Handtaka í Gálgahrauni Reynir Ingibjartsson skrifar 27. desember 2013 07:00 Hér eru athugasemdir sem ég sendi lögmanni Hraunavina vegna handtöku minnar í Gálgahrauni, mánudaginn 21. október 2013. Dagana áður vöktuðu sjálfboðaliðar hraunið til að varna því að vinnuvélar ÍAV kæmust inn í hraunið við lagningu fyrirhugaðs Álftanesvegar. Ég var á sk. morgunvakt og síðan á formiðdagsvakt sem átti að vera á svæðinu til kl. 12.30. Ég tók þátt í þessari vakt, bæði sem sjálfboðaliði en ekki síður sem formaður Hraunavina en félagið ásamt öðrum félögum hefur kært verkið sem ólöglega framkvæmd og krafist lögbanns. Með lagningu vegarins yrðu þessi mál í raun og veru eyðilögð, hver svo sem niðurstaðan yrði. Ég leit svo á að mér bæri skylda til að verja sönnunargagnið í þessum dómsmálum.Lögreglumenn drífur að Ég kann ekki að nefna tímasetningar þennan dag en líklega hefur það verið á ellefta tímanum sem gríðarstór jarðýta birtist í vegstæðinu vestan við Gálgahraunið. Þá dreif einnig að lögreglumenn. Við sem mætt voru tókum okkur stöðu í vegstæðinu og settumst. Lögregla bað okkur þá að yfirgefa hið svokallaða vinnusvæði. Við hreyfðum okkur ekki en þegar kom að því að fjarlægja okkur bauðst ég til að verða fyrstur og var síðan leiddur út fyrir vinnusvæðið. Ég fór síðan upp fyrir hið afmarkaða vinnusvæði og upp á hraunbrúnina. Aftur var ég tekinn og færður út fyrir hið svokallaða vinnusvæði. Ég fór þá aftur og aðeins innar í hraunið. Þá gerðist það að vinnusvæðið sem bannsvæði var fært innar í hraunið og aftur fyrir mig. Síðan kom lögreglan og tilkynnti í gjallarhorni að við værum á ólöglegu svæði og mættum búast við handtöku. Ég fór hvergi þar sem ég sat og var þá tekinn af fjórum lögreglumönnum, borinn yfir hraunið og að lögreglubíl sem þá var orðinn fullur af handteknu fólki, en mér var samt troðið inn í bílinn og lá þar á gólfinu. Fæturnir stóðu að vísu út úr bílnum en var troðið inn svo hægt væri að loka bílnum. Síðan var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar var ég látinn undirrita vottorð um greiðslusekt, kr. 10.000, en dagsetningu á vottorðinu hafði verið breytt úr föstudegi í mánudag. Virtist sem handtaka hefði verið skipulögð á föstudeginum fyrir helgina. Ég neitaði að greiða sektina.Þyngra en tárum taki Enga áverka hlaut ég í þessum handtökum öllum en tapaði gleraugunum. Ég fór síðan aftur í Gálgahraun og þá höfðu gleraugun fundist. Þau voru í vörslu Gunnsteins Ólafssonar, en þá var verið að færa hann í fangelsi öðru sinni. Hann mátti ekki afhenda mér gleraugun og tók annar lögreglumaðurinn það að sér. Nú varð ég vitni að því að jarðýtan (tæp 40 tonn) nánast brunaði yfir hraunið og virtist vegstæðið nánast mælt jafnóðum. Strengdir voru borðar í kring og raðað keilum og voru þeir handteknir sem fóru inn fyrir þetta afmarkaða svæði. Það var þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð öll sömul. Ég fór úr hrauninu um kl. 3 eftir að búið var að taka ákvörðun um að kalla saman hóp hinna handteknu á fund um kvöldið. Ég sat ekki fundinn allan og þar með lauk þessum eftirminnilega degi sem enn virðist hafa verið óraunverulegur. Mikið myndefni er til frá þessum degi og í látunum voru tekin við mig viðtöl í fjölmiðlum. Handtaka mín er því vel skráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hér eru athugasemdir sem ég sendi lögmanni Hraunavina vegna handtöku minnar í Gálgahrauni, mánudaginn 21. október 2013. Dagana áður vöktuðu sjálfboðaliðar hraunið til að varna því að vinnuvélar ÍAV kæmust inn í hraunið við lagningu fyrirhugaðs Álftanesvegar. Ég var á sk. morgunvakt og síðan á formiðdagsvakt sem átti að vera á svæðinu til kl. 12.30. Ég tók þátt í þessari vakt, bæði sem sjálfboðaliði en ekki síður sem formaður Hraunavina en félagið ásamt öðrum félögum hefur kært verkið sem ólöglega framkvæmd og krafist lögbanns. Með lagningu vegarins yrðu þessi mál í raun og veru eyðilögð, hver svo sem niðurstaðan yrði. Ég leit svo á að mér bæri skylda til að verja sönnunargagnið í þessum dómsmálum.Lögreglumenn drífur að Ég kann ekki að nefna tímasetningar þennan dag en líklega hefur það verið á ellefta tímanum sem gríðarstór jarðýta birtist í vegstæðinu vestan við Gálgahraunið. Þá dreif einnig að lögreglumenn. Við sem mætt voru tókum okkur stöðu í vegstæðinu og settumst. Lögregla bað okkur þá að yfirgefa hið svokallaða vinnusvæði. Við hreyfðum okkur ekki en þegar kom að því að fjarlægja okkur bauðst ég til að verða fyrstur og var síðan leiddur út fyrir vinnusvæðið. Ég fór síðan upp fyrir hið afmarkaða vinnusvæði og upp á hraunbrúnina. Aftur var ég tekinn og færður út fyrir hið svokallaða vinnusvæði. Ég fór þá aftur og aðeins innar í hraunið. Þá gerðist það að vinnusvæðið sem bannsvæði var fært innar í hraunið og aftur fyrir mig. Síðan kom lögreglan og tilkynnti í gjallarhorni að við værum á ólöglegu svæði og mættum búast við handtöku. Ég fór hvergi þar sem ég sat og var þá tekinn af fjórum lögreglumönnum, borinn yfir hraunið og að lögreglubíl sem þá var orðinn fullur af handteknu fólki, en mér var samt troðið inn í bílinn og lá þar á gólfinu. Fæturnir stóðu að vísu út úr bílnum en var troðið inn svo hægt væri að loka bílnum. Síðan var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar var ég látinn undirrita vottorð um greiðslusekt, kr. 10.000, en dagsetningu á vottorðinu hafði verið breytt úr föstudegi í mánudag. Virtist sem handtaka hefði verið skipulögð á föstudeginum fyrir helgina. Ég neitaði að greiða sektina.Þyngra en tárum taki Enga áverka hlaut ég í þessum handtökum öllum en tapaði gleraugunum. Ég fór síðan aftur í Gálgahraun og þá höfðu gleraugun fundist. Þau voru í vörslu Gunnsteins Ólafssonar, en þá var verið að færa hann í fangelsi öðru sinni. Hann mátti ekki afhenda mér gleraugun og tók annar lögreglumaðurinn það að sér. Nú varð ég vitni að því að jarðýtan (tæp 40 tonn) nánast brunaði yfir hraunið og virtist vegstæðið nánast mælt jafnóðum. Strengdir voru borðar í kring og raðað keilum og voru þeir handteknir sem fóru inn fyrir þetta afmarkaða svæði. Það var þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð öll sömul. Ég fór úr hrauninu um kl. 3 eftir að búið var að taka ákvörðun um að kalla saman hóp hinna handteknu á fund um kvöldið. Ég sat ekki fundinn allan og þar með lauk þessum eftirminnilega degi sem enn virðist hafa verið óraunverulegur. Mikið myndefni er til frá þessum degi og í látunum voru tekin við mig viðtöl í fjölmiðlum. Handtaka mín er því vel skráð.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun