Vilja meiri kaupmátt og minni skattbyrði Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 1. október 2013 07:00 Björn Snæbjörnsson Alger samstaða virðist vera innan verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins um að kjarasamningar verði gerðir til skamms tíma og er rætt um sex til tólf mánaða samning. Menn leggja líka mikla áherslu á stöðugleika sem forsendu aukins kaupmáttar. Talsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa lýst þeirri skoðun sinni að lítið svigrúm sé til launahækkana, svigrúmið sé hálft til tvö prósent. Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreinasambandsins, telur að svigrúmið sé meira. Hann telur til að mynda að útflutningsgreinarnar, fiskvinnslan og ferðaþjónustan hafi bolmagn til meiri hækkana. Björn segir að ein krafa sé skýr og það sé að hækka lægstu laun. Gagnvart ríkisvaldinu geri Starfsgreinasambandið þá kröfu að persónuafsláttur verði hækkaður. „Við höfum ekki sett fram neina tölu í því sambandi en það munar um hvern þúsundkallinn. Þetta getur verið blanda af launahækkunum og skattabreytingum til að auka kaupmáttinn,“ segir Björn og bætir við að krafan um aukinn kaupmátt sé númer eitt, tvö og þrjú. Þá segir hann að hið opinbera verði að koma á betra húsnæðis- og leigukerfi á félaglegu grunni. „Hálfs til tveggja prósenta launahækkun kemur ekki til greina nema eitthvað fleira komi til,“ segir Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR. Hún segir að samkvæmt kjarakönnun sem var gerð meðal félagsmanna í VR hafi komið fram krafan um stöðugleika sem forsendu kjarasamninga. Önnur atriði sem eru félagsmönnum í VR ofarlega í huga eru minni skattheimta og aðgerðir til að draga úr skuldavanda heimilanna. Þetta ásamt afnámi verðtryggingar á lánum og virðisaukaskatts á matvælum töldu félagsmenn í VR mikilvægar áherslur í gerð kjarasamninga. Ólafía segir að ríkisvaldið, sveitarfélögin, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins verði að koma að samningaborðinu eigi að takast að semja um aukinn kaupmátt. „Við höfum séð launahækkanir fuðra upp á verðbólgubálinu og vitum að samstaða er eina færa leiðin út úr vítahring verðbólgu. johanna@frettabladid.is Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Alger samstaða virðist vera innan verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins um að kjarasamningar verði gerðir til skamms tíma og er rætt um sex til tólf mánaða samning. Menn leggja líka mikla áherslu á stöðugleika sem forsendu aukins kaupmáttar. Talsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa lýst þeirri skoðun sinni að lítið svigrúm sé til launahækkana, svigrúmið sé hálft til tvö prósent. Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreinasambandsins, telur að svigrúmið sé meira. Hann telur til að mynda að útflutningsgreinarnar, fiskvinnslan og ferðaþjónustan hafi bolmagn til meiri hækkana. Björn segir að ein krafa sé skýr og það sé að hækka lægstu laun. Gagnvart ríkisvaldinu geri Starfsgreinasambandið þá kröfu að persónuafsláttur verði hækkaður. „Við höfum ekki sett fram neina tölu í því sambandi en það munar um hvern þúsundkallinn. Þetta getur verið blanda af launahækkunum og skattabreytingum til að auka kaupmáttinn,“ segir Björn og bætir við að krafan um aukinn kaupmátt sé númer eitt, tvö og þrjú. Þá segir hann að hið opinbera verði að koma á betra húsnæðis- og leigukerfi á félaglegu grunni. „Hálfs til tveggja prósenta launahækkun kemur ekki til greina nema eitthvað fleira komi til,“ segir Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR. Hún segir að samkvæmt kjarakönnun sem var gerð meðal félagsmanna í VR hafi komið fram krafan um stöðugleika sem forsendu kjarasamninga. Önnur atriði sem eru félagsmönnum í VR ofarlega í huga eru minni skattheimta og aðgerðir til að draga úr skuldavanda heimilanna. Þetta ásamt afnámi verðtryggingar á lánum og virðisaukaskatts á matvælum töldu félagsmenn í VR mikilvægar áherslur í gerð kjarasamninga. Ólafía segir að ríkisvaldið, sveitarfélögin, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins verði að koma að samningaborðinu eigi að takast að semja um aukinn kaupmátt. „Við höfum séð launahækkanir fuðra upp á verðbólgubálinu og vitum að samstaða er eina færa leiðin út úr vítahring verðbólgu. johanna@frettabladid.is
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira