Vonbrigði að glæstri framtíð sé frestað um 6-8 ár Gunnar Örn Gunnarsson og Örn Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Samtök um betri byggð (BB) harma samkomulag ríkis og borgar, þar sem forsætisráðherra og þrír borgarstjórar Reykvíkinga sameinast um að hafa að engu niðurstöðu almennrar kosningar um flugvallarmálið 2001. Niðurlæging borgarbúa er fullkomnuð með aðild Icelandair Group að samkomulaginu. Samkomulagið vekur upp áleitnar spurningar um sjálfsákvörðunarrétt íslenskra sveitarfélaga og varpar skugga á sjálft lýðræðið í landinu. Þetta samkomulag er jafnómarktækt og fyrri samningar ríkis og borgar um Vatnsmýri frá 1999 og 2005 því á móti mikilli eftirgjöf borgarinnar kemur ekkert mótframlag.Leikþáttur stjórnmálaforkólfanna Samkomulagið hefur verið lengi í smíðum. Merki um að það væri í vændum sáust m.a. í drögum að samgönguáætlun ríkisins fyrir um tveimur árum. Áróðursholskefla flugvallarvina og aðgerðaleysi borgaryfirvalda til að verja almannahag Reykvíkinga fellur að sérhannaðri atburðarás. Þegar BB gagnrýna nú þetta samkomulag er svarað: „Hvað gátum við annað gert, tókuð þið ekki eftir vel heppnaðri undirskriftasöfnun?“ Þannig réttlæta borgaryfirvöld afarkosti í óþörfum nauðarsamningi við ríkið. Undirskriftir í Hörpu 25. október voru því eins og lokaatriði í leikþætti stjórnmálaelítunnar. Aðalhöfundur er Dagur B. Eggertsson, sem hefur setið allt í kring um borðið á kjörtímabilinu. Orðalag í samkomulaginu um að NS-braut flugvallarins fái að vera í Vatnsmýri til ársins 2022 skuldbindur aðeins borgina en ekki ríkið. Það táknar ekki að ríkið muni sætta sig við brottför flugvallarins þegar þar að kemur. Enda gerir ríkið það að skilyrði að staður finnist fyrir nýja miðstöð innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu. Orð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í Morgunblaðsgrein nýlega styðja grun um óheilindi ríkisins: „Samkomulagið er því klárlega skref í rétta átt og áfangasigur líkt og margir hafa bent á.“ Frestun á brottför flugvallarins gengur gegn víðtækum almannahagsmunum. Alls tapa ríki og borg mörgum tugum milljarða króna því mikill þjóðhagslegur ávinningur felst í að nýta sem fyrst byggingarlandið í Vatnsmýri. Frestunin kollvarpar meginmarkmiði AR 2010-2030 um þéttingu byggðar því útþensla á höfuðborgarsvæðinu mun halda áfram nánast óheft. Fyrirheit um mannvænt, skilvirkt og menningarlegt borgarsamfélag fölna.Misbeiting atkvæðamisvægis Að mati samtakanna er ekki um neitt að semja við ríkið, sem tók Vatnsmýrarlandið af þeim með ólögmætum hætti 1946 og hefur hvorki greitt lóðarleigu né skaðabætur vegna gríðarlegs tjóns af flugvellinum í 67 ár. Skipulagsrétturinn er Reykvíkinga, sem kusu 2001 að flugvöllurinn færi 2016! Frá 1946 hefur ríkið með blygðunarlausum hætti misbeitt illa fengnu valdi misvægis atkvæða til að halda Reykvíkingum og kjörnum fulltrúum þeirra við efnið í Vatnsmýrarmálinu. Afleiðingin er eitt óskilvirkasta borgarsamfélag heims. Uppsafnað tjón nemur þúsundum milljarða króna. BB benda á að borgaryfirvöld kjósa að víkja víðtækum almannahag til hliðar með þessu samkomulagi, sem er sérsniðið að þröngum og léttvægum sérhagsmunum landsmálaflokka (fjórflokksins) og að pólitískum einkahagsmunum helstu persóna og leikenda á sviði stjórnmálanna. Markmið í 1. gr. Skipulagslaga 2010 ná ekki fram að ganga, að sjálfbær þróun, hagur heildarinnar, efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir borgarbúa, heilbrigði þeirra og öryggi verði höfð að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Samtök um betri byggð (BB) harma samkomulag ríkis og borgar, þar sem forsætisráðherra og þrír borgarstjórar Reykvíkinga sameinast um að hafa að engu niðurstöðu almennrar kosningar um flugvallarmálið 2001. Niðurlæging borgarbúa er fullkomnuð með aðild Icelandair Group að samkomulaginu. Samkomulagið vekur upp áleitnar spurningar um sjálfsákvörðunarrétt íslenskra sveitarfélaga og varpar skugga á sjálft lýðræðið í landinu. Þetta samkomulag er jafnómarktækt og fyrri samningar ríkis og borgar um Vatnsmýri frá 1999 og 2005 því á móti mikilli eftirgjöf borgarinnar kemur ekkert mótframlag.Leikþáttur stjórnmálaforkólfanna Samkomulagið hefur verið lengi í smíðum. Merki um að það væri í vændum sáust m.a. í drögum að samgönguáætlun ríkisins fyrir um tveimur árum. Áróðursholskefla flugvallarvina og aðgerðaleysi borgaryfirvalda til að verja almannahag Reykvíkinga fellur að sérhannaðri atburðarás. Þegar BB gagnrýna nú þetta samkomulag er svarað: „Hvað gátum við annað gert, tókuð þið ekki eftir vel heppnaðri undirskriftasöfnun?“ Þannig réttlæta borgaryfirvöld afarkosti í óþörfum nauðarsamningi við ríkið. Undirskriftir í Hörpu 25. október voru því eins og lokaatriði í leikþætti stjórnmálaelítunnar. Aðalhöfundur er Dagur B. Eggertsson, sem hefur setið allt í kring um borðið á kjörtímabilinu. Orðalag í samkomulaginu um að NS-braut flugvallarins fái að vera í Vatnsmýri til ársins 2022 skuldbindur aðeins borgina en ekki ríkið. Það táknar ekki að ríkið muni sætta sig við brottför flugvallarins þegar þar að kemur. Enda gerir ríkið það að skilyrði að staður finnist fyrir nýja miðstöð innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu. Orð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í Morgunblaðsgrein nýlega styðja grun um óheilindi ríkisins: „Samkomulagið er því klárlega skref í rétta átt og áfangasigur líkt og margir hafa bent á.“ Frestun á brottför flugvallarins gengur gegn víðtækum almannahagsmunum. Alls tapa ríki og borg mörgum tugum milljarða króna því mikill þjóðhagslegur ávinningur felst í að nýta sem fyrst byggingarlandið í Vatnsmýri. Frestunin kollvarpar meginmarkmiði AR 2010-2030 um þéttingu byggðar því útþensla á höfuðborgarsvæðinu mun halda áfram nánast óheft. Fyrirheit um mannvænt, skilvirkt og menningarlegt borgarsamfélag fölna.Misbeiting atkvæðamisvægis Að mati samtakanna er ekki um neitt að semja við ríkið, sem tók Vatnsmýrarlandið af þeim með ólögmætum hætti 1946 og hefur hvorki greitt lóðarleigu né skaðabætur vegna gríðarlegs tjóns af flugvellinum í 67 ár. Skipulagsrétturinn er Reykvíkinga, sem kusu 2001 að flugvöllurinn færi 2016! Frá 1946 hefur ríkið með blygðunarlausum hætti misbeitt illa fengnu valdi misvægis atkvæða til að halda Reykvíkingum og kjörnum fulltrúum þeirra við efnið í Vatnsmýrarmálinu. Afleiðingin er eitt óskilvirkasta borgarsamfélag heims. Uppsafnað tjón nemur þúsundum milljarða króna. BB benda á að borgaryfirvöld kjósa að víkja víðtækum almannahag til hliðar með þessu samkomulagi, sem er sérsniðið að þröngum og léttvægum sérhagsmunum landsmálaflokka (fjórflokksins) og að pólitískum einkahagsmunum helstu persóna og leikenda á sviði stjórnmálanna. Markmið í 1. gr. Skipulagslaga 2010 ná ekki fram að ganga, að sjálfbær þróun, hagur heildarinnar, efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir borgarbúa, heilbrigði þeirra og öryggi verði höfð að leiðarljósi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar