Handtaka í Gálgahrauni Reynir Ingibjartsson skrifar 27. desember 2013 07:00 Hér eru athugasemdir sem ég sendi lögmanni Hraunavina vegna handtöku minnar í Gálgahrauni, mánudaginn 21. október 2013. Dagana áður vöktuðu sjálfboðaliðar hraunið til að varna því að vinnuvélar ÍAV kæmust inn í hraunið við lagningu fyrirhugaðs Álftanesvegar. Ég var á sk. morgunvakt og síðan á formiðdagsvakt sem átti að vera á svæðinu til kl. 12.30. Ég tók þátt í þessari vakt, bæði sem sjálfboðaliði en ekki síður sem formaður Hraunavina en félagið ásamt öðrum félögum hefur kært verkið sem ólöglega framkvæmd og krafist lögbanns. Með lagningu vegarins yrðu þessi mál í raun og veru eyðilögð, hver svo sem niðurstaðan yrði. Ég leit svo á að mér bæri skylda til að verja sönnunargagnið í þessum dómsmálum.Lögreglumenn drífur að Ég kann ekki að nefna tímasetningar þennan dag en líklega hefur það verið á ellefta tímanum sem gríðarstór jarðýta birtist í vegstæðinu vestan við Gálgahraunið. Þá dreif einnig að lögreglumenn. Við sem mætt voru tókum okkur stöðu í vegstæðinu og settumst. Lögregla bað okkur þá að yfirgefa hið svokallaða vinnusvæði. Við hreyfðum okkur ekki en þegar kom að því að fjarlægja okkur bauðst ég til að verða fyrstur og var síðan leiddur út fyrir vinnusvæðið. Ég fór síðan upp fyrir hið afmarkaða vinnusvæði og upp á hraunbrúnina. Aftur var ég tekinn og færður út fyrir hið svokallaða vinnusvæði. Ég fór þá aftur og aðeins innar í hraunið. Þá gerðist það að vinnusvæðið sem bannsvæði var fært innar í hraunið og aftur fyrir mig. Síðan kom lögreglan og tilkynnti í gjallarhorni að við værum á ólöglegu svæði og mættum búast við handtöku. Ég fór hvergi þar sem ég sat og var þá tekinn af fjórum lögreglumönnum, borinn yfir hraunið og að lögreglubíl sem þá var orðinn fullur af handteknu fólki, en mér var samt troðið inn í bílinn og lá þar á gólfinu. Fæturnir stóðu að vísu út úr bílnum en var troðið inn svo hægt væri að loka bílnum. Síðan var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar var ég látinn undirrita vottorð um greiðslusekt, kr. 10.000, en dagsetningu á vottorðinu hafði verið breytt úr föstudegi í mánudag. Virtist sem handtaka hefði verið skipulögð á föstudeginum fyrir helgina. Ég neitaði að greiða sektina.Þyngra en tárum taki Enga áverka hlaut ég í þessum handtökum öllum en tapaði gleraugunum. Ég fór síðan aftur í Gálgahraun og þá höfðu gleraugun fundist. Þau voru í vörslu Gunnsteins Ólafssonar, en þá var verið að færa hann í fangelsi öðru sinni. Hann mátti ekki afhenda mér gleraugun og tók annar lögreglumaðurinn það að sér. Nú varð ég vitni að því að jarðýtan (tæp 40 tonn) nánast brunaði yfir hraunið og virtist vegstæðið nánast mælt jafnóðum. Strengdir voru borðar í kring og raðað keilum og voru þeir handteknir sem fóru inn fyrir þetta afmarkaða svæði. Það var þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð öll sömul. Ég fór úr hrauninu um kl. 3 eftir að búið var að taka ákvörðun um að kalla saman hóp hinna handteknu á fund um kvöldið. Ég sat ekki fundinn allan og þar með lauk þessum eftirminnilega degi sem enn virðist hafa verið óraunverulegur. Mikið myndefni er til frá þessum degi og í látunum voru tekin við mig viðtöl í fjölmiðlum. Handtaka mín er því vel skráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér eru athugasemdir sem ég sendi lögmanni Hraunavina vegna handtöku minnar í Gálgahrauni, mánudaginn 21. október 2013. Dagana áður vöktuðu sjálfboðaliðar hraunið til að varna því að vinnuvélar ÍAV kæmust inn í hraunið við lagningu fyrirhugaðs Álftanesvegar. Ég var á sk. morgunvakt og síðan á formiðdagsvakt sem átti að vera á svæðinu til kl. 12.30. Ég tók þátt í þessari vakt, bæði sem sjálfboðaliði en ekki síður sem formaður Hraunavina en félagið ásamt öðrum félögum hefur kært verkið sem ólöglega framkvæmd og krafist lögbanns. Með lagningu vegarins yrðu þessi mál í raun og veru eyðilögð, hver svo sem niðurstaðan yrði. Ég leit svo á að mér bæri skylda til að verja sönnunargagnið í þessum dómsmálum.Lögreglumenn drífur að Ég kann ekki að nefna tímasetningar þennan dag en líklega hefur það verið á ellefta tímanum sem gríðarstór jarðýta birtist í vegstæðinu vestan við Gálgahraunið. Þá dreif einnig að lögreglumenn. Við sem mætt voru tókum okkur stöðu í vegstæðinu og settumst. Lögregla bað okkur þá að yfirgefa hið svokallaða vinnusvæði. Við hreyfðum okkur ekki en þegar kom að því að fjarlægja okkur bauðst ég til að verða fyrstur og var síðan leiddur út fyrir vinnusvæðið. Ég fór síðan upp fyrir hið afmarkaða vinnusvæði og upp á hraunbrúnina. Aftur var ég tekinn og færður út fyrir hið svokallaða vinnusvæði. Ég fór þá aftur og aðeins innar í hraunið. Þá gerðist það að vinnusvæðið sem bannsvæði var fært innar í hraunið og aftur fyrir mig. Síðan kom lögreglan og tilkynnti í gjallarhorni að við værum á ólöglegu svæði og mættum búast við handtöku. Ég fór hvergi þar sem ég sat og var þá tekinn af fjórum lögreglumönnum, borinn yfir hraunið og að lögreglubíl sem þá var orðinn fullur af handteknu fólki, en mér var samt troðið inn í bílinn og lá þar á gólfinu. Fæturnir stóðu að vísu út úr bílnum en var troðið inn svo hægt væri að loka bílnum. Síðan var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar var ég látinn undirrita vottorð um greiðslusekt, kr. 10.000, en dagsetningu á vottorðinu hafði verið breytt úr föstudegi í mánudag. Virtist sem handtaka hefði verið skipulögð á föstudeginum fyrir helgina. Ég neitaði að greiða sektina.Þyngra en tárum taki Enga áverka hlaut ég í þessum handtökum öllum en tapaði gleraugunum. Ég fór síðan aftur í Gálgahraun og þá höfðu gleraugun fundist. Þau voru í vörslu Gunnsteins Ólafssonar, en þá var verið að færa hann í fangelsi öðru sinni. Hann mátti ekki afhenda mér gleraugun og tók annar lögreglumaðurinn það að sér. Nú varð ég vitni að því að jarðýtan (tæp 40 tonn) nánast brunaði yfir hraunið og virtist vegstæðið nánast mælt jafnóðum. Strengdir voru borðar í kring og raðað keilum og voru þeir handteknir sem fóru inn fyrir þetta afmarkaða svæði. Það var þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð öll sömul. Ég fór úr hrauninu um kl. 3 eftir að búið var að taka ákvörðun um að kalla saman hóp hinna handteknu á fund um kvöldið. Ég sat ekki fundinn allan og þar með lauk þessum eftirminnilega degi sem enn virðist hafa verið óraunverulegur. Mikið myndefni er til frá þessum degi og í látunum voru tekin við mig viðtöl í fjölmiðlum. Handtaka mín er því vel skráð.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar