottafengin. Blóðug átök náðu hámarki næstu daga á eftir og talið er að 186 kvenmótmælendur hafi orðið fyrir árás í nágrenni við Tahrír-torg frá 30. júní til 3. júlí.Skurðaðgerð eftir nauðgun Egypskum samtökum (OpAntiSH) sem berjast gegn kynferðisofbeldi og áreiti, barst fjöldi tilkynninga um kynferðisárásir á konur í nágrenni við Tahrír-torg á tímabilinu. Að minnsta einn þolandi kynferðisofbeldis þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfar ofbeldisins og margar aðrar konur þurftu á læknisaðstoð að halda. Sú sem gekkst undir skurðaðgerðina var 22 ára hollensk blaðakona en fimm menn nauðguðu henni á hrottafenginn hátt meðan á mótmælum stóð. Samkvæmt vitnisburði þolenda og þeirra sem reyndu að koma þeim til bjargar voru árásirnar á þá lund að tugir ef ekki hundruð karlmanna umkringdu konurnar, rifu af þeim fötin, káfuðu á brjóstum og öðrum líkamspörtum, og girtu niður um sig. Spýtum, hnífum og öðrum vopnum var iðulega beitt í árásunum, bæði gegn þolendum og þeim sem reyndu að koma þeim til aðstoðar. Stríðandi stjórnmálaöfl í landinu hafa látið undir höfuð leggjast að fjalla um árásirnar nema í því augnamiði að koma óorði á andstæðinga sína. Hvorki liðsmenn Bræðralags múslíma né annarra stjórnmálaafla hafa talað gegn hrottafengnu kynferðisofbeldi gegn konum í landinu. Amnesty International skorar á yfirvöld í Egyptalandi að senda út skýr skilaboð þess efnis að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur liðið í landinu og að gerendur verði sóttir til saka. Stjórnvöld verða fyrirvaralaust að fordæma allt kynferðisofbeldi og alla mismunun gegn konum í landinu og binda enda á refsileysi sem hingað til hefur viðgengist gagnvart brotum af þessu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í 23. sinn. Frá upphafi hefur 16 daga átakið haft þann tilgang að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og styðja þolendur í að leita réttar síns. Átakið hefur jafnframt verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. Konur hafa verið í broddi fylkingar í mótmælunum í Egyptalandi allt frá upphafi byltingarinnar þann 25. janúar árið 2011. Þær hafa hins vegar þurft að gjalda hugrekki sitt dýru verði. Kynbundið ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi, jókst til muna í kjölfar mótmælanna, bæði af hendi öryggissveita landsins og einstaklinga. Fjöldamótmæli brutust út í landinu þann 30. júní 2013 þegar Mohamed Morsi hafði gegnt forsetaembætti í eitt ár. Mikil harka hljóp í átökin á milli stuðningsmanna forsetans og andófsmanna, og tilkynnt var um fjölda kynferðisbrota gegn kvenmótmælendum á Tahrír-torgi í Kaíró. Flest þeirra voru mjög hrottafengin. Blóðug átök náðu hámarki næstu daga á eftir og talið er að 186 kvenmótmælendur hafi orðið fyrir árás í nágrenni við Tahrír-torg frá 30. júní til 3. júlí.Skurðaðgerð eftir nauðgun Egypskum samtökum (OpAntiSH) sem berjast gegn kynferðisofbeldi og áreiti, barst fjöldi tilkynninga um kynferðisárásir á konur í nágrenni við Tahrír-torg á tímabilinu. Að minnsta einn þolandi kynferðisofbeldis þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfar ofbeldisins og margar aðrar konur þurftu á læknisaðstoð að halda. Sú sem gekkst undir skurðaðgerðina var 22 ára hollensk blaðakona en fimm menn nauðguðu henni á hrottafenginn hátt meðan á mótmælum stóð. Samkvæmt vitnisburði þolenda og þeirra sem reyndu að koma þeim til bjargar voru árásirnar á þá lund að tugir ef ekki hundruð karlmanna umkringdu konurnar, rifu af þeim fötin, káfuðu á brjóstum og öðrum líkamspörtum, og girtu niður um sig. Spýtum, hnífum og öðrum vopnum var iðulega beitt í árásunum, bæði gegn þolendum og þeim sem reyndu að koma þeim til aðstoðar. Stríðandi stjórnmálaöfl í landinu hafa látið undir höfuð leggjast að fjalla um árásirnar nema í því augnamiði að koma óorði á andstæðinga sína. Hvorki liðsmenn Bræðralags múslíma né annarra stjórnmálaafla hafa talað gegn hrottafengnu kynferðisofbeldi gegn konum í landinu. Amnesty International skorar á yfirvöld í Egyptalandi að senda út skýr skilaboð þess efnis að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur liðið í landinu og að gerendur verði sóttir til saka. Stjórnvöld verða fyrirvaralaust að fordæma allt kynferðisofbeldi og alla mismunun gegn konum í landinu og binda enda á refsileysi sem hingað til hefur viðgengist gagnvart brotum af þessu tagi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar