Nýr valkostur fyrir Reykvíkinga Erla Margrét Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Reykjavík stendur á krossgötum. Besti flokkurinn klárar sitt tímabil næsta vor og því er ljóst að nýr meirihluti mun taka við völdum. Björt framtíð vill eigna sér allt þeirra fylgi en það vantar alvöru valkosti fyrir samfélags- og menningarsinnað frjálshyggjufólk í borginni. Það er vöntun á fólki sem getur unnið með öðru ólíku fólki að sameiginlegum hagsmunum Reykvíkinga. Það er mikilvægt að ólíkir einstaklingar geti unnið saman, það er mikilvægt að þeir sem stjórna Reykjavík í okkar umboði geri allt sem þeir geta til að hugsa um framtíð borgarinnar. Hrókur og riddari eru ólíkir skákmenn, þeir hafa báðir sína kosti og mismunandi getu, saman mynda þeir gott par sem máta í mun færri leikjum en hvor án annars. Skipulagsmál eru stór partur af því hvernig Reykjavík getur dafnað og því er mikilvægt að fólk með reynslu á því sviði haldi um stjórnartaumana í borginni. Vinstri menn hafa mikið til eignað sér menningu og samgöngumál en í nýju aðalskipulagi borgarinnar eru margar góðar tillögur sem er mikilvægt að ekki verði hent út af borðinu af íhaldssemi einni saman. Reykjavík er borg fyrir fólk. Hún er borg fyrir fólk sem langar að búa í Reykjavík. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir búi í miðbænum eða í Grafarvogi. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir ferðist til vinnu keyrandi eða með almenningssamgöngum. Reykvíkingar eiga að hafa val eins og aðrir um hvernig þeir haga lífi sínu. Það vantar nýtt og ferskt fólk með reynslu sem skilur mikilvægi valfrelsis, menningar, skipulags og umfram allt hefur áhuga á að gera Reykjavík að enn betri borg. Fólk er að kalla eftir breytingum. Reykvíkingar höfnuðu Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum og mun slíkt hið sama gerast aftur í vor ef flokkurinn sýnir ekki að hann sé tilbúinn til breytinga. Ég trúi því að sjálfstæðismenn vilji að flokkurinn þróist og að hann vaxi og dafni með nýju fólki og spennandi verkefnum. Það er kominn tími á endurnýjun, það vantar alvöru valkost fyrir hægrisinnaða borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkan, traustan og jákvæðan einstakling sem kann að vinna með ólíku fólki. Þess vegna hvet ég alla hægrisinnaða einstaklinga til þess að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins næstkomandi laugardag. Það er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið alvöruvalkostur í Reykjavík í kosningunum í vor. Þess vegna kýs ég Halldór Halldórsson í fyrsta sæti á laugardaginn og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Reykjavík stendur á krossgötum. Besti flokkurinn klárar sitt tímabil næsta vor og því er ljóst að nýr meirihluti mun taka við völdum. Björt framtíð vill eigna sér allt þeirra fylgi en það vantar alvöru valkosti fyrir samfélags- og menningarsinnað frjálshyggjufólk í borginni. Það er vöntun á fólki sem getur unnið með öðru ólíku fólki að sameiginlegum hagsmunum Reykvíkinga. Það er mikilvægt að ólíkir einstaklingar geti unnið saman, það er mikilvægt að þeir sem stjórna Reykjavík í okkar umboði geri allt sem þeir geta til að hugsa um framtíð borgarinnar. Hrókur og riddari eru ólíkir skákmenn, þeir hafa báðir sína kosti og mismunandi getu, saman mynda þeir gott par sem máta í mun færri leikjum en hvor án annars. Skipulagsmál eru stór partur af því hvernig Reykjavík getur dafnað og því er mikilvægt að fólk með reynslu á því sviði haldi um stjórnartaumana í borginni. Vinstri menn hafa mikið til eignað sér menningu og samgöngumál en í nýju aðalskipulagi borgarinnar eru margar góðar tillögur sem er mikilvægt að ekki verði hent út af borðinu af íhaldssemi einni saman. Reykjavík er borg fyrir fólk. Hún er borg fyrir fólk sem langar að búa í Reykjavík. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir búi í miðbænum eða í Grafarvogi. Reykvíkingar eiga að hafa val um hvort þeir ferðist til vinnu keyrandi eða með almenningssamgöngum. Reykvíkingar eiga að hafa val eins og aðrir um hvernig þeir haga lífi sínu. Það vantar nýtt og ferskt fólk með reynslu sem skilur mikilvægi valfrelsis, menningar, skipulags og umfram allt hefur áhuga á að gera Reykjavík að enn betri borg. Fólk er að kalla eftir breytingum. Reykvíkingar höfnuðu Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum og mun slíkt hið sama gerast aftur í vor ef flokkurinn sýnir ekki að hann sé tilbúinn til breytinga. Ég trúi því að sjálfstæðismenn vilji að flokkurinn þróist og að hann vaxi og dafni með nýju fólki og spennandi verkefnum. Það er kominn tími á endurnýjun, það vantar alvöru valkost fyrir hægrisinnaða borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkan, traustan og jákvæðan einstakling sem kann að vinna með ólíku fólki. Þess vegna hvet ég alla hægrisinnaða einstaklinga til þess að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins næstkomandi laugardag. Það er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið alvöruvalkostur í Reykjavík í kosningunum í vor. Þess vegna kýs ég Halldór Halldórsson í fyrsta sæti á laugardaginn og hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun