Lífið

Hefur ekki fengið eina bólu í 2 ár

Ellý Ármanns skrifar
MYND/Bragi Kort
Ornella Thelmudóttir leikkona hefur nóg að gera en hún stundar nám við Julliard í New York. Ornella er kröfuhörð þegar kemur að snyrtivörum og fæðu. Hér upplýsir Ornella hvað hún notar.

"Ég fékk mér safapressu fyrir tveimur árum og ég pressa lífræna avokado og lífrænar möndlur. Stundum fæ ég mér lífræna agúrku og bæti smá lífrænni hnetuolíu út í og ber það síðan á mig á kvöldin áður en ég fer að sofa. Ég nota ekki krem sem eru búin til og seld út í búð. Ég þoli fá krem því ég er með viðkvæma húð. "

"Ég útbý mín eigin krem og olíur heima. Annars nota ég organic snyrtivörur frá Lavera eða Bio-oil. Ég nota ekkert sem hefur verið prófað á dýrum."

Green People hreinsikrem

"Ég nota hreinsikrem frá Green People og sem er allt organic og þegar 85% gróði fyrirtækisins fer til styrktar heimilislausra dýra í Bandaríkjunum."

"Ég hef ekki fengið eina bólu á mig í tvö ár eftir að ég hætti að nota vörur sem eru búnar til í verksmiðjum," segir Ornella.

Ornella Thelmudóttir.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.