Flækjuvandi Davíð Egilsson skrifar 14. september 2013 07:00 Hver og einn samfélagsþegn sem kominn er til vits og ára hefur einhvern tímann þurft að horfast í augu við erfið úrlausnarefni. Þegar fólk stendur frammi fyrir áskorun eða vanda, stórum sem smáum, er nálgunin yfirleitt sú að skilgreina vandamálið, meta hvað er raunhæft, ákveða leiðir til að ná markinu og ganga síðan úr skugga um að ferlið gangi eftir. Þannig vinnulag er dæmigert í hinu daglega lífi, svo sem við kaup á stærri hlutum, heimilisbókhaldið, nám og barnauppeldi. Þessi nálgun gerir ráð fyrir því að vandamálið sé vel skilgreint, vitað sé hvenær árangri er náð, líta megi til fordæma varðandi lausnir, og vandamálið hafi lausn sem unnt er að ganga úr skugga um eða leggja til hliðar ef hún reynist ekki nægilega góð. Þegar horft er til félagslegra og samfélagslegra vandamála rís oft upp annar vandi sem á ensku er kallaður „a wicked problem“, sem kalla má snúinn vanda, fúlan vanda eða flækjuvanda. Einhverjir hafa jafnvel notað orðið vandavöndull yfir hugtakið. Viðfangsefnið hefur fengið nafngiftina vegna þess að hver tilraun til að vinna að lausn á vandanum breytir skilningi á honum. Það sem er almennt talið einkenna flækjuvanda eru eftirfarandi atriði: Sjaldnast er unnt að skilja vandamálið fyrr en eftir að búið er að forma aðgerðir til lausna, ekki er vitað hvenær árangri er náð, lausnin er hvorki rétt né röng heldur er útkoman góð eða slæm fyrir mismunandi aðila, sérhver flækjuvandi er nánast einstakur, tilraun til tiltekinnar lausnar hverju sinni býðst aðeins einu sinni og á meðan verið er að vinna að henni er ekki er unnt að prófa aðrar lausnir (sjá t.d. https://www.cognexus.org/id42.htm). Dæmigerðar aðstæður þar sem við flækjuvanda er að fást eru við umhverfismál, stjórnmál og efnahagsmál. Einstök dæmi spanna til að mynda aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, náttúruvá, nýtingu náttúruauðlinda kjarnorkukapphlaup, skipulagsmál og samfélagslegt óréttlæti. Flækjuvanda er almennt séð erfitt eða nánast ómögulegt að leysa á hefðbundinn hátt vegna þess að eðli hans er ekki þekkt og kröfurnar til lausna breytast með tímanum eða stangast jafnvel á. Þar fyrir utan kunna samverkandi þættir að valda því að lausn á hluta flækjuvandans orsaki önnur vandamál. Flækjuvandinn hefur eflaust fylgt mannkyninu frá því að samfélög fóru að myndast og ýmsar leiðir til að ráða við hann hafa verið reyndar. Þar má nefna: Valdboð þegar valdhafar fela fámennum hópi að leysa málin, vali á milli kosta þar sem andstæðum sjónarmiðum er stillt upp og valið á milli afgerandi kosta, t.d. með kosningu. Samstöðu þar sem reynt er að ná öllum sem hafa aðild að borðinu og taka virkan þátt í lausninni. Hver leiðin um sig hefur kosti og galla, háð aðstæðum, samfélagsgerð og eðli viðfangsefnis. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að mest almenn samfélagsleg sátt ríkir jafnan þegar þeir sem málið varðar á einhvern hátt eru hluti af ferlinu. Reykjavíkurborg og raunar mörg önnur borgarsamfélög hafa náð verulegum árangri við að finna farsæla lausn fyrir heildina í margháttuðum málum án þess að dragast inn í flokkspólitísk átök. Það tekur oft á fyrir meirihluta og minnihluta að vinna í slíku umhverfi enda fær hvor um sig meiri athygli ef hátt er hrópað á torgum. Hins vegar er ávinningurinn fyrir heildina ótvíræður þegar andstæð sjónarmið eru virt og traust ríkir við að finna lausn á þeim. Slík leið tryggir líka betur að þær ákvarðanir sem eru teknar haldi lengur gildi sínu t.d. eftir að nýr meirihluti myndast. Fyrri ríkisstjórn var kosin með verulegum þingmeirihluta sem hvarf undir lok kjörtímabilsins þegar hún var að takast á við ógnvænlegan flækjuvanda svo sem endurreisn efnahagslífsins, fiskveiðistjórnunarkerfið, rammaáætlun um orkunýtingu, stjórnarskrána, inngönguna í ESB. Margt var þar vel gert við erfiðar aðstæður. Hins vegar virðist nokkuð almenn skoðun að hennar helstu mistök hafi verið að þvinga fram lausnir í formi valdboða í krafti meirihluta í stað þess reyna að byggja upp breiða samstöðu á þingi. Mörgum af hennar stærstu ákvörðunum var snúið við eftir kosningar. Núverandi stjórnarflokkar virðast vera að falla í sömu gryfjuna. Stjórnin stendur frammi fyrir gífurlegum flækjuvanda og leiðin sem hún virðist velja er að beita valdboðum í krafti þingmeirihluta. Það er erfitt að sjá að meirihlutinn haldi í fjögur ár þegar þarf að takast á við risavaxin verkefni með miklu flækjustigi og margar ákvarðanir munu óhjákvæmilega kalla á hörð viðbrögð ýmissa hagsmunahópa með tilheyrandi óvinsældum. Hætt er við að ófáir stjórnarþingmenn renni undan þegar kemur að stund ábyrgðar, eigi að knýja fram óvinsælar ákvarðanir með valdboði í krafti þingmeirihluta. Hinn kosturinn er að ganga yfir flokkslínur og vinna að breiðari samstöðu. Þrátt fyrir að slíkt kosti meiri vinnu og stundarfórnir aukast líkur á að lausnin verði árangursríkari, varanlegri og meiri samfélagsleg sátt ríki um hana. Höfundur hefur komið að fjölmörgum þáttum umhverfismála í gegnum tíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Hver og einn samfélagsþegn sem kominn er til vits og ára hefur einhvern tímann þurft að horfast í augu við erfið úrlausnarefni. Þegar fólk stendur frammi fyrir áskorun eða vanda, stórum sem smáum, er nálgunin yfirleitt sú að skilgreina vandamálið, meta hvað er raunhæft, ákveða leiðir til að ná markinu og ganga síðan úr skugga um að ferlið gangi eftir. Þannig vinnulag er dæmigert í hinu daglega lífi, svo sem við kaup á stærri hlutum, heimilisbókhaldið, nám og barnauppeldi. Þessi nálgun gerir ráð fyrir því að vandamálið sé vel skilgreint, vitað sé hvenær árangri er náð, líta megi til fordæma varðandi lausnir, og vandamálið hafi lausn sem unnt er að ganga úr skugga um eða leggja til hliðar ef hún reynist ekki nægilega góð. Þegar horft er til félagslegra og samfélagslegra vandamála rís oft upp annar vandi sem á ensku er kallaður „a wicked problem“, sem kalla má snúinn vanda, fúlan vanda eða flækjuvanda. Einhverjir hafa jafnvel notað orðið vandavöndull yfir hugtakið. Viðfangsefnið hefur fengið nafngiftina vegna þess að hver tilraun til að vinna að lausn á vandanum breytir skilningi á honum. Það sem er almennt talið einkenna flækjuvanda eru eftirfarandi atriði: Sjaldnast er unnt að skilja vandamálið fyrr en eftir að búið er að forma aðgerðir til lausna, ekki er vitað hvenær árangri er náð, lausnin er hvorki rétt né röng heldur er útkoman góð eða slæm fyrir mismunandi aðila, sérhver flækjuvandi er nánast einstakur, tilraun til tiltekinnar lausnar hverju sinni býðst aðeins einu sinni og á meðan verið er að vinna að henni er ekki er unnt að prófa aðrar lausnir (sjá t.d. https://www.cognexus.org/id42.htm). Dæmigerðar aðstæður þar sem við flækjuvanda er að fást eru við umhverfismál, stjórnmál og efnahagsmál. Einstök dæmi spanna til að mynda aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, náttúruvá, nýtingu náttúruauðlinda kjarnorkukapphlaup, skipulagsmál og samfélagslegt óréttlæti. Flækjuvanda er almennt séð erfitt eða nánast ómögulegt að leysa á hefðbundinn hátt vegna þess að eðli hans er ekki þekkt og kröfurnar til lausna breytast með tímanum eða stangast jafnvel á. Þar fyrir utan kunna samverkandi þættir að valda því að lausn á hluta flækjuvandans orsaki önnur vandamál. Flækjuvandinn hefur eflaust fylgt mannkyninu frá því að samfélög fóru að myndast og ýmsar leiðir til að ráða við hann hafa verið reyndar. Þar má nefna: Valdboð þegar valdhafar fela fámennum hópi að leysa málin, vali á milli kosta þar sem andstæðum sjónarmiðum er stillt upp og valið á milli afgerandi kosta, t.d. með kosningu. Samstöðu þar sem reynt er að ná öllum sem hafa aðild að borðinu og taka virkan þátt í lausninni. Hver leiðin um sig hefur kosti og galla, háð aðstæðum, samfélagsgerð og eðli viðfangsefnis. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að mest almenn samfélagsleg sátt ríkir jafnan þegar þeir sem málið varðar á einhvern hátt eru hluti af ferlinu. Reykjavíkurborg og raunar mörg önnur borgarsamfélög hafa náð verulegum árangri við að finna farsæla lausn fyrir heildina í margháttuðum málum án þess að dragast inn í flokkspólitísk átök. Það tekur oft á fyrir meirihluta og minnihluta að vinna í slíku umhverfi enda fær hvor um sig meiri athygli ef hátt er hrópað á torgum. Hins vegar er ávinningurinn fyrir heildina ótvíræður þegar andstæð sjónarmið eru virt og traust ríkir við að finna lausn á þeim. Slík leið tryggir líka betur að þær ákvarðanir sem eru teknar haldi lengur gildi sínu t.d. eftir að nýr meirihluti myndast. Fyrri ríkisstjórn var kosin með verulegum þingmeirihluta sem hvarf undir lok kjörtímabilsins þegar hún var að takast á við ógnvænlegan flækjuvanda svo sem endurreisn efnahagslífsins, fiskveiðistjórnunarkerfið, rammaáætlun um orkunýtingu, stjórnarskrána, inngönguna í ESB. Margt var þar vel gert við erfiðar aðstæður. Hins vegar virðist nokkuð almenn skoðun að hennar helstu mistök hafi verið að þvinga fram lausnir í formi valdboða í krafti meirihluta í stað þess reyna að byggja upp breiða samstöðu á þingi. Mörgum af hennar stærstu ákvörðunum var snúið við eftir kosningar. Núverandi stjórnarflokkar virðast vera að falla í sömu gryfjuna. Stjórnin stendur frammi fyrir gífurlegum flækjuvanda og leiðin sem hún virðist velja er að beita valdboðum í krafti þingmeirihluta. Það er erfitt að sjá að meirihlutinn haldi í fjögur ár þegar þarf að takast á við risavaxin verkefni með miklu flækjustigi og margar ákvarðanir munu óhjákvæmilega kalla á hörð viðbrögð ýmissa hagsmunahópa með tilheyrandi óvinsældum. Hætt er við að ófáir stjórnarþingmenn renni undan þegar kemur að stund ábyrgðar, eigi að knýja fram óvinsælar ákvarðanir með valdboði í krafti þingmeirihluta. Hinn kosturinn er að ganga yfir flokkslínur og vinna að breiðari samstöðu. Þrátt fyrir að slíkt kosti meiri vinnu og stundarfórnir aukast líkur á að lausnin verði árangursríkari, varanlegri og meiri samfélagsleg sátt ríki um hana. Höfundur hefur komið að fjölmörgum þáttum umhverfismála í gegnum tíðina.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun