Innlent

"Far í friði bróðir"

Júlíus vann mikið með Stuðmönnum á níunda áratugnum.
Júlíus vann mikið með Stuðmönnum á níunda áratugnum.
„Kær vinur og samferðamaður Júlíus Agnarsson er genginn á vit feðra sinna, langt fyrir aldur fram.“

Þetta skrifar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon á Facebook-síðu sína, um vin sinn Júlíus Agnarsson, en hann er látinn, sextugur að aldri.

Jakob segir Júlíus hafa verið ómetanlegan atfylgismann Stuðmanna um árabil og segir kallar hann frumkvöðul í hljóðsetningu og hljóðblöndun.

„Hans verður lengi minnst og sárt saknað með mikilli hlýju og þakklæti. Sonum hans þremur, systkinum og fjölskyldu vottum við dýpstu hluttekningu. Far í friði bróðir.“

Júlíus fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1953 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1975. Hann lærði í Kaupmannahöfn á seinni hluta áttunda áratugarins og vann mikið með Stuðmönnum, ásamt því að reka eigið hljóðver.

Egill Helgason þáttastjórnandi skrifar einnig um Júlíus.

„Júlíus Agnarsson vinur okkar, sem nú er látinn, var heiðursborgari í Miðbænum án þess þó að hafa fengið opinbera tilnefningu. Þessa skemmtilega og lítríka manns verður sárt saknað – við hugsum til hans í Skólastræti, götunni þar sem hann steig ótal spor.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×