Björg í bú Ólafur Mathiesen skrifar 1. október 2013 07:57 Í gær hófst nýr kafli í hönnunarsögu Íslendinga þegar hönnunarsjóður stjórnvalda kallaði eftir umsóknum í fyrsta sinn. Hönnunarsjóður er fyrsti opinberi sjóður sinnar tegundar hérlendis. Hönnunarsjóður var stofnaður á þessu ári og heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Til þessa hafa hönnuðir haft fá tækifæri til að sækja fé í opinbera sjóði þótt arðsemi hönnunar og arkitektúrs verði ekki vefengd. Fjármagn hönnunarsjóðs árið 2013 er tryggt. Framtíðarhorfur sjóðsins eru óræðari en munu skýrast þegar fjárlög verða samþykkt á haustþingi. Þar mun reyna á samvinnu þingflokka. Hönnunargeirinn ber þverfaglegri samvinnu gott vitni. Vonandi er að vel takist til á Alþingi í ár.Hönnunarmiðstöð lyftir Grettistaki Á fyrsta starfsári hönnunarsjóðsins mun hann njóta umsýslu Hönnunarmiðstöðvar og hefur sjóðsstjórn góðar væntingar til þeirrar samvinnu. Hönnunarmiðstöð hefur unnið geysimikið starf við að hlúa að kjarnmiklum gróanda íslenskrar hönnunar. Hún hefur lyft grettistaki við að koma hönnuðum og afurðum þeirra á framfæri innanlands sem erlendis. Kraftur og dugur hönnuða hefur verið kærkominn áhrifavaldur í að auka verðmæti og bæta lífsgæði undanfarin ár, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Nú styttist í að hönnunarstefna stjórnvalda verði birt, en hún endurspeglar mikilvægi hönnunar í öllum þáttum atvinnulífsins. Það ríður á að þeirri stefnu verði fylgt eftir á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Fólkið í hönnunargeiranum mun ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að vinna með stjórnvöldum við að efna sinn hlut. Með frumkvæði og nýsköpun getum við skapað íslensku samfélagi fjölbreytt lífsviðurværi af auðlindum hugans. Íslenskir hönnuðir hafa fyrir löngu sýnt að þeir hafa bæði dug og getu til að marka spor á breiðstrætum hönnunar og arkitektúrs heima og heiman. Hönnunarsjóður getur haft úrslitaáhrif á upphaf og þróun nýsköpunarverkefna og afkomu og vöxt sjálfstæðra hönnuða og fyrirtækja. Með öflugum vexti og viðgangi hönnunar og arkitektúrs munu stjórnvöld, þegar fram líða stundir, geta sótt þjóðinni björg í bú. Hönnunarsjóður er því mikið fagnaðarefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í gær hófst nýr kafli í hönnunarsögu Íslendinga þegar hönnunarsjóður stjórnvalda kallaði eftir umsóknum í fyrsta sinn. Hönnunarsjóður er fyrsti opinberi sjóður sinnar tegundar hérlendis. Hönnunarsjóður var stofnaður á þessu ári og heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Til þessa hafa hönnuðir haft fá tækifæri til að sækja fé í opinbera sjóði þótt arðsemi hönnunar og arkitektúrs verði ekki vefengd. Fjármagn hönnunarsjóðs árið 2013 er tryggt. Framtíðarhorfur sjóðsins eru óræðari en munu skýrast þegar fjárlög verða samþykkt á haustþingi. Þar mun reyna á samvinnu þingflokka. Hönnunargeirinn ber þverfaglegri samvinnu gott vitni. Vonandi er að vel takist til á Alþingi í ár.Hönnunarmiðstöð lyftir Grettistaki Á fyrsta starfsári hönnunarsjóðsins mun hann njóta umsýslu Hönnunarmiðstöðvar og hefur sjóðsstjórn góðar væntingar til þeirrar samvinnu. Hönnunarmiðstöð hefur unnið geysimikið starf við að hlúa að kjarnmiklum gróanda íslenskrar hönnunar. Hún hefur lyft grettistaki við að koma hönnuðum og afurðum þeirra á framfæri innanlands sem erlendis. Kraftur og dugur hönnuða hefur verið kærkominn áhrifavaldur í að auka verðmæti og bæta lífsgæði undanfarin ár, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Nú styttist í að hönnunarstefna stjórnvalda verði birt, en hún endurspeglar mikilvægi hönnunar í öllum þáttum atvinnulífsins. Það ríður á að þeirri stefnu verði fylgt eftir á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Fólkið í hönnunargeiranum mun ekki láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að vinna með stjórnvöldum við að efna sinn hlut. Með frumkvæði og nýsköpun getum við skapað íslensku samfélagi fjölbreytt lífsviðurværi af auðlindum hugans. Íslenskir hönnuðir hafa fyrir löngu sýnt að þeir hafa bæði dug og getu til að marka spor á breiðstrætum hönnunar og arkitektúrs heima og heiman. Hönnunarsjóður getur haft úrslitaáhrif á upphaf og þróun nýsköpunarverkefna og afkomu og vöxt sjálfstæðra hönnuða og fyrirtækja. Með öflugum vexti og viðgangi hönnunar og arkitektúrs munu stjórnvöld, þegar fram líða stundir, geta sótt þjóðinni björg í bú. Hönnunarsjóður er því mikið fagnaðarefni.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar