Handtaka í Gálgahrauni Reynir Ingibjartsson skrifar 27. desember 2013 07:00 Hér eru athugasemdir sem ég sendi lögmanni Hraunavina vegna handtöku minnar í Gálgahrauni, mánudaginn 21. október 2013. Dagana áður vöktuðu sjálfboðaliðar hraunið til að varna því að vinnuvélar ÍAV kæmust inn í hraunið við lagningu fyrirhugaðs Álftanesvegar. Ég var á sk. morgunvakt og síðan á formiðdagsvakt sem átti að vera á svæðinu til kl. 12.30. Ég tók þátt í þessari vakt, bæði sem sjálfboðaliði en ekki síður sem formaður Hraunavina en félagið ásamt öðrum félögum hefur kært verkið sem ólöglega framkvæmd og krafist lögbanns. Með lagningu vegarins yrðu þessi mál í raun og veru eyðilögð, hver svo sem niðurstaðan yrði. Ég leit svo á að mér bæri skylda til að verja sönnunargagnið í þessum dómsmálum.Lögreglumenn drífur að Ég kann ekki að nefna tímasetningar þennan dag en líklega hefur það verið á ellefta tímanum sem gríðarstór jarðýta birtist í vegstæðinu vestan við Gálgahraunið. Þá dreif einnig að lögreglumenn. Við sem mætt voru tókum okkur stöðu í vegstæðinu og settumst. Lögregla bað okkur þá að yfirgefa hið svokallaða vinnusvæði. Við hreyfðum okkur ekki en þegar kom að því að fjarlægja okkur bauðst ég til að verða fyrstur og var síðan leiddur út fyrir vinnusvæðið. Ég fór síðan upp fyrir hið afmarkaða vinnusvæði og upp á hraunbrúnina. Aftur var ég tekinn og færður út fyrir hið svokallaða vinnusvæði. Ég fór þá aftur og aðeins innar í hraunið. Þá gerðist það að vinnusvæðið sem bannsvæði var fært innar í hraunið og aftur fyrir mig. Síðan kom lögreglan og tilkynnti í gjallarhorni að við værum á ólöglegu svæði og mættum búast við handtöku. Ég fór hvergi þar sem ég sat og var þá tekinn af fjórum lögreglumönnum, borinn yfir hraunið og að lögreglubíl sem þá var orðinn fullur af handteknu fólki, en mér var samt troðið inn í bílinn og lá þar á gólfinu. Fæturnir stóðu að vísu út úr bílnum en var troðið inn svo hægt væri að loka bílnum. Síðan var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar var ég látinn undirrita vottorð um greiðslusekt, kr. 10.000, en dagsetningu á vottorðinu hafði verið breytt úr föstudegi í mánudag. Virtist sem handtaka hefði verið skipulögð á föstudeginum fyrir helgina. Ég neitaði að greiða sektina.Þyngra en tárum taki Enga áverka hlaut ég í þessum handtökum öllum en tapaði gleraugunum. Ég fór síðan aftur í Gálgahraun og þá höfðu gleraugun fundist. Þau voru í vörslu Gunnsteins Ólafssonar, en þá var verið að færa hann í fangelsi öðru sinni. Hann mátti ekki afhenda mér gleraugun og tók annar lögreglumaðurinn það að sér. Nú varð ég vitni að því að jarðýtan (tæp 40 tonn) nánast brunaði yfir hraunið og virtist vegstæðið nánast mælt jafnóðum. Strengdir voru borðar í kring og raðað keilum og voru þeir handteknir sem fóru inn fyrir þetta afmarkaða svæði. Það var þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð öll sömul. Ég fór úr hrauninu um kl. 3 eftir að búið var að taka ákvörðun um að kalla saman hóp hinna handteknu á fund um kvöldið. Ég sat ekki fundinn allan og þar með lauk þessum eftirminnilega degi sem enn virðist hafa verið óraunverulegur. Mikið myndefni er til frá þessum degi og í látunum voru tekin við mig viðtöl í fjölmiðlum. Handtaka mín er því vel skráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hér eru athugasemdir sem ég sendi lögmanni Hraunavina vegna handtöku minnar í Gálgahrauni, mánudaginn 21. október 2013. Dagana áður vöktuðu sjálfboðaliðar hraunið til að varna því að vinnuvélar ÍAV kæmust inn í hraunið við lagningu fyrirhugaðs Álftanesvegar. Ég var á sk. morgunvakt og síðan á formiðdagsvakt sem átti að vera á svæðinu til kl. 12.30. Ég tók þátt í þessari vakt, bæði sem sjálfboðaliði en ekki síður sem formaður Hraunavina en félagið ásamt öðrum félögum hefur kært verkið sem ólöglega framkvæmd og krafist lögbanns. Með lagningu vegarins yrðu þessi mál í raun og veru eyðilögð, hver svo sem niðurstaðan yrði. Ég leit svo á að mér bæri skylda til að verja sönnunargagnið í þessum dómsmálum.Lögreglumenn drífur að Ég kann ekki að nefna tímasetningar þennan dag en líklega hefur það verið á ellefta tímanum sem gríðarstór jarðýta birtist í vegstæðinu vestan við Gálgahraunið. Þá dreif einnig að lögreglumenn. Við sem mætt voru tókum okkur stöðu í vegstæðinu og settumst. Lögregla bað okkur þá að yfirgefa hið svokallaða vinnusvæði. Við hreyfðum okkur ekki en þegar kom að því að fjarlægja okkur bauðst ég til að verða fyrstur og var síðan leiddur út fyrir vinnusvæðið. Ég fór síðan upp fyrir hið afmarkaða vinnusvæði og upp á hraunbrúnina. Aftur var ég tekinn og færður út fyrir hið svokallaða vinnusvæði. Ég fór þá aftur og aðeins innar í hraunið. Þá gerðist það að vinnusvæðið sem bannsvæði var fært innar í hraunið og aftur fyrir mig. Síðan kom lögreglan og tilkynnti í gjallarhorni að við værum á ólöglegu svæði og mættum búast við handtöku. Ég fór hvergi þar sem ég sat og var þá tekinn af fjórum lögreglumönnum, borinn yfir hraunið og að lögreglubíl sem þá var orðinn fullur af handteknu fólki, en mér var samt troðið inn í bílinn og lá þar á gólfinu. Fæturnir stóðu að vísu út úr bílnum en var troðið inn svo hægt væri að loka bílnum. Síðan var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar var ég látinn undirrita vottorð um greiðslusekt, kr. 10.000, en dagsetningu á vottorðinu hafði verið breytt úr föstudegi í mánudag. Virtist sem handtaka hefði verið skipulögð á föstudeginum fyrir helgina. Ég neitaði að greiða sektina.Þyngra en tárum taki Enga áverka hlaut ég í þessum handtökum öllum en tapaði gleraugunum. Ég fór síðan aftur í Gálgahraun og þá höfðu gleraugun fundist. Þau voru í vörslu Gunnsteins Ólafssonar, en þá var verið að færa hann í fangelsi öðru sinni. Hann mátti ekki afhenda mér gleraugun og tók annar lögreglumaðurinn það að sér. Nú varð ég vitni að því að jarðýtan (tæp 40 tonn) nánast brunaði yfir hraunið og virtist vegstæðið nánast mælt jafnóðum. Strengdir voru borðar í kring og raðað keilum og voru þeir handteknir sem fóru inn fyrir þetta afmarkaða svæði. Það var þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð öll sömul. Ég fór úr hrauninu um kl. 3 eftir að búið var að taka ákvörðun um að kalla saman hóp hinna handteknu á fund um kvöldið. Ég sat ekki fundinn allan og þar með lauk þessum eftirminnilega degi sem enn virðist hafa verið óraunverulegur. Mikið myndefni er til frá þessum degi og í látunum voru tekin við mig viðtöl í fjölmiðlum. Handtaka mín er því vel skráð.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun