Björg í bú Ólafur Mathiesen skrifar 1. október 2013 07:57 Í gær hófst nýr kafli í hönnunarsögu Íslendinga þegar hönnunarsjóður stjórnvalda kallaði eftir umsóknum í fyrsta sinn. Hönnunarsjóður er fyrsti opinberi sjóður sinnar tegundar hérlendis. Hönnunarsjóður var stofnaður á þessu ári og heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Til þessa hafa hönnuðir haft fá tækifæri til að sækja fé í opinbera sjóði þótt arðsemi hönnunar og arkitektúrs verði ekki vefengd. Fjármagn hönnunarsjóðs árið 2013 er tryggt. Framtíðarhorfur sjóðsins eru óræðari en munu skýrast þegar fjárlög verða samþykkt á haustþingi. Þar mun reyna á samvinnu þingflokka. Hönnunargeirinn ber þverfaglegri samvinnu gott vitni. Vonandi er að vel takist til á Alþingi í ár.Hönnunarmiðstöð lyftir Grettistaki Á fyrsta starfsári hönnunarsjóðsins mun hann njóta umsýslu Hönnunarmiðstöðvar og hefur sjóðsstjórn góðar væntingar til þeirrar samvinnu. Hönnunarmiðstöð hefur unnið geysimikið starf við að hlúa að kjarnmiklum gróanda íslenskrar hönnunar. Hún hefur lyft grettistaki við að koma hönnuðum og afurðum þeirra á framfæri innanlands sem erlendis. Kraftur og dugur hönnuða hefur verið kærkominn áhrifavaldur í að auka verðmæti og bæta lífsgæði undanfarin ár, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Nú styttist í að hönnunarstefna stjórnvalda verði birt, en hún endurspeglar mikilvægi hönnunar í öllum þáttum atvinnulífsins. Það ríður á að þeirri stefnu verði fylgt eftir á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Fólkið í hönnunargeiranum mun ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að vinna með stjórnvöldum við að efna sinn hlut. Með frumkvæði og nýsköpun getum við skapað íslensku samfélagi fjölbreytt lífsviðurværi af auðlindum hugans. Íslenskir hönnuðir hafa fyrir löngu sýnt að þeir hafa bæði dug og getu til að marka spor á breiðstrætum hönnunar og arkitektúrs heima og heiman. Hönnunarsjóður getur haft úrslitaáhrif á upphaf og þróun nýsköpunarverkefna og afkomu og vöxt sjálfstæðra hönnuða og fyrirtækja. Með öflugum vexti og viðgangi hönnunar og arkitektúrs munu stjórnvöld, þegar fram líða stundir, geta sótt þjóðinni björg í bú. Hönnunarsjóður er því mikið fagnaðarefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær hófst nýr kafli í hönnunarsögu Íslendinga þegar hönnunarsjóður stjórnvalda kallaði eftir umsóknum í fyrsta sinn. Hönnunarsjóður er fyrsti opinberi sjóður sinnar tegundar hérlendis. Hönnunarsjóður var stofnaður á þessu ári og heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Til þessa hafa hönnuðir haft fá tækifæri til að sækja fé í opinbera sjóði þótt arðsemi hönnunar og arkitektúrs verði ekki vefengd. Fjármagn hönnunarsjóðs árið 2013 er tryggt. Framtíðarhorfur sjóðsins eru óræðari en munu skýrast þegar fjárlög verða samþykkt á haustþingi. Þar mun reyna á samvinnu þingflokka. Hönnunargeirinn ber þverfaglegri samvinnu gott vitni. Vonandi er að vel takist til á Alþingi í ár.Hönnunarmiðstöð lyftir Grettistaki Á fyrsta starfsári hönnunarsjóðsins mun hann njóta umsýslu Hönnunarmiðstöðvar og hefur sjóðsstjórn góðar væntingar til þeirrar samvinnu. Hönnunarmiðstöð hefur unnið geysimikið starf við að hlúa að kjarnmiklum gróanda íslenskrar hönnunar. Hún hefur lyft grettistaki við að koma hönnuðum og afurðum þeirra á framfæri innanlands sem erlendis. Kraftur og dugur hönnuða hefur verið kærkominn áhrifavaldur í að auka verðmæti og bæta lífsgæði undanfarin ár, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Nú styttist í að hönnunarstefna stjórnvalda verði birt, en hún endurspeglar mikilvægi hönnunar í öllum þáttum atvinnulífsins. Það ríður á að þeirri stefnu verði fylgt eftir á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Fólkið í hönnunargeiranum mun ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að vinna með stjórnvöldum við að efna sinn hlut. Með frumkvæði og nýsköpun getum við skapað íslensku samfélagi fjölbreytt lífsviðurværi af auðlindum hugans. Íslenskir hönnuðir hafa fyrir löngu sýnt að þeir hafa bæði dug og getu til að marka spor á breiðstrætum hönnunar og arkitektúrs heima og heiman. Hönnunarsjóður getur haft úrslitaáhrif á upphaf og þróun nýsköpunarverkefna og afkomu og vöxt sjálfstæðra hönnuða og fyrirtækja. Með öflugum vexti og viðgangi hönnunar og arkitektúrs munu stjórnvöld, þegar fram líða stundir, geta sótt þjóðinni björg í bú. Hönnunarsjóður er því mikið fagnaðarefni.
Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun