Umferðarmenning á Íslandi – góð eða slæm? Kristján Ólafur Guðnason skrifar 14. september 2013 07:00 Þegar rætt er og ritað um umferðarmenningu hér á landi er það gjarnan á neikvæðan hátt. Dónaskapur og tillitsleysi í umferð þykir landlæg. Virðingarleysi gagnvart umferðarlögum og umferðarreglum einnig. Í þessum anda berast lögreglu margar ábendingar um hegðun í umferð sem ekki þykir til eftirbreytni, sé stórhættuleg og nánast allir stunda. Þessum ábendingum fylgir gjarnan neðanmáls að það sem kvartað er yfir sýni svo ekki verði um villst að umferðarmenning hér á landi sé verri en í öðrum löndum; að slík hegðun í umferð þekkist hvergi á byggðu bóli nema hér. Lögregla hefur í gegnum tíðina móttekið þessar tilkynningar og brugðist við eftir efnum og aðstæðum, án þess þó að hafa nægjanleg gögn í höndum til að staðreyna eða meta hvort rétt sé með farið. Með betri skráningu gagna og úrvinnslu hjá lögreglu og Samgöngustofu meðal annars, auk kannana sem framkvæmdar hafa verið, hefur lögregla öðlast betri forsendur en áður til að meta ástand í umferðarmálum hverju sinni. Ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir hafa þannig orðið upplýstari og markvissari en ella. Gögnin gefa auk þess möguleika á að leggja mat á umferðarmenningu hér á landi í samanburði við önnur lönd og hvort okkur fari fram eða aftur miðað við þróun hér innanlands. Þannig hefur fjöldi banaslysa verið borinn saman við önnur norræn ríki sem þykja standa hvað best að vígi í umferðarmálum í veröldinni. Orsakir slysa hér á landi hafa einnig verið skoðaðar og þróun þeirra síðustu ár.Jákvæðari sjálfsmynd Helstu niðurstöður eru þær að banaslys hér á hverja 100.000 íbúa, samkvæmt gögnum Samgöngustofu, eru sambærileg í fjölda að meðaltali og annars staðar á Norðurlöndunum á árunum 2003 til 2012. Ef eingöngu er litið til talna fyrir árið 2012 eru fæst banaslys hér á landi eða 2,8 á hverja 100.000 íbúa. Flest eru þau í Finnlandi eða 4,7. Slysum í umferð hér á landi fækkar auk þess um 32% frá árinu 2008. Slysum sem rekja má til áhættuhegðunar í umferð fækkar þannig einnig, svo sem brot gegn stöðvunarskyldu og biðskyldu, akstur mót rauðu ljósi og ölvunar- og hraðakstur. Svo virðist því sem fullyrðingar um lélega umferðarmenningu hér á landi, miðað við fyrirliggjandi gögn, séu án mikillar innstæðu. Hana má þó vissulega bæta. Umferðarslysum það sem af er þessu ári hefur til að mynda fjölgað lítillega á höfuðborgarsvæðinu miðað við árið 2012 og alvarleg slys orðið nýverið. Það er óásættanlegt. Ein leið til að koma í veg fyrir slys gæti verið að byggja upp jákvæðari sjálfsmynd okkar sem vegfarenda með breyttri umræðu. Þar eigum við innstæðu samanber jákvæða þróun í fjölda slysa og samanburð við aðrar norrænar þjóðir. Leyfum okkur í það minnsta að njóta sannmælis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er og ritað um umferðarmenningu hér á landi er það gjarnan á neikvæðan hátt. Dónaskapur og tillitsleysi í umferð þykir landlæg. Virðingarleysi gagnvart umferðarlögum og umferðarreglum einnig. Í þessum anda berast lögreglu margar ábendingar um hegðun í umferð sem ekki þykir til eftirbreytni, sé stórhættuleg og nánast allir stunda. Þessum ábendingum fylgir gjarnan neðanmáls að það sem kvartað er yfir sýni svo ekki verði um villst að umferðarmenning hér á landi sé verri en í öðrum löndum; að slík hegðun í umferð þekkist hvergi á byggðu bóli nema hér. Lögregla hefur í gegnum tíðina móttekið þessar tilkynningar og brugðist við eftir efnum og aðstæðum, án þess þó að hafa nægjanleg gögn í höndum til að staðreyna eða meta hvort rétt sé með farið. Með betri skráningu gagna og úrvinnslu hjá lögreglu og Samgöngustofu meðal annars, auk kannana sem framkvæmdar hafa verið, hefur lögregla öðlast betri forsendur en áður til að meta ástand í umferðarmálum hverju sinni. Ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir hafa þannig orðið upplýstari og markvissari en ella. Gögnin gefa auk þess möguleika á að leggja mat á umferðarmenningu hér á landi í samanburði við önnur lönd og hvort okkur fari fram eða aftur miðað við þróun hér innanlands. Þannig hefur fjöldi banaslysa verið borinn saman við önnur norræn ríki sem þykja standa hvað best að vígi í umferðarmálum í veröldinni. Orsakir slysa hér á landi hafa einnig verið skoðaðar og þróun þeirra síðustu ár.Jákvæðari sjálfsmynd Helstu niðurstöður eru þær að banaslys hér á hverja 100.000 íbúa, samkvæmt gögnum Samgöngustofu, eru sambærileg í fjölda að meðaltali og annars staðar á Norðurlöndunum á árunum 2003 til 2012. Ef eingöngu er litið til talna fyrir árið 2012 eru fæst banaslys hér á landi eða 2,8 á hverja 100.000 íbúa. Flest eru þau í Finnlandi eða 4,7. Slysum í umferð hér á landi fækkar auk þess um 32% frá árinu 2008. Slysum sem rekja má til áhættuhegðunar í umferð fækkar þannig einnig, svo sem brot gegn stöðvunarskyldu og biðskyldu, akstur mót rauðu ljósi og ölvunar- og hraðakstur. Svo virðist því sem fullyrðingar um lélega umferðarmenningu hér á landi, miðað við fyrirliggjandi gögn, séu án mikillar innstæðu. Hana má þó vissulega bæta. Umferðarslysum það sem af er þessu ári hefur til að mynda fjölgað lítillega á höfuðborgarsvæðinu miðað við árið 2012 og alvarleg slys orðið nýverið. Það er óásættanlegt. Ein leið til að koma í veg fyrir slys gæti verið að byggja upp jákvæðari sjálfsmynd okkar sem vegfarenda með breyttri umræðu. Þar eigum við innstæðu samanber jákvæða þróun í fjölda slysa og samanburð við aðrar norrænar þjóðir. Leyfum okkur í það minnsta að njóta sannmælis.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun