Mikið púsluspil Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2013 08:00 Þórey Rósa og Einar Ingi verða í eldlínunni í Noregi á næsta ári en parið hefur samið við sitthvort úrvalsdeildarfélagið. Mynd/Valli Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð. Þórey Rósa samdi við Våg Vipers sem hafnaði einnig í sjötta sæti í úrvalsdeild kvenna en komst ekki lengra í úrslitakeppninni. Bæði léku þau síðast í Danmörku þar sem Einar Ingi var á mála hjá Mors-Thy og Þórey Rósa hjá Team Tvis Holstebro. Þau gera bæði tveggja ára samning við félögin með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Við fórum bæði til Noregs til að skoða aðstæður hjá liðunum og þær voru til fyrirmyndar á báðum stöðum,“ segir Einar Ingi Hrafnsson í samtali við Fréttablaðið. „Liðin eru bæði með glænýjar hallir og allt til alls á svæðinu.“ Einar Ingi fer í lið sem fór alla leið í úrslitaviðureignina á síðasta tímabili. „Þau markmið sem ég hef fengið að heyra frá þjálfaranum eru einföld, hann vill að liðið bæti sig. Það er ekki gerð nein sérstök krafa á titla hjá Arendal, en sem íþróttamaður stefnir maður alltaf á slíkt. Norska deildin er að styrkjast mikið og menn að snúa til baka úr atvinnumennsku til að spila í sínu heimalandi. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.“Vildu vera áfram í Danmörku Handboltaparið flytur nú frá Danmörku til Noregs. „Við hefðum í raun viljað vera áfram í Danmörku. Þar eru fullt af góðum karla- og kvennaliðum en það hefur kostað okkur mikinn tíma og vinnu að ná þessu öllu saman. Við viljum búa saman en á sama tíma spila í liði í hæsta gæðaflokki og það getur verið erfitt að ná því fram. Það kom alveg fyrir að lið sýndu mér kannski áhuga en þá var ekkert kvennalið nálægt því svæði og öfugt. Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro á síðasta ári, en er hún að fara í slakara lið? „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og það virðist vera mikil uppbygging hjá liðinu,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir. „Ég er samt sem áður ekki á leiðinni í lið sem er að fara spila til úrslita í Evrópukeppni og það má því alveg líta á það þannig að þetta sé örlítið skref niður á við en norski kvennahandboltinn er samt gríðarlega vel metinn í heiminum. Þetta verða bara aðeins öðruvísi verkefni. Ég stefni klárlega að því að vera áfram í jafn góðu formi sem leikmaður og ef eitthvað bæta mig enn meira.“Þriðja tungumálið „Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja Danmörku og liðið en sem betur fer gat ég gert það með góðri samvisku. Eftir svona frábært tímabil getur maður farið sáttur frá borði.“ Getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp þegar báðir aðilar eru atvinnumenn í handbolta. „Við viljum bæði vera í hæsta gæðaflokki og höfum okkar kröfur og metnað en það gerir þetta ótrúlega erfitt og mikið púsluspil. Undanfarin ár höfum við aftur á móti verið rosalega heppin í þessum málum og vonandi gengur allt upp hjá okkur á ný. Okkur langaði samt sem áður að halda áfram að vera í Danmörku, við einfaldlega nenntum ekki að fara læra þriðja tungumálið,“ segir Þórey spaugileg. Parið talar í dag þýsku og dönsku og nú bætist norskan við. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð. Þórey Rósa samdi við Våg Vipers sem hafnaði einnig í sjötta sæti í úrvalsdeild kvenna en komst ekki lengra í úrslitakeppninni. Bæði léku þau síðast í Danmörku þar sem Einar Ingi var á mála hjá Mors-Thy og Þórey Rósa hjá Team Tvis Holstebro. Þau gera bæði tveggja ára samning við félögin með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Við fórum bæði til Noregs til að skoða aðstæður hjá liðunum og þær voru til fyrirmyndar á báðum stöðum,“ segir Einar Ingi Hrafnsson í samtali við Fréttablaðið. „Liðin eru bæði með glænýjar hallir og allt til alls á svæðinu.“ Einar Ingi fer í lið sem fór alla leið í úrslitaviðureignina á síðasta tímabili. „Þau markmið sem ég hef fengið að heyra frá þjálfaranum eru einföld, hann vill að liðið bæti sig. Það er ekki gerð nein sérstök krafa á titla hjá Arendal, en sem íþróttamaður stefnir maður alltaf á slíkt. Norska deildin er að styrkjast mikið og menn að snúa til baka úr atvinnumennsku til að spila í sínu heimalandi. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.“Vildu vera áfram í Danmörku Handboltaparið flytur nú frá Danmörku til Noregs. „Við hefðum í raun viljað vera áfram í Danmörku. Þar eru fullt af góðum karla- og kvennaliðum en það hefur kostað okkur mikinn tíma og vinnu að ná þessu öllu saman. Við viljum búa saman en á sama tíma spila í liði í hæsta gæðaflokki og það getur verið erfitt að ná því fram. Það kom alveg fyrir að lið sýndu mér kannski áhuga en þá var ekkert kvennalið nálægt því svæði og öfugt. Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro á síðasta ári, en er hún að fara í slakara lið? „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og það virðist vera mikil uppbygging hjá liðinu,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir. „Ég er samt sem áður ekki á leiðinni í lið sem er að fara spila til úrslita í Evrópukeppni og það má því alveg líta á það þannig að þetta sé örlítið skref niður á við en norski kvennahandboltinn er samt gríðarlega vel metinn í heiminum. Þetta verða bara aðeins öðruvísi verkefni. Ég stefni klárlega að því að vera áfram í jafn góðu formi sem leikmaður og ef eitthvað bæta mig enn meira.“Þriðja tungumálið „Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja Danmörku og liðið en sem betur fer gat ég gert það með góðri samvisku. Eftir svona frábært tímabil getur maður farið sáttur frá borði.“ Getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp þegar báðir aðilar eru atvinnumenn í handbolta. „Við viljum bæði vera í hæsta gæðaflokki og höfum okkar kröfur og metnað en það gerir þetta ótrúlega erfitt og mikið púsluspil. Undanfarin ár höfum við aftur á móti verið rosalega heppin í þessum málum og vonandi gengur allt upp hjá okkur á ný. Okkur langaði samt sem áður að halda áfram að vera í Danmörku, við einfaldlega nenntum ekki að fara læra þriðja tungumálið,“ segir Þórey spaugileg. Parið talar í dag þýsku og dönsku og nú bætist norskan við.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira