Auðvitað Pétur Gunnarsson skrifar 6. júlí 2013 07:00 Orð eru ekki alltaf eins saklaus og þau líta út fyrir að vera. Jafnvel prýðilega gegnsætt orð á borð við „listamannalaun“ getur skilað afar geigandi merkingu. Átt er við starfsstyrki sem sótt er um til skýrt afmarkaðra verkefna sem síðan kemur í hlut sérfróðra nefnda að meta hvort séu raunhæf. Umsækjandinn leggur undir allan sinn feril, verk sem hann hefur gefið út, sýnt eða flutt og í ljósi alls þessa tekur umrædd nefnd síðan ákvörðun. En það er sama hversu oft og hve vandlega þetta er útskýrt, sá skilningur sem furðu margir kjósa að leggja í orðið er: „laun sem falli þeim í skaut sem titli sig listamenn í símaskrá.“ Til samanlagðra starfsstyrkja við listsköpun varði íslenska ríkið á síðasta ári tæpum hálfum milljarði, en listastarfsemi lagði þessu sama ríki til fjögur prósent af þjóðartekjunum. Til samanburðar má geta þess að hlutur landbúnaðar er eitt prósent og sjávarútvegs 11%. Á móti kemur að ólíkt landbúnaði og sjávarútvegi er fræðilega mögulegt að lifa án lista. Að vísu hefur slíkt samfélag ekki enn þá litið dagsins ljós, en Íslendingar hafa áður bryddað upp á nýmælum. Til dæmis að taka þá skera Íslendingar sig um þessar mundir úr safni þjóðanna vegna menningarþátttöku almennings meiri en annars staðar tíðkast. Hér eru gefnar út og lesnar fleiri bækur á mann en í öðrum löndum, aðsókn að leikhúsum og tónleikum slær öll met. Engu að síður gerir fámennið að verkum að hér yrði listsköpun snöggtum fátæklegri ef ekki kæmu til styrkir. Svo ég nefni dæmi sem snertir rithöfunda sérstaklega þá telst meðal upplag af íslenskri skáldsögu vera um þúsund eintök – sem er í raun risavaxið og svarar til milljón eintaka í Bandaríkjunum, 220 þúsunda í Frakklandi, 20 þúsunda í Danmörku, og svo framvegis. Sem breytir ekki því að þóknun fyrir þúsund eintök stendur engan veginn undir þeirri vinnu sem þarf til verksins – en knýr samt bókaútgáfur, prentsmiðjur, auglýsingastofur, leggur fjölmiðlum til efni, nærir starfsemi bókasafna og er snar þáttur í menntakerfi landsmanna. Það gefur auga leið að starfslaun eru atvinnuhöfundum ekki aðeins nauðsynleg, þau eru forsenda þess að fjölmargir aðrir þættir samfélagsins virki. Sem enn og aftur breytir ekki því að furðu margir virðast reiðubúnir að kosta töluverðum fjármunum til að svo megi ekki verða. Nú er löngu vitað að athafnir einstaklinga og þjóða ráðast ekki alltaf af skynsemi – raunar oft því öndverða. Fólk sér ofsjónum yfir þeim tæpa hálfa milljarði sem fer til samanlagðra starfsstyrkja listamanna – sem þó skila borðliggjandi ávinningi – en taka möglunarlaust á sig milljarða afskriftir banka og fyrirtækja, niðurgreiða með glöðu geði landbúnaðarafurðir, setja rétt svo í axlirnar þegar Húsnæðisstofnun tapar 230 milljörðum eða Seðlabankinn öðru eins í fallít banka og borgarstjórn Reykjavíkur sligar Orkuveituna með glórulausum framkvæmdum. En þegar kemur að úthlutun svokallaðra listamannalauna verður ekki bara árviss heldur langvarandi héraðsbrestur. Myndir birtast af völdum listamönnum, símalínur glóa, bloggin krauma og formaður fjárlaganefndar Alþingis býðst til að losa landsmenn við óværuna í eitt skipti fyrir öll. Hvað var það aftur sem völvan klifaði á í ljóðinu langa, Völuspá? „Vituð ér enn, eða hvað?“ Sem á nútíma íslensku gæti útlagst: „Eruð þið að ná þessu?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Orð eru ekki alltaf eins saklaus og þau líta út fyrir að vera. Jafnvel prýðilega gegnsætt orð á borð við „listamannalaun“ getur skilað afar geigandi merkingu. Átt er við starfsstyrki sem sótt er um til skýrt afmarkaðra verkefna sem síðan kemur í hlut sérfróðra nefnda að meta hvort séu raunhæf. Umsækjandinn leggur undir allan sinn feril, verk sem hann hefur gefið út, sýnt eða flutt og í ljósi alls þessa tekur umrædd nefnd síðan ákvörðun. En það er sama hversu oft og hve vandlega þetta er útskýrt, sá skilningur sem furðu margir kjósa að leggja í orðið er: „laun sem falli þeim í skaut sem titli sig listamenn í símaskrá.“ Til samanlagðra starfsstyrkja við listsköpun varði íslenska ríkið á síðasta ári tæpum hálfum milljarði, en listastarfsemi lagði þessu sama ríki til fjögur prósent af þjóðartekjunum. Til samanburðar má geta þess að hlutur landbúnaðar er eitt prósent og sjávarútvegs 11%. Á móti kemur að ólíkt landbúnaði og sjávarútvegi er fræðilega mögulegt að lifa án lista. Að vísu hefur slíkt samfélag ekki enn þá litið dagsins ljós, en Íslendingar hafa áður bryddað upp á nýmælum. Til dæmis að taka þá skera Íslendingar sig um þessar mundir úr safni þjóðanna vegna menningarþátttöku almennings meiri en annars staðar tíðkast. Hér eru gefnar út og lesnar fleiri bækur á mann en í öðrum löndum, aðsókn að leikhúsum og tónleikum slær öll met. Engu að síður gerir fámennið að verkum að hér yrði listsköpun snöggtum fátæklegri ef ekki kæmu til styrkir. Svo ég nefni dæmi sem snertir rithöfunda sérstaklega þá telst meðal upplag af íslenskri skáldsögu vera um þúsund eintök – sem er í raun risavaxið og svarar til milljón eintaka í Bandaríkjunum, 220 þúsunda í Frakklandi, 20 þúsunda í Danmörku, og svo framvegis. Sem breytir ekki því að þóknun fyrir þúsund eintök stendur engan veginn undir þeirri vinnu sem þarf til verksins – en knýr samt bókaútgáfur, prentsmiðjur, auglýsingastofur, leggur fjölmiðlum til efni, nærir starfsemi bókasafna og er snar þáttur í menntakerfi landsmanna. Það gefur auga leið að starfslaun eru atvinnuhöfundum ekki aðeins nauðsynleg, þau eru forsenda þess að fjölmargir aðrir þættir samfélagsins virki. Sem enn og aftur breytir ekki því að furðu margir virðast reiðubúnir að kosta töluverðum fjármunum til að svo megi ekki verða. Nú er löngu vitað að athafnir einstaklinga og þjóða ráðast ekki alltaf af skynsemi – raunar oft því öndverða. Fólk sér ofsjónum yfir þeim tæpa hálfa milljarði sem fer til samanlagðra starfsstyrkja listamanna – sem þó skila borðliggjandi ávinningi – en taka möglunarlaust á sig milljarða afskriftir banka og fyrirtækja, niðurgreiða með glöðu geði landbúnaðarafurðir, setja rétt svo í axlirnar þegar Húsnæðisstofnun tapar 230 milljörðum eða Seðlabankinn öðru eins í fallít banka og borgarstjórn Reykjavíkur sligar Orkuveituna með glórulausum framkvæmdum. En þegar kemur að úthlutun svokallaðra listamannalauna verður ekki bara árviss heldur langvarandi héraðsbrestur. Myndir birtast af völdum listamönnum, símalínur glóa, bloggin krauma og formaður fjárlaganefndar Alþingis býðst til að losa landsmenn við óværuna í eitt skipti fyrir öll. Hvað var það aftur sem völvan klifaði á í ljóðinu langa, Völuspá? „Vituð ér enn, eða hvað?“ Sem á nútíma íslensku gæti útlagst: „Eruð þið að ná þessu?“
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar