DMX aflýsir Íslandskomu og Evrópuferð 27. apríl 2013 09:00 Handtekinn Rapparinn DMX var handtekinn þegar hann fór í næturbíltúr með fimm mánaða dóttur sína, án þess að vera með ökuleyfi. Nordicphotos/Getty „Hann er auðvitað algjör rasshaus að láta taka sig svona þegar hann er búinn að vera að undirbúa rosalega endurkomu,“ segir Ólafur Geir Jónsson um rapparann DMX. Búið var að boða komu DMX á Keflavík Music Festival nú í júní en nú hefur hann þurft að afbóka sig sökum þess að hann hefur verið sviptur vegabréfinu og kemst því ekki á milli landa. Ekki nóg með að hann komist ekki á hátíðina hér á Íslandi heldur hefur hann þurft að aflýsa allri Evrópuferðinni sem hann var búinn að skipuleggja í sumar. „Hans menn þarna úti eru búnir að reyna allt hvað þeir geta til að redda þessu en það virðist enginn séns á að honum verði hleypt úr landi. Við fengum að minnsta kosti endurgreitt frá þeim í gær, en við vorum búnir að ganga frá greiðslum og öllu slíku,“ segir Ólafur Geir. Rapparinn þekkir handjárnin ágætlega því hann á þokkalegan glæpaferil að baki. Á síðustu árum hefur hann þó unnið hörðum höndum að því að koma sér aftur á beinu brautina en allt fór til spillis þegar hann skellti sér í næturbíltúr með fimm mánaða dóttur sinni í febrúar og var tekinn af lögreglunni fyrir að aka án ökuleyfis, en hann hefur verið sviptur ökuleyfinu ævilangt. Sjálfur gerði DMX lítið úr brotinu í fyrstu og í viðtali við FOX-sjónvarpsstöðina þegar hann var að yfirgefa lögreglustöðina lét hann meðal annars hafa eftir sér að þetta hefði bara verið tímaeyðsla. Hann hefði borgað sektina og nú væri þessu máli lokið. Aldeilis hafði hann þar rangt fyrir sér því í kjölfarið var hann sviptur vegabréfinu vegna síendurtekinna brota. „Það er ekkert við þessu að gera en við höldum okkar striki með hátíðina, enda DMX bara dropi í hafsjó frábærra listamanna sem þar koma fram,“ segir Ólafur Geir en um 120 atriði verða á dagskrá á hátíðinni og þar af tólf erlend. tinnaros@frettabladid.is Tengdar fréttir Röyksopp stígur á stokk Grammy tilnefning, Brit tilnefning og MTV tónlistarverðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið eru á meðal þess sem norska raftónlistar tvíeykið Röyksopp getur státað sig af, en þeir eru nýjasta viðbótin í listamannahópinn á Keflavík Music Festival. 27. apríl 2013 10:00 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Hann er auðvitað algjör rasshaus að láta taka sig svona þegar hann er búinn að vera að undirbúa rosalega endurkomu,“ segir Ólafur Geir Jónsson um rapparann DMX. Búið var að boða komu DMX á Keflavík Music Festival nú í júní en nú hefur hann þurft að afbóka sig sökum þess að hann hefur verið sviptur vegabréfinu og kemst því ekki á milli landa. Ekki nóg með að hann komist ekki á hátíðina hér á Íslandi heldur hefur hann þurft að aflýsa allri Evrópuferðinni sem hann var búinn að skipuleggja í sumar. „Hans menn þarna úti eru búnir að reyna allt hvað þeir geta til að redda þessu en það virðist enginn séns á að honum verði hleypt úr landi. Við fengum að minnsta kosti endurgreitt frá þeim í gær, en við vorum búnir að ganga frá greiðslum og öllu slíku,“ segir Ólafur Geir. Rapparinn þekkir handjárnin ágætlega því hann á þokkalegan glæpaferil að baki. Á síðustu árum hefur hann þó unnið hörðum höndum að því að koma sér aftur á beinu brautina en allt fór til spillis þegar hann skellti sér í næturbíltúr með fimm mánaða dóttur sinni í febrúar og var tekinn af lögreglunni fyrir að aka án ökuleyfis, en hann hefur verið sviptur ökuleyfinu ævilangt. Sjálfur gerði DMX lítið úr brotinu í fyrstu og í viðtali við FOX-sjónvarpsstöðina þegar hann var að yfirgefa lögreglustöðina lét hann meðal annars hafa eftir sér að þetta hefði bara verið tímaeyðsla. Hann hefði borgað sektina og nú væri þessu máli lokið. Aldeilis hafði hann þar rangt fyrir sér því í kjölfarið var hann sviptur vegabréfinu vegna síendurtekinna brota. „Það er ekkert við þessu að gera en við höldum okkar striki með hátíðina, enda DMX bara dropi í hafsjó frábærra listamanna sem þar koma fram,“ segir Ólafur Geir en um 120 atriði verða á dagskrá á hátíðinni og þar af tólf erlend. tinnaros@frettabladid.is
Tengdar fréttir Röyksopp stígur á stokk Grammy tilnefning, Brit tilnefning og MTV tónlistarverðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið eru á meðal þess sem norska raftónlistar tvíeykið Röyksopp getur státað sig af, en þeir eru nýjasta viðbótin í listamannahópinn á Keflavík Music Festival. 27. apríl 2013 10:00 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Röyksopp stígur á stokk Grammy tilnefning, Brit tilnefning og MTV tónlistarverðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið eru á meðal þess sem norska raftónlistar tvíeykið Röyksopp getur státað sig af, en þeir eru nýjasta viðbótin í listamannahópinn á Keflavík Music Festival. 27. apríl 2013 10:00