Obama gegn uppljóstrurum, bandarísku stjórnarskránni og lýðræðislegu samfélagi: Annar hluti Mikael Allan Mikaelsson skrifar 18. september 2013 06:00 Nýlegar uppljóstranir Edward Snowden hafa svipt hulunni af umfangsmikilli eftirlits- og gagnaöflunarstarfsemi bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (þ.e.a.s. lýsisgagnaverið (e. metadata) og PRISM verkefnið). Þetta hefur ekki einungis grafið undan trausti stórs hluta bandarísks almennings gagnvart eigin stjórnvöldum, heldur einnig brotið gegn bandarísku stjórnarskránni og veikt lýðræðisstoðir bandarísks samfélags. Engu að síður hafa margar af helstu fjölmiðlasamsteypum Bandaríkjanna ákveðið að einblína frekar á þau lögbrot Snowden að leka til bandarísks almennings, leynilegum upplýsingum um þessar ólöglegu njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar á bandarískum almenningi. Sömu sögu er að segja um ákærurnar á hendur hinum óbreytta hermanni Bradley (Chelsea) Manning, sem á sínum tíma lak umtalsverðu magni opinberra gagna sem vörpuðu ljósi á fjölda morða og mannréttindabrota sem framin hafa verið af Bandaríkjaher og bandarísku leyniþjónustunni, enda hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir þessa glæpi. Bæði meðan á réttarhöldunum stóð og nú í kjölfar dómsuppkvaðningar, hefur athygli flestra helstu fjölmiðlasamsteypa Bandaríkjanna verið beint að manngerð og kynvitund (e. gender identity) Mannings, frekar en þá stórkostlegu glæpi og mannréttindabrot Bandaríkjahers og bandarískra stjórnvalda sem uppljóstranir hans sviptu hulunni af. Fjöldi fjölmiðlamanna hefur jafnvel opinberað efasemdir sínar um hvort eftirlitsstarfsemi bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar hafi í raun verið ólögleg til að byrja með, enda hefur það verið opinber afstaða bandarískra stjórnvalda. Þrátt fyrir það hafa lögfræðisérfræðingar á sviði borgaralegra réttinda fullyrt að eftirlits- og gagnaöflunarstarfsemi bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar brjóti bæði ættjarðarlögin og ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar. Til dæmis hefur lýsisgagnaverið, sem sett var á laggirnar af bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, veitt yfirvöldum óheftan aðgang að umfangsmiklum símtalsupplýsingum allra landsmanna (bæði innanlands og milli landa), þar á meðal staðsetningu viðmælenda, tíðni, lengd og uppruna símtalanna. Með þessum upplýsingum gætu stjórnvöld til dæmis komist að hvort viðkomandi eigi að stríða við fíkn eða sjúkdóma, og jafnvel tengsl þeirra við stjórnmálasamtök, trúarhópa o.s.frv. Í 215. grein ættjarðarlaganna er stranglega kveðið á um að yfirvöld eigi einungis að geta fengið heimild fyrir slíku eftirliti ef einstaklingar eða stofnanir geti fært fram áþreifanleg gögn eða sannanir fyrir því að gögnin sem öfluð yrðu með slíku eftirliti hafi mikilvægi fyrir ákveðna rannsókn. Með öðrum orðum ákvað bandaríska löggjafarþingið að veita eftirlitsstofnunum heimild til að afla hnitmiðaðra upplýsinga fyrir sérstakar rannsóknir, en allsherjar gagnaöflun á símtölum sérhvers Bandaríkjamanns getur ómögulega talist til hnitmiðaðrar upplýsingaöflunar. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig reynt að réttlæta notkun sína á hinu svokallaða PRISM gagnagreiningarkerfi sem veitir bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni aðgang að öllum samskiptaupplýsingum bandarískra þegna frá internetfyrirtækjum, á grundvelli breytingaákvæðis 1881a í FISA lagatilskipuninni. En samkvæmt þessu ákvæði hefur Bandaríkjaforseti heimild til þess að framkvæma ýtarlegt eftirlit og afla rafrænna gagna án heimildar frá dómsvaldinu, í þeim tilgangi að nálgast erlendar upplýsingar. Hins vegar er stjórnvöldum meinað að afla upplýsinga, með slíkum hætti, um samskipti aðila innanlands. Því hefur PRISM kerfið gerst brotlegt við FISA tilskipunina. Bæði lýsisgagnaverið og PRISM verkefnin brjóta einnig gegn fjórðu grein bandarísku stjórnarskrárinnar, enda kveður hún á um að stjórnvöld megi framkvæma jafn ítarlegar persónunjósnir og eftirlit á bandarískum þegnum ef rökstuddur grunur liggur fyrir að viðkomandi sé sekur um glæpsamlegt athæfi. Til þess að ofangreind eftirlits- og gagnaöflunarstarfsemi þjóðaröryggisstofnunarinnar gæti verið réttlætanleg og í samræmi við túlkun stjórnarskrárinnar, þyrftu stjórnvöld því að búa yfir rökstuddum grun um að megnið af Bandaríkjamönnum sé mögulegir hryðjuverkamenn. Í orðræðu stjórnmálamanna og fjölmiðla í Bandaríkjunum er umræðunni um upplýsingaleka Edward Snowden, Bradley Mannings og annarra uppljóstrara, auk þess stillt upp sem togstreitu milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins annars vegar, og hins vegar almannaöryggis frá hryðjuverkaógninni. Slík uppstilling er hins vegar algjörlega fölsk og í reynd afvegaleiðir hún bandarískan almenning frá því að geta tekið þátt í skynsamlegri og yfirvegaðri umræðu um þá staðreynd að á undanförnum árum hefur bandarískur almenningur verið smám saman sviptur grundvallar stjórnarskrárvörðum réttindum og einstaklingsfrelsi, undir þeim formerkjum að bandarísk stjórnvöld geti verndað þegna sína frá hryðjuverkaógn sem kostar árlega færri Bandaríkjamenn lífið en þeirra eigin húsgögn. Að sjálfsögðu þýðir það ekki að hryðjuverkaógnin ætti ekki að vera tekin alvarlega, heldur þýðir þetta einungis að hættan af hryðjuverkaógninni hefur verið stórlega ýkt og tekin út úr víðara og þýðingarmiklu samhengi. Bandarísku fjölmiðlasamsteypurnar hafa þar gegnt lykilhlutverki. Til að mynda hafa bandarískir stjórnmálamenn og fjölmiðlar staðið á bak við það mikinn hræðsluáróður varðandi ”frelsi” og ”réttindi” Bandaríkjamanna til skotvopnaeigna að ómögulegt hefur verið að finna nægjanlegan pólitískan vilja til að skerða einungis lítillega frelsi Bandaríkjamanna til skotvopnakaupa, þrátt fyrir að á hverju ári deyja yfir 30 þúsund manns vegna skotvopna. Einnig hefur trúarofstæki stjórnmálamanna og fjölmiðla vestanhafs gert það ómögulegt að skerða lítillega trúfrelsi bandarískra gyðinga, þrátt fyrir að um 100 börn deyi árlega vegna misheppnaðs umskurðar. Aftur á móti virðist stórum hluta Bandaríkjamanna og fjölmiðla finnast það ásættanlegt að stjórnvöld skerði bæði grundvallar tjáningarfrelsi og frelsi einstaklingsins til friðhelgis (án hans vitundar), í þeim tilgangi að verjast hryðjuverkaógn sem kostar að meðaltali um 15-17 manns lífið árlega. Þessi grundvallar stjórnarskrárvörðu réttindi hafa frá stofnun bandaríska lýðveldisins skilgreint Bandaríkin sem lýðræðislegt samfélag og aðskilið þjóðina frá ríkjum á borð við Kína og Rússland, þar sem pólitísk kúgun er og hefur verið ríkjandi.Þjóðaröryggi eða starfsöryggi? Á skjön við þá orðræðu sem einkennt hefur stóran hluta bandarískra fjölmiða, er þekking og skilningur almennings á stjórnarháttum og framferði eigin yfirvalda, lýðræðinu mikilvæg og undirstaða þess að almenningur geti tekið skynsamlegar og upplýstar ákvarðanir í kosningum. Í lýðræðislegu samfélagi ÞARF almenningur að vita hvort eigin stjórnvöld hafa gerst sek um alvarleg embættisafglöp eða pólitíska spillingu. Í lýðræðislegu samfélagi ÞARF almenningur að vita hvort eigin stjórnvöld séu að framkvæma siðlausar hernaðaraðgerðir sem kosta fjölda saklausra borgara lífið á erlendri grundu. Í lýðræðislegu samfélagi ÞARF almenningur að vita hvort eigin stjórnvöld hafi aðgang að tölvupóstinum sínum, textaskilaboðum, símtölum, og hegðun sinni á internetinu. Á undanförnum árum hafa nokkrir hugrakkir Bandaríkjamenn gert sitt besta til að liðsinna bandarísku lýðræði, með því að standa fyrir mikilvægum upplýsingaleka til fjölmiðla á borð við Guardian, Washington Post, New York Times og The Nation. Miðlun slíkra upplýsinga til almennings hefur engu að síður verið þeim gífurlega kostnaðarsamt hvað varðar starfsframa, orðspor og jafnvel frelsi. Í forsetatíð Barack Obama, hafa meðal annars sjö þeirra verið ákærðir fyrir njósnir og föðurlandssvik, og sakaðir um að stofna þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu. Staðreyndin er þvert á móti sú að í þeim sjö tilvikum sem Obama Bandaríkjaforseti hefur misbeitt njósnalögunum frá 1917 (e. espionage act of 1917) til að ákæra uppljóstrarana, hefur upplýsingalekinn sjaldan (ef nokkurn tímann) grafið undan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Lekinn hefur hins vegar komið upp um alvarlega vanrækslu og spillingu í opinberri stjórnsýslu, og ólögleg og hrottafengin fjöldamorð bandarískra stjórnvalda á erlendri grundu (sjá að neðan). Með öðrum orðum snýst þetta ekki um hvort uppljóstranirnar ógni öryggi bandarísks almennings, heldur hvort þær ógni starfsöryggi ráðandi stjórnmálamanna. Til marks um það hafa bandarísk stjórnvöld oft á tíðum gerst sjálf sek um að leka opinberum trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla eftir þeirra eigin hentugleika, þrátt fyrir að þessar upplýsingar gætu ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna, á sömu forsendum og uppljóstranir Snowden og Manning. Dick Cheney, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna (sem nýverið ásakaði Snowden um föðurlandssvik), lak meðal annars sjálfur leynilegum gögnum frá bandarísku leyniþjónustunni, sem innihéldu falskar upplýsingar um kaup írakskra stjórnvalda á 100 þúsund álhleðslum til notkunar fyrir úrvinnslu á úraníum. Þessar upplýsingar voru síðar meir notaðar til að réttlæta innrásina í Írak, á fölskum forsendum. Upplýsingalekinn var hluti af áróðursstríði Bush Jr. ríkisstjórnarinnar til að byggja upp stuðning meðal almennings fyrir innrásinni í Írak og var því sérstaklega hentugt verkfæri fyrir þáverandi stjórnvöld. Obama Bandaríkjaforseti hefur einnig sjálfur staðið fyrir leka á viðkvæmum trúnaðarupplýsingum í fjölda tilvika. Til dæmis á síðasta ári á meðan kosningabaráttan um Bandaríkjaforseta var á fullu skriði, birti New York Times dagblaðið forsíðufrétt þess efnis að internet-vírusinn ”Stuxnet Ormurinn” sem herjaði á kjarnorkustöðvar Írans og lamaði starfsemi þeirra, hafi átt rætur sínar að rekja til bandarískra og ísraelskra stjórnvalda, og með stuðningi Obama. Upplýsingunum um uppruna tölvuvírussins lak háttsettur aðili innan ríkisstjórnar Obama og lentu þær í sviðsljósinu eimmitt á meðan Obama var í miðri kosningabaráttu. Lekinn varð einnig til þess að styrkja ímynd forsetans á sviði þjóðaröryggis og utanríkismála. William Daley, fyrrum starfsmannastjóri Hvíta hússins undir stjórn Obama, gortaði jafnvel af hæfileikum sínum í að leka trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla í viðtali við tímaritið Politico, en undirstrikaði jafnframt að forveri sinn Rahm Emanuel (einnig starfsmannastjóri undir stjórn Obama) hefði og mundi ávallt vera höfuð-uppljóstrarinn (e. ”leaker-in-chief”). Ofsóknir ríkisstjórnar Obama gegn uppljóstrurum eru því alfarið háðar því hvort upplýsingalekinn sé hentugur eða óhentugur fyrir stjórnvöld, og hafa lítið með þjóðaröryggi Bandaríkjamanna að gera. Ef upplýsingaleki eykur líkurnar á endurkosningu sitjandi forseta eða styður við stefnu stjórnvalda, er hann álitinn ásættanlegur. Hins vegar ef upplýsingalekinn afhjúpar hrottafengna meðferð bandaríska hersins á saklausum borgurum í Mið-Austurlöndunum og Asíu, eða spillingu og vanhæfni stjórnvalda, telur ríkisstjórn Obama lekann vera jafngildan njósnum og föðurlandssvikum. Í janúarmánuði á þessu ári var John Kiriakou, fyrrum starfsmaður bandarísku leyniþjóstunnar (CIA), til að mynda dæmdur til þess að afplána tvö og hálft ár í fangelsi eftir að hafa ljóstrað upp um vatnapyntingar kollega síns (án þess að geta hans með nafni), en þær brjóta í bága við alþjóðleg lög. Á meðan hefur enginn verið sóttur til saka fyrir þessar ólöglegu pyntingar. Jafnvel hafa verið tilfelli þar sem yfirvöld hafa látið til skarar skríða gegn opinberum starfsmönnum, hreinlega vegna skoðana þeirra. Til dæmis var Peter Van Buren, fyrrum starfsmanni utanríkisráðuneytisins, vikið úr starfi eftir að hafa gefið út bókina sína “We Meant Well: How I Helped Lose the Battle for the Hearts and Minds of the Iraqi People” þar sem hann fjallar um hina gríðarlegu fjársóun og þá óstjórn sem átti sér stað í kringum enduruppbyggingu Íraks. Brottrekstur Van Burens snerist hreinlega um vanþóknun yfirvalda á því að hann skyldi hafa birt opinberar upplýsingar (sem voru almenningi aðgengilegar) til að gagnrýna stefnu sjórnvalda, enda gerðist hann aldrei brotlegur við nein lög eða verklagsreglur. Aftur á móti, ákváðu bandarísk stjórnvöld ekki að bregðast við bók sem gefin var út af öðrum fyrrverandi leyniþjónustumanni, José Rodriquez, þar sem hann upphóf vatnapyntingar leyniþjónustunnar og hreykti sér af sinni eigin aðkomu í þessum ólöglegu aðgerðum. Þrátt fyrir að Kiriakou hafi einungis fyrr á þessu ári verið kærður af ríkisstjórn Obama fyrir njósnir á grundvelli njósnalaganna frá 1917, var hann því miður ekki eina fórnarlamb misbeitingar á gömlu njósnalögunum í ár. Wikileaks lekarnir: Ákæran gegn Bradley Manning Á síðastliðnum árum hafa Wikileaks samtökin orðið ein af öflugustu fjölmiðlastofnunum heims, enda hafa þau gegnt veigamiklu hlutverki í stuðningi við gagnrýnni rannsóknarblaðamennsku, sem því miður hefur verið á hröðu undanhaldi hjá flestum af stærstu fjölmiðlasamsteypum heims. Wikileaks hafa reglulega miðlað upplýsingum frá uppljóstrurum til fjölmiðla á borð við Guardian, The New York Times, Le Monde, El Pais og Der Spiegel. Tilkomumestu uppljóstranir Wikileaks samtakanna voru vafalaust upplýsingalekinn sem kom frá ungum bandarískum hermanni sem staðsettur var í Írak, Bradley Manning. Manning lak um 750 þúsund leynilegum skjölum, en meðal þeirra voru hinar svokölluðu Afgönsku stríðsdagbækur (e. The Afghan War Diaries), Íraksstríðs-skjölin og um 250 þúsund sendiráðspóstar. Afgönsku stríðsdagbækurnar lýstu meðal annars hinum hrottafengnu Granai fjöldamorðum Bandaríkjahers, þar sem bandarískar B1 sprengjuvélar stóðu fyrir loftárásum á þorpið Granai í Farah héraði Afganistan og kostuðu á bilinu 90-150 saklausa borgara lífið, en flestir þeirra voru konur og börn. Í Íraksstríðs-skjölunum mátti meðal annars finna lýsingar á drápum bandarískra einkaverktaka (t.d. Blackwater öryggisþjónustunnar) á saklausum borgurum í Írak og morð bandarískra hermanna á um 700 saklausum íröskum borgurum fyrir að koma of nálægt bandarískum herstöðvum. Einnig gáfu skjölin til kynna að bandarísk stjórnvöld reyndu að hylma yfir dauða 15 þúsund saklausra íraskra borgara og flokkuðu viljandi sum dauðsföll saklausra borgara sem dauðsföll óvina. Einn af mikilvægustu upplýsingalekum Mannings til Wikileaks var myndbandsupptaka sem sýndi loftárásir tveggja bandarískra herþyrlna á saklausa borgara, þar á meðal tvo fréttamenn Reuters fréttaveitunnar. Í kjölfar upplýsingalekans var Manning handtekinn í Írak og var hann látinn sæta fangavist í heil þrjú ár áður en hann fékk loks dómsmeðferð. Manning var geymdur í einangrun í meira en níu mánuði, auk þess lýsti Juan E. Mendez, sérstakur fulltrúi Sameinuðu Þjóðanna á sviði pyntinga, meðferðinni á Bradley Manning sem grimmilegri, ómannúðlegri og niðurlægjandi. Manning var síðan ákærður í 22 ákæruliðum, þar á meðal fyrir brot á herlögum og njósnalögunum frá 1917, og var hann sakfelldur í 19 ákæruliðum. Þar af voru fimm ákærur fyrir njósnir og fimm ákærur fyrir þjófnað. Vissulega er hægt að færa réttlætingu fyrir mörgum ákæruatriðum í garð Mannings, enda braut hann augljóslega herlög með því að leka gríðarlegu magni leynilegra ríkis- og hernaðarleyndarmála til fjölmiðla, enda viðurkenndi Manning sekt sína í tíu ákæruliðum sem hefðu hvort sem er leitt til allt að 20 ára fangelsisvistar. Einn af þeim ákæruliðum sem Manning var hins vegar sýknaður af, reyndist vera einn mikilvægasti ákæruliður ákæruvaldsins, en hann fól í sér þá ásökun að Manning hefði "aðstoðað óvini ríkisins” (e. ”aiding the enemy”) með upplýsingaleka - sem var aldrei meir en hrein vitfirra. Samkvæmt þessum ákæruliði var Manning kærður fyrir að aðstoða Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin í baráttu sinni gegn Bandaríkjunum og hefði sakfelling í þessum ákærulið mögulega leitt til dauðarefsingar eða lífstíðarfangelsis (bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á síðari valkostinn). Til að geta dæmt Manning fyrir að ”aðstoða óvini” bandarískra stjórnvalda, hefði saksóknarinn þurft að sanna að upplýsingarnar sem Manning hafði lekið til Wikileaks hefðu í raun með einhverju móti aðstoðað Al-Qaeda í baráttu sinni gegn Bandaríkjunum eða hefðu stofnað öryggi bandarískra borgara í hættu. Einnig hefði saksóknarinn þurft að sýna fram á að Manning hefði verið meðvitaður um það að uppljóstranir hans myndu aðstoða Al-Qaeda. Einn helsti málflutningur bandarískra stjórnvalda fyrir þessum ákærulið var sá að hluti af Wikileaks skjölunum sem Manning lak, hefði fundist í fartölvu Osama Bin Ladens (fyrrum leiðtoga Al-Qaeda). Hér er brýnt að ítreka að ákærur fyrir njósnir eða landráð eru meðal alvarlegustu ákæra sem til eru innan réttarkerfisins og því ber að taka slíkum ákærum alvarlega. Hins vegar þurfa slíkar ákærur að vera byggðar á skotheldum sönnunargögnum, en sú staðreynd að Bin Laden hefði á einhverjum tímapunkti lesið yfir einhver Wikileaks skjöl frá Manning, var fjarri því að teljast til skotheldra sönnunargagna. Ekkert benti til þess að mögulegur lestur Bin Laden á þessum skjölum hefði með nokkrum hætti aðstoðað hann í hryðjuverkum eða ógnað lífi bandarískra hermanna eða almennra þegna. Til að mynda var einnig vel kunnugt að Bin Laden hafði verið mikill aðdáandi ritverka Bob Woodward (blaðamannsins sem ljóstraði upp um Watergate hneysklið) og hafði meðal annars lesið bókina hans ”Obama’s War”, en þetta þýddi að sjálfsögðu ekki að Woodward hefði gerst sekur um landráð eða hefði með nokkru móti aðstoðað Bin Laden við að fremja hryðjuverkaódæðin sín. Auk þess hefur rannsóknarblaðamönnum enn þann dag í dag gengið erfiðlega við að finna eitt einasta tilfelli þar sem dauðsfall bandarísks hermanns, uppljóstrara (e. informants) eða almennra borgara, sé hægt að rekja til upplýsingaleka Mannings. Manning var hins vegar fundinn sekur í sex ákæruliðum sem tengdust njósnalöggjöfinni frá 1917 og var þessi sakfelling algert reiðarslag fyrir rit- og tjáningarfrelsi (þ.á.m. rannsóknarblaðamennsku), enda mun hún hafa alvarlegar afleiðingar fyrir gegnsæi í opinberri stjórnsýslu og lýðræði almennt. Samkvæmt skilgreiningu fela njósnir í sér að viðkomandi stundi leynilega gagnaöflun fyrir erlend eða utanaðkomandi (eða óvina-) ríki, stofnanir eða einstaklinga. Ómögulegt er að skilja hvern Manning hefði átt að vera að njósna fyrir, að frátöldum bandarískum almenningi. Þessi dómsniðurstaða staðfestir því vitfirringslega lausatúlkun á njósnalöggjöfinni og hefur hún farið langleiðina með að glæpavæða rannsóknarblaðamennsku, þar sem í raun getur hvaða opinberun sem er á glæpsamlegum athæfum stjórnvalda flokkast sem njósnir. Slíkur dómsúrskurður veitir bandarískum stjórnvöldum friðhelgi til að (a) standa á bak við misþyrmingar og fjöldamorð á saklausum borgurum í Mið-Austurlöndunum, (b) fela alvarlega spillingu og vanrækslu í opinberri stjórnsýslu og (c) brjóta grundvallar mannréttindi og stjórnarskrárslög án eftirlits, umsjónar eða ábyrgðar af lýðræðislegum stofnunum. Niðurstöður þessara réttarhalda senda bein og skýr skilaboð til allra opinberra starfsmanna og fjölmiðla, hverju skuli búast við þegar einhver ákveður að ljóstra upp um þegar bandarísk stjórnvöld eða fulltrúar þeirra gerast sek um alvarlega glæpi eða afglöp.Trailblazer hneykslið: Ákæran gegn Thomas Drake Misbeiting ríkisstjórnar Obama á gömlu njósnalögunum til að ákæra Thomas A. Drake fyrir þátt sinn í uppljóstruninni á hinu svokallaða ”Trailblazer hneyksli”, er enn eitt dæmið um óréttmæta ofsókn bandarískra stjórnvalda gegn uppljóstrurum, sem hefur nákvæmlega ekkert með þjóðaröryggi að gera. Árið 2002 fóru þrír starfsmenn bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (J. Kirk Wiebe, William Binney og Ed Loomis) ásamt öldungadeilarþingkonunni Diane Roark fram á að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna skyldi rannsaka meinta fjársóun og spillingu í kringum fjármögnun bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar á eftirlits- og gagnagreiningarkerfinu Trailblazer. Trailblazer eftirlitskerfið var að stærstum hluta þróað af fyrirtækinu Science Application International Organization (SAIC) og átti að verða byltingarkennd tækninýjung á sviði gagnaöflunar, og flaggskip þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna á sviði eftirlitskerfa. Trailblazer verkefnið reyndist aftur á móti vera ein allra stærstu fjárfestingamistök í sögu bandarískra öryggisstofnana og kostaði bandaríska skattgreiðendur marga milljarða Bandaríkjadala. Ekki einungis fór verkefnið langt fram úr fjárhags- og tímaáætlun, heldur reyndist það í lokin alveg gagnslaust og var því hætt við verkefnið árið 2005. Mikil óánægja ríkti meðal starfsmanna bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar yfir ákvörðun Michael Hayden (þáverandi) yfirmanns hennar, um að fjármagna Trailblazer verkefnið, enda bjó stofnunin þegar yfir skilvirku gagnagreiningarkerfi sem tekið var úr sambandi einungis þremur vikum fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Binney, sem var einn af hæfustu verkfræðingum NSA stofnunarinnar, vann að hönnun gagnagreiningarkerfisins ”Thin Thread” sem ekki einungis hefur margoft verið raunprófað með frábærum árangri, heldur var einnig bæði hnitmiðaðra og skilvirkara eftirlitskerfi en gert var ráð fyrir. Samkvæmt starfsmönnum NSA stofnunarinnar, bar Thin-Thread kerfið kennsl á mikið magn samskiptagagna sem talin voru tengjast fyrirhuguðum hryðjuverkaárásum Al-Qaeda á Bandaríkin, en því miður fóru þessar upplýsingar ekki áfram til frekari greiningar vegna ákvarðana Hayden. Ólíkt Trailblazer eftirlitskerfinu, stóðst Thin Thread kerfið kröfur bandarísku stjórnarskrárinnar varðandi verndun á friðhelgi almennings, með því að búa yfir háþróaðri tækni sem gerði kerfinu kleift að sjálfkrafa sigta út grunsamleg samskiptagögn úr almennri samskiptaumferð. Þvert á móti var tæknin á bakvið Trailblazer kerfið byggð á beitingu víðfeðms eftirlitsnets sem hefði ekki einungis brotið gegn ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar um friðhelgi einstaklingsins, heldur hefði einnig gert gagnagreiningu stofnunarinnar hægvirkari og erfiðari. Í ljósi þess að eftirliti á samskiptagögnum til að hafa uppi á hryðjuverkamönnum er oft lýst sem leit að nál í heysátu, má segja að Trailblazer kerfið hefði einungis stækkað heysátuna. Rannsókn bandaríska utanríkisráðuneytisins leiddi í ljós að mikil spilling (t.d. mútuþægni), svik (t.d. útboðssvik) og fjársóun átti sér stað í kringum Trailblazer verkefnið, undir stjórn Hayden. Auk þess gáfu niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að skýrslur sem veittu Thin-Thread eftirlitskerfinu jákvæða umfjöllun, voru annaðhvort hunsaðar eða faldar. Niðurstöður utanríkisráðuneytisins voru hins vegar flokkaðar leynilegar, þar sem birting þeirra hefði verið hrikalegt reiðarslag fyrir bandarísk stjórnmál. Á endanum ákvað einn af háttsettum yfirmönnum NSA stofnunarinnar, Thomas A. Drake, að ljóstra upp um Trailblazer hneykslið til fréttablaðsins Baltimore Sun, en í kjölfarið urðu NSA starfsmennirnir Wiebe, Binney og Loomis ofsóttir af bandarísku alríkislögreglunni og var Drake síðar ákærður í tíu ákæruliðum af Eric Holden alríkissaksóknara (fimm ákæruliðanna voru undir gömlu njósnalöggjöfinni frá 1917) undir stjórn Obama forseta. Hayden sem bar mestu ábyrgðina á Trailblazer hneykslinu hlaut hins vegar stöðuhækkun í kjölfarið og varð yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar. Sorglega staðreyndin á bakvið þetta atvik er sú að leyndin á bak við Trailblazer verkefnið snerist engan veginn um öryggi bandarískra þegna fyrir hryðjuverkum, heldur var tilgangurinn á bak við hana að fela stórkostlegt hneyksli í kringum einkavæðingu á umfangsmiklu þjóðaröryggisverkefni stjórnvalda sem kostaði bandaríska skattgreiðendur milljarða Bandaríkjadala vegna spillingar. Einnig var talið nauðsynlegt að halda Trailblazer hneykslinu leyndu fyrir almenningi þar sem hneykslið hefði eflaust valdið miklum óróa og reiði meðal hans, þar sem ákvörðun stjórnvalda og NSA stofnunarinnar laskaði gríðarlega forvarnarstarfsemi hennar gegn hryðjuverkum, einungis vikum fyrir hryðjuverkaárásirnar á New York (og Washington) 11. september 2001. Upplýsingaleki Thomas Drake var ekkert annað en heiðarleg viðleitni opinbers starfsmanns til að upplýsa bandarískan almenning um alvarlega spillingu eigin yfirvalda, og gott dæmi um föðurlandsvin sem setur hollustu sína gagnvart bandarískum almenningi ofar hollustu sinni gagnvart stjórnvöldum.Íran hneykslin: Ákæran gegn Jeffrey Sterling Á meðan uppljóstranir Drake snerust að mestu leyti um að upplýsa almenning um spillingu stjórnvalda, hefur annar upplýsingaleki afhjúpað alvarlega vanrækslu. Á forsetatímabili Obama var fyrrum starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, Jeffrey Sterling, einnig ákærður á grundvelli njósnalaganna frá 1917 fyrir að leka upplýsingum til New York Times blaðamannsins James Risen um tvær aðgerðir bandarísku leyniþjónustunnar, sem enduðu sem tvö verstu njósnaklúður stofnunarinnar í seinni tíð. Fyrra tilfellið snerist um atvik sem átti sér stað árið 2004 þegar bandaríska leyniþjónustan sendi, í slysni, upplýsingar um njósnanet stofnunarinnar út um gjörvallt Íran, til eins af njósnurum sínum í Íran sem lék tveimur skjöldum og færði írönskum stjórnvöldum þessar upplýsingar. Í kjölfarið var fjölda íranskra starfsmanna bandarísku leyniþjónustunnar fleygt í fangelsi af stjórnvöldum í Teheran, á meðan afdrif annarra eru enn ókunn. Slík er ekki staðan í dag. Hitt tilvikið snerist um leyniaðgerðina Merlin sem gekk út á að blekkja rússneskan kjarnorkueðlisfræðing til að selja meingallaða kjarnorkuvopnaáætlun til Íran, sem hefði mögulega getað seinkað getu íranskra stjórnvalda til að öðlast kjarnorkuvopn um mörg ár. Hins vegar gerði rússneski kjarneðlisfræðingurinn sér grein fyrir göllunum í kjarnorkuáætluninni og ómeðvitaður um ásetning Bandaríkjamanna upplýsti hann stjórnvöld í Íran um gallana, sem gerði það að verkum Íranir voru langt á veg komnir með nothæfa kjarnorkuáætlun. Af þessum tilfellum að dæma er augljóst að atlaga Obama Bandaríkjaforseta gegn uppljóstrurum hefur lítið að gera með þjóðaröryggi Bandaríkjanna eða stríð stjórnvalda gegn hryðjuverkum. Þvert á móti er tilgangurinn með ofsóknum forsetans gegn Bandaríkjamönnum á borð við Snowden, Manning, Kiriakou, Drake og Sterling, sá að grafa undan getu bandarískra fjölmiðla og almennings til að gagnrýna bandarísk stjórnvöld og þannig draga þau til ábyrgðar. Þessu er áorkað með því að gera yfirvöldum kleift að fela alvarlega vanrækslu, spillingu og glæpsamlegt athæfi á bakvið ”þjóðaröryggis” merkimiðann. Vert er að hafa í huga að það umfangsmikla eftirlit bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar felur oft í sér starfsemi sem snýst að engu leyti um þjóðaröryggi, frekar en pólitíska hagsmuni. Meðal upplýsinga sem Edward Snowden lak til fjölmiðla voru leynileg skjöl sem leiddu í ljós að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin hafði meðal annars stundað ólöglegar njósnir á frönskum, grískum og ítölskum stjórnmálamönnum og diplómötum, auk fulltrúa Evrópusambandsins. Svipað var uppi á teningunum fyrir níu árum þegar fyrrum starfsmaður bresku leyniþjónustunnar, Katherine Gun, lak til fjölmiðla minnisblaði frá starfsmanni bandarísku þjóðaröryggisstofnuninnar, sem lýsti njósnastarfsemi stofnunarinnar á samskiptum fulltrúa Sameinuðu Þjóðanna frá sex þjóðum sem ekki voru búnar að taka afstöðu til Íraksstríðsins. Í upphafi stóð til að bresk yfirvöld myndu kæra Gun fyrir að brjóta gegn bresku öryggislöggjöfinni, en féllu síðan frá ákærunni þegar í ljós kom að bresk yfirvöld þyrftu líklega að birta gögn um leynilega ráðgjöf varðandi Íraksstríðið á meðan réttarhöldunum stæði. Ekki er erfitt að ímynda sér hvernig vitneskja um persónuupplýsingar erlendra stjórnmálamanna, gæti verið nýtt í pólitískum tilgangi. Fyrsta hluta greina-seríunnar má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýlegar uppljóstranir Edward Snowden hafa svipt hulunni af umfangsmikilli eftirlits- og gagnaöflunarstarfsemi bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (þ.e.a.s. lýsisgagnaverið (e. metadata) og PRISM verkefnið). Þetta hefur ekki einungis grafið undan trausti stórs hluta bandarísks almennings gagnvart eigin stjórnvöldum, heldur einnig brotið gegn bandarísku stjórnarskránni og veikt lýðræðisstoðir bandarísks samfélags. Engu að síður hafa margar af helstu fjölmiðlasamsteypum Bandaríkjanna ákveðið að einblína frekar á þau lögbrot Snowden að leka til bandarísks almennings, leynilegum upplýsingum um þessar ólöglegu njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar á bandarískum almenningi. Sömu sögu er að segja um ákærurnar á hendur hinum óbreytta hermanni Bradley (Chelsea) Manning, sem á sínum tíma lak umtalsverðu magni opinberra gagna sem vörpuðu ljósi á fjölda morða og mannréttindabrota sem framin hafa verið af Bandaríkjaher og bandarísku leyniþjónustunni, enda hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir þessa glæpi. Bæði meðan á réttarhöldunum stóð og nú í kjölfar dómsuppkvaðningar, hefur athygli flestra helstu fjölmiðlasamsteypa Bandaríkjanna verið beint að manngerð og kynvitund (e. gender identity) Mannings, frekar en þá stórkostlegu glæpi og mannréttindabrot Bandaríkjahers og bandarískra stjórnvalda sem uppljóstranir hans sviptu hulunni af. Fjöldi fjölmiðlamanna hefur jafnvel opinberað efasemdir sínar um hvort eftirlitsstarfsemi bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar hafi í raun verið ólögleg til að byrja með, enda hefur það verið opinber afstaða bandarískra stjórnvalda. Þrátt fyrir það hafa lögfræðisérfræðingar á sviði borgaralegra réttinda fullyrt að eftirlits- og gagnaöflunarstarfsemi bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar brjóti bæði ættjarðarlögin og ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar. Til dæmis hefur lýsisgagnaverið, sem sett var á laggirnar af bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni, veitt yfirvöldum óheftan aðgang að umfangsmiklum símtalsupplýsingum allra landsmanna (bæði innanlands og milli landa), þar á meðal staðsetningu viðmælenda, tíðni, lengd og uppruna símtalanna. Með þessum upplýsingum gætu stjórnvöld til dæmis komist að hvort viðkomandi eigi að stríða við fíkn eða sjúkdóma, og jafnvel tengsl þeirra við stjórnmálasamtök, trúarhópa o.s.frv. Í 215. grein ættjarðarlaganna er stranglega kveðið á um að yfirvöld eigi einungis að geta fengið heimild fyrir slíku eftirliti ef einstaklingar eða stofnanir geti fært fram áþreifanleg gögn eða sannanir fyrir því að gögnin sem öfluð yrðu með slíku eftirliti hafi mikilvægi fyrir ákveðna rannsókn. Með öðrum orðum ákvað bandaríska löggjafarþingið að veita eftirlitsstofnunum heimild til að afla hnitmiðaðra upplýsinga fyrir sérstakar rannsóknir, en allsherjar gagnaöflun á símtölum sérhvers Bandaríkjamanns getur ómögulega talist til hnitmiðaðrar upplýsingaöflunar. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig reynt að réttlæta notkun sína á hinu svokallaða PRISM gagnagreiningarkerfi sem veitir bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni aðgang að öllum samskiptaupplýsingum bandarískra þegna frá internetfyrirtækjum, á grundvelli breytingaákvæðis 1881a í FISA lagatilskipuninni. En samkvæmt þessu ákvæði hefur Bandaríkjaforseti heimild til þess að framkvæma ýtarlegt eftirlit og afla rafrænna gagna án heimildar frá dómsvaldinu, í þeim tilgangi að nálgast erlendar upplýsingar. Hins vegar er stjórnvöldum meinað að afla upplýsinga, með slíkum hætti, um samskipti aðila innanlands. Því hefur PRISM kerfið gerst brotlegt við FISA tilskipunina. Bæði lýsisgagnaverið og PRISM verkefnin brjóta einnig gegn fjórðu grein bandarísku stjórnarskrárinnar, enda kveður hún á um að stjórnvöld megi framkvæma jafn ítarlegar persónunjósnir og eftirlit á bandarískum þegnum ef rökstuddur grunur liggur fyrir að viðkomandi sé sekur um glæpsamlegt athæfi. Til þess að ofangreind eftirlits- og gagnaöflunarstarfsemi þjóðaröryggisstofnunarinnar gæti verið réttlætanleg og í samræmi við túlkun stjórnarskrárinnar, þyrftu stjórnvöld því að búa yfir rökstuddum grun um að megnið af Bandaríkjamönnum sé mögulegir hryðjuverkamenn. Í orðræðu stjórnmálamanna og fjölmiðla í Bandaríkjunum er umræðunni um upplýsingaleka Edward Snowden, Bradley Mannings og annarra uppljóstrara, auk þess stillt upp sem togstreitu milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins annars vegar, og hins vegar almannaöryggis frá hryðjuverkaógninni. Slík uppstilling er hins vegar algjörlega fölsk og í reynd afvegaleiðir hún bandarískan almenning frá því að geta tekið þátt í skynsamlegri og yfirvegaðri umræðu um þá staðreynd að á undanförnum árum hefur bandarískur almenningur verið smám saman sviptur grundvallar stjórnarskrárvörðum réttindum og einstaklingsfrelsi, undir þeim formerkjum að bandarísk stjórnvöld geti verndað þegna sína frá hryðjuverkaógn sem kostar árlega færri Bandaríkjamenn lífið en þeirra eigin húsgögn. Að sjálfsögðu þýðir það ekki að hryðjuverkaógnin ætti ekki að vera tekin alvarlega, heldur þýðir þetta einungis að hættan af hryðjuverkaógninni hefur verið stórlega ýkt og tekin út úr víðara og þýðingarmiklu samhengi. Bandarísku fjölmiðlasamsteypurnar hafa þar gegnt lykilhlutverki. Til að mynda hafa bandarískir stjórnmálamenn og fjölmiðlar staðið á bak við það mikinn hræðsluáróður varðandi ”frelsi” og ”réttindi” Bandaríkjamanna til skotvopnaeigna að ómögulegt hefur verið að finna nægjanlegan pólitískan vilja til að skerða einungis lítillega frelsi Bandaríkjamanna til skotvopnakaupa, þrátt fyrir að á hverju ári deyja yfir 30 þúsund manns vegna skotvopna. Einnig hefur trúarofstæki stjórnmálamanna og fjölmiðla vestanhafs gert það ómögulegt að skerða lítillega trúfrelsi bandarískra gyðinga, þrátt fyrir að um 100 börn deyi árlega vegna misheppnaðs umskurðar. Aftur á móti virðist stórum hluta Bandaríkjamanna og fjölmiðla finnast það ásættanlegt að stjórnvöld skerði bæði grundvallar tjáningarfrelsi og frelsi einstaklingsins til friðhelgis (án hans vitundar), í þeim tilgangi að verjast hryðjuverkaógn sem kostar að meðaltali um 15-17 manns lífið árlega. Þessi grundvallar stjórnarskrárvörðu réttindi hafa frá stofnun bandaríska lýðveldisins skilgreint Bandaríkin sem lýðræðislegt samfélag og aðskilið þjóðina frá ríkjum á borð við Kína og Rússland, þar sem pólitísk kúgun er og hefur verið ríkjandi.Þjóðaröryggi eða starfsöryggi? Á skjön við þá orðræðu sem einkennt hefur stóran hluta bandarískra fjölmiða, er þekking og skilningur almennings á stjórnarháttum og framferði eigin yfirvalda, lýðræðinu mikilvæg og undirstaða þess að almenningur geti tekið skynsamlegar og upplýstar ákvarðanir í kosningum. Í lýðræðislegu samfélagi ÞARF almenningur að vita hvort eigin stjórnvöld hafa gerst sek um alvarleg embættisafglöp eða pólitíska spillingu. Í lýðræðislegu samfélagi ÞARF almenningur að vita hvort eigin stjórnvöld séu að framkvæma siðlausar hernaðaraðgerðir sem kosta fjölda saklausra borgara lífið á erlendri grundu. Í lýðræðislegu samfélagi ÞARF almenningur að vita hvort eigin stjórnvöld hafi aðgang að tölvupóstinum sínum, textaskilaboðum, símtölum, og hegðun sinni á internetinu. Á undanförnum árum hafa nokkrir hugrakkir Bandaríkjamenn gert sitt besta til að liðsinna bandarísku lýðræði, með því að standa fyrir mikilvægum upplýsingaleka til fjölmiðla á borð við Guardian, Washington Post, New York Times og The Nation. Miðlun slíkra upplýsinga til almennings hefur engu að síður verið þeim gífurlega kostnaðarsamt hvað varðar starfsframa, orðspor og jafnvel frelsi. Í forsetatíð Barack Obama, hafa meðal annars sjö þeirra verið ákærðir fyrir njósnir og föðurlandssvik, og sakaðir um að stofna þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu. Staðreyndin er þvert á móti sú að í þeim sjö tilvikum sem Obama Bandaríkjaforseti hefur misbeitt njósnalögunum frá 1917 (e. espionage act of 1917) til að ákæra uppljóstrarana, hefur upplýsingalekinn sjaldan (ef nokkurn tímann) grafið undan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Lekinn hefur hins vegar komið upp um alvarlega vanrækslu og spillingu í opinberri stjórnsýslu, og ólögleg og hrottafengin fjöldamorð bandarískra stjórnvalda á erlendri grundu (sjá að neðan). Með öðrum orðum snýst þetta ekki um hvort uppljóstranirnar ógni öryggi bandarísks almennings, heldur hvort þær ógni starfsöryggi ráðandi stjórnmálamanna. Til marks um það hafa bandarísk stjórnvöld oft á tíðum gerst sjálf sek um að leka opinberum trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla eftir þeirra eigin hentugleika, þrátt fyrir að þessar upplýsingar gætu ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna, á sömu forsendum og uppljóstranir Snowden og Manning. Dick Cheney, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna (sem nýverið ásakaði Snowden um föðurlandssvik), lak meðal annars sjálfur leynilegum gögnum frá bandarísku leyniþjónustunni, sem innihéldu falskar upplýsingar um kaup írakskra stjórnvalda á 100 þúsund álhleðslum til notkunar fyrir úrvinnslu á úraníum. Þessar upplýsingar voru síðar meir notaðar til að réttlæta innrásina í Írak, á fölskum forsendum. Upplýsingalekinn var hluti af áróðursstríði Bush Jr. ríkisstjórnarinnar til að byggja upp stuðning meðal almennings fyrir innrásinni í Írak og var því sérstaklega hentugt verkfæri fyrir þáverandi stjórnvöld. Obama Bandaríkjaforseti hefur einnig sjálfur staðið fyrir leka á viðkvæmum trúnaðarupplýsingum í fjölda tilvika. Til dæmis á síðasta ári á meðan kosningabaráttan um Bandaríkjaforseta var á fullu skriði, birti New York Times dagblaðið forsíðufrétt þess efnis að internet-vírusinn ”Stuxnet Ormurinn” sem herjaði á kjarnorkustöðvar Írans og lamaði starfsemi þeirra, hafi átt rætur sínar að rekja til bandarískra og ísraelskra stjórnvalda, og með stuðningi Obama. Upplýsingunum um uppruna tölvuvírussins lak háttsettur aðili innan ríkisstjórnar Obama og lentu þær í sviðsljósinu eimmitt á meðan Obama var í miðri kosningabaráttu. Lekinn varð einnig til þess að styrkja ímynd forsetans á sviði þjóðaröryggis og utanríkismála. William Daley, fyrrum starfsmannastjóri Hvíta hússins undir stjórn Obama, gortaði jafnvel af hæfileikum sínum í að leka trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla í viðtali við tímaritið Politico, en undirstrikaði jafnframt að forveri sinn Rahm Emanuel (einnig starfsmannastjóri undir stjórn Obama) hefði og mundi ávallt vera höfuð-uppljóstrarinn (e. ”leaker-in-chief”). Ofsóknir ríkisstjórnar Obama gegn uppljóstrurum eru því alfarið háðar því hvort upplýsingalekinn sé hentugur eða óhentugur fyrir stjórnvöld, og hafa lítið með þjóðaröryggi Bandaríkjamanna að gera. Ef upplýsingaleki eykur líkurnar á endurkosningu sitjandi forseta eða styður við stefnu stjórnvalda, er hann álitinn ásættanlegur. Hins vegar ef upplýsingalekinn afhjúpar hrottafengna meðferð bandaríska hersins á saklausum borgurum í Mið-Austurlöndunum og Asíu, eða spillingu og vanhæfni stjórnvalda, telur ríkisstjórn Obama lekann vera jafngildan njósnum og föðurlandssvikum. Í janúarmánuði á þessu ári var John Kiriakou, fyrrum starfsmaður bandarísku leyniþjóstunnar (CIA), til að mynda dæmdur til þess að afplána tvö og hálft ár í fangelsi eftir að hafa ljóstrað upp um vatnapyntingar kollega síns (án þess að geta hans með nafni), en þær brjóta í bága við alþjóðleg lög. Á meðan hefur enginn verið sóttur til saka fyrir þessar ólöglegu pyntingar. Jafnvel hafa verið tilfelli þar sem yfirvöld hafa látið til skarar skríða gegn opinberum starfsmönnum, hreinlega vegna skoðana þeirra. Til dæmis var Peter Van Buren, fyrrum starfsmanni utanríkisráðuneytisins, vikið úr starfi eftir að hafa gefið út bókina sína “We Meant Well: How I Helped Lose the Battle for the Hearts and Minds of the Iraqi People” þar sem hann fjallar um hina gríðarlegu fjársóun og þá óstjórn sem átti sér stað í kringum enduruppbyggingu Íraks. Brottrekstur Van Burens snerist hreinlega um vanþóknun yfirvalda á því að hann skyldi hafa birt opinberar upplýsingar (sem voru almenningi aðgengilegar) til að gagnrýna stefnu sjórnvalda, enda gerðist hann aldrei brotlegur við nein lög eða verklagsreglur. Aftur á móti, ákváðu bandarísk stjórnvöld ekki að bregðast við bók sem gefin var út af öðrum fyrrverandi leyniþjónustumanni, José Rodriquez, þar sem hann upphóf vatnapyntingar leyniþjónustunnar og hreykti sér af sinni eigin aðkomu í þessum ólöglegu aðgerðum. Þrátt fyrir að Kiriakou hafi einungis fyrr á þessu ári verið kærður af ríkisstjórn Obama fyrir njósnir á grundvelli njósnalaganna frá 1917, var hann því miður ekki eina fórnarlamb misbeitingar á gömlu njósnalögunum í ár. Wikileaks lekarnir: Ákæran gegn Bradley Manning Á síðastliðnum árum hafa Wikileaks samtökin orðið ein af öflugustu fjölmiðlastofnunum heims, enda hafa þau gegnt veigamiklu hlutverki í stuðningi við gagnrýnni rannsóknarblaðamennsku, sem því miður hefur verið á hröðu undanhaldi hjá flestum af stærstu fjölmiðlasamsteypum heims. Wikileaks hafa reglulega miðlað upplýsingum frá uppljóstrurum til fjölmiðla á borð við Guardian, The New York Times, Le Monde, El Pais og Der Spiegel. Tilkomumestu uppljóstranir Wikileaks samtakanna voru vafalaust upplýsingalekinn sem kom frá ungum bandarískum hermanni sem staðsettur var í Írak, Bradley Manning. Manning lak um 750 þúsund leynilegum skjölum, en meðal þeirra voru hinar svokölluðu Afgönsku stríðsdagbækur (e. The Afghan War Diaries), Íraksstríðs-skjölin og um 250 þúsund sendiráðspóstar. Afgönsku stríðsdagbækurnar lýstu meðal annars hinum hrottafengnu Granai fjöldamorðum Bandaríkjahers, þar sem bandarískar B1 sprengjuvélar stóðu fyrir loftárásum á þorpið Granai í Farah héraði Afganistan og kostuðu á bilinu 90-150 saklausa borgara lífið, en flestir þeirra voru konur og börn. Í Íraksstríðs-skjölunum mátti meðal annars finna lýsingar á drápum bandarískra einkaverktaka (t.d. Blackwater öryggisþjónustunnar) á saklausum borgurum í Írak og morð bandarískra hermanna á um 700 saklausum íröskum borgurum fyrir að koma of nálægt bandarískum herstöðvum. Einnig gáfu skjölin til kynna að bandarísk stjórnvöld reyndu að hylma yfir dauða 15 þúsund saklausra íraskra borgara og flokkuðu viljandi sum dauðsföll saklausra borgara sem dauðsföll óvina. Einn af mikilvægustu upplýsingalekum Mannings til Wikileaks var myndbandsupptaka sem sýndi loftárásir tveggja bandarískra herþyrlna á saklausa borgara, þar á meðal tvo fréttamenn Reuters fréttaveitunnar. Í kjölfar upplýsingalekans var Manning handtekinn í Írak og var hann látinn sæta fangavist í heil þrjú ár áður en hann fékk loks dómsmeðferð. Manning var geymdur í einangrun í meira en níu mánuði, auk þess lýsti Juan E. Mendez, sérstakur fulltrúi Sameinuðu Þjóðanna á sviði pyntinga, meðferðinni á Bradley Manning sem grimmilegri, ómannúðlegri og niðurlægjandi. Manning var síðan ákærður í 22 ákæruliðum, þar á meðal fyrir brot á herlögum og njósnalögunum frá 1917, og var hann sakfelldur í 19 ákæruliðum. Þar af voru fimm ákærur fyrir njósnir og fimm ákærur fyrir þjófnað. Vissulega er hægt að færa réttlætingu fyrir mörgum ákæruatriðum í garð Mannings, enda braut hann augljóslega herlög með því að leka gríðarlegu magni leynilegra ríkis- og hernaðarleyndarmála til fjölmiðla, enda viðurkenndi Manning sekt sína í tíu ákæruliðum sem hefðu hvort sem er leitt til allt að 20 ára fangelsisvistar. Einn af þeim ákæruliðum sem Manning var hins vegar sýknaður af, reyndist vera einn mikilvægasti ákæruliður ákæruvaldsins, en hann fól í sér þá ásökun að Manning hefði "aðstoðað óvini ríkisins” (e. ”aiding the enemy”) með upplýsingaleka - sem var aldrei meir en hrein vitfirra. Samkvæmt þessum ákæruliði var Manning kærður fyrir að aðstoða Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin í baráttu sinni gegn Bandaríkjunum og hefði sakfelling í þessum ákærulið mögulega leitt til dauðarefsingar eða lífstíðarfangelsis (bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á síðari valkostinn). Til að geta dæmt Manning fyrir að ”aðstoða óvini” bandarískra stjórnvalda, hefði saksóknarinn þurft að sanna að upplýsingarnar sem Manning hafði lekið til Wikileaks hefðu í raun með einhverju móti aðstoðað Al-Qaeda í baráttu sinni gegn Bandaríkjunum eða hefðu stofnað öryggi bandarískra borgara í hættu. Einnig hefði saksóknarinn þurft að sýna fram á að Manning hefði verið meðvitaður um það að uppljóstranir hans myndu aðstoða Al-Qaeda. Einn helsti málflutningur bandarískra stjórnvalda fyrir þessum ákærulið var sá að hluti af Wikileaks skjölunum sem Manning lak, hefði fundist í fartölvu Osama Bin Ladens (fyrrum leiðtoga Al-Qaeda). Hér er brýnt að ítreka að ákærur fyrir njósnir eða landráð eru meðal alvarlegustu ákæra sem til eru innan réttarkerfisins og því ber að taka slíkum ákærum alvarlega. Hins vegar þurfa slíkar ákærur að vera byggðar á skotheldum sönnunargögnum, en sú staðreynd að Bin Laden hefði á einhverjum tímapunkti lesið yfir einhver Wikileaks skjöl frá Manning, var fjarri því að teljast til skotheldra sönnunargagna. Ekkert benti til þess að mögulegur lestur Bin Laden á þessum skjölum hefði með nokkrum hætti aðstoðað hann í hryðjuverkum eða ógnað lífi bandarískra hermanna eða almennra þegna. Til að mynda var einnig vel kunnugt að Bin Laden hafði verið mikill aðdáandi ritverka Bob Woodward (blaðamannsins sem ljóstraði upp um Watergate hneysklið) og hafði meðal annars lesið bókina hans ”Obama’s War”, en þetta þýddi að sjálfsögðu ekki að Woodward hefði gerst sekur um landráð eða hefði með nokkru móti aðstoðað Bin Laden við að fremja hryðjuverkaódæðin sín. Auk þess hefur rannsóknarblaðamönnum enn þann dag í dag gengið erfiðlega við að finna eitt einasta tilfelli þar sem dauðsfall bandarísks hermanns, uppljóstrara (e. informants) eða almennra borgara, sé hægt að rekja til upplýsingaleka Mannings. Manning var hins vegar fundinn sekur í sex ákæruliðum sem tengdust njósnalöggjöfinni frá 1917 og var þessi sakfelling algert reiðarslag fyrir rit- og tjáningarfrelsi (þ.á.m. rannsóknarblaðamennsku), enda mun hún hafa alvarlegar afleiðingar fyrir gegnsæi í opinberri stjórnsýslu og lýðræði almennt. Samkvæmt skilgreiningu fela njósnir í sér að viðkomandi stundi leynilega gagnaöflun fyrir erlend eða utanaðkomandi (eða óvina-) ríki, stofnanir eða einstaklinga. Ómögulegt er að skilja hvern Manning hefði átt að vera að njósna fyrir, að frátöldum bandarískum almenningi. Þessi dómsniðurstaða staðfestir því vitfirringslega lausatúlkun á njósnalöggjöfinni og hefur hún farið langleiðina með að glæpavæða rannsóknarblaðamennsku, þar sem í raun getur hvaða opinberun sem er á glæpsamlegum athæfum stjórnvalda flokkast sem njósnir. Slíkur dómsúrskurður veitir bandarískum stjórnvöldum friðhelgi til að (a) standa á bak við misþyrmingar og fjöldamorð á saklausum borgurum í Mið-Austurlöndunum, (b) fela alvarlega spillingu og vanrækslu í opinberri stjórnsýslu og (c) brjóta grundvallar mannréttindi og stjórnarskrárslög án eftirlits, umsjónar eða ábyrgðar af lýðræðislegum stofnunum. Niðurstöður þessara réttarhalda senda bein og skýr skilaboð til allra opinberra starfsmanna og fjölmiðla, hverju skuli búast við þegar einhver ákveður að ljóstra upp um þegar bandarísk stjórnvöld eða fulltrúar þeirra gerast sek um alvarlega glæpi eða afglöp.Trailblazer hneykslið: Ákæran gegn Thomas Drake Misbeiting ríkisstjórnar Obama á gömlu njósnalögunum til að ákæra Thomas A. Drake fyrir þátt sinn í uppljóstruninni á hinu svokallaða ”Trailblazer hneyksli”, er enn eitt dæmið um óréttmæta ofsókn bandarískra stjórnvalda gegn uppljóstrurum, sem hefur nákvæmlega ekkert með þjóðaröryggi að gera. Árið 2002 fóru þrír starfsmenn bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (J. Kirk Wiebe, William Binney og Ed Loomis) ásamt öldungadeilarþingkonunni Diane Roark fram á að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna skyldi rannsaka meinta fjársóun og spillingu í kringum fjármögnun bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar á eftirlits- og gagnagreiningarkerfinu Trailblazer. Trailblazer eftirlitskerfið var að stærstum hluta þróað af fyrirtækinu Science Application International Organization (SAIC) og átti að verða byltingarkennd tækninýjung á sviði gagnaöflunar, og flaggskip þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna á sviði eftirlitskerfa. Trailblazer verkefnið reyndist aftur á móti vera ein allra stærstu fjárfestingamistök í sögu bandarískra öryggisstofnana og kostaði bandaríska skattgreiðendur marga milljarða Bandaríkjadala. Ekki einungis fór verkefnið langt fram úr fjárhags- og tímaáætlun, heldur reyndist það í lokin alveg gagnslaust og var því hætt við verkefnið árið 2005. Mikil óánægja ríkti meðal starfsmanna bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar yfir ákvörðun Michael Hayden (þáverandi) yfirmanns hennar, um að fjármagna Trailblazer verkefnið, enda bjó stofnunin þegar yfir skilvirku gagnagreiningarkerfi sem tekið var úr sambandi einungis þremur vikum fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Binney, sem var einn af hæfustu verkfræðingum NSA stofnunarinnar, vann að hönnun gagnagreiningarkerfisins ”Thin Thread” sem ekki einungis hefur margoft verið raunprófað með frábærum árangri, heldur var einnig bæði hnitmiðaðra og skilvirkara eftirlitskerfi en gert var ráð fyrir. Samkvæmt starfsmönnum NSA stofnunarinnar, bar Thin-Thread kerfið kennsl á mikið magn samskiptagagna sem talin voru tengjast fyrirhuguðum hryðjuverkaárásum Al-Qaeda á Bandaríkin, en því miður fóru þessar upplýsingar ekki áfram til frekari greiningar vegna ákvarðana Hayden. Ólíkt Trailblazer eftirlitskerfinu, stóðst Thin Thread kerfið kröfur bandarísku stjórnarskrárinnar varðandi verndun á friðhelgi almennings, með því að búa yfir háþróaðri tækni sem gerði kerfinu kleift að sjálfkrafa sigta út grunsamleg samskiptagögn úr almennri samskiptaumferð. Þvert á móti var tæknin á bakvið Trailblazer kerfið byggð á beitingu víðfeðms eftirlitsnets sem hefði ekki einungis brotið gegn ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar um friðhelgi einstaklingsins, heldur hefði einnig gert gagnagreiningu stofnunarinnar hægvirkari og erfiðari. Í ljósi þess að eftirliti á samskiptagögnum til að hafa uppi á hryðjuverkamönnum er oft lýst sem leit að nál í heysátu, má segja að Trailblazer kerfið hefði einungis stækkað heysátuna. Rannsókn bandaríska utanríkisráðuneytisins leiddi í ljós að mikil spilling (t.d. mútuþægni), svik (t.d. útboðssvik) og fjársóun átti sér stað í kringum Trailblazer verkefnið, undir stjórn Hayden. Auk þess gáfu niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að skýrslur sem veittu Thin-Thread eftirlitskerfinu jákvæða umfjöllun, voru annaðhvort hunsaðar eða faldar. Niðurstöður utanríkisráðuneytisins voru hins vegar flokkaðar leynilegar, þar sem birting þeirra hefði verið hrikalegt reiðarslag fyrir bandarísk stjórnmál. Á endanum ákvað einn af háttsettum yfirmönnum NSA stofnunarinnar, Thomas A. Drake, að ljóstra upp um Trailblazer hneykslið til fréttablaðsins Baltimore Sun, en í kjölfarið urðu NSA starfsmennirnir Wiebe, Binney og Loomis ofsóttir af bandarísku alríkislögreglunni og var Drake síðar ákærður í tíu ákæruliðum af Eric Holden alríkissaksóknara (fimm ákæruliðanna voru undir gömlu njósnalöggjöfinni frá 1917) undir stjórn Obama forseta. Hayden sem bar mestu ábyrgðina á Trailblazer hneykslinu hlaut hins vegar stöðuhækkun í kjölfarið og varð yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar. Sorglega staðreyndin á bakvið þetta atvik er sú að leyndin á bak við Trailblazer verkefnið snerist engan veginn um öryggi bandarískra þegna fyrir hryðjuverkum, heldur var tilgangurinn á bak við hana að fela stórkostlegt hneyksli í kringum einkavæðingu á umfangsmiklu þjóðaröryggisverkefni stjórnvalda sem kostaði bandaríska skattgreiðendur milljarða Bandaríkjadala vegna spillingar. Einnig var talið nauðsynlegt að halda Trailblazer hneykslinu leyndu fyrir almenningi þar sem hneykslið hefði eflaust valdið miklum óróa og reiði meðal hans, þar sem ákvörðun stjórnvalda og NSA stofnunarinnar laskaði gríðarlega forvarnarstarfsemi hennar gegn hryðjuverkum, einungis vikum fyrir hryðjuverkaárásirnar á New York (og Washington) 11. september 2001. Upplýsingaleki Thomas Drake var ekkert annað en heiðarleg viðleitni opinbers starfsmanns til að upplýsa bandarískan almenning um alvarlega spillingu eigin yfirvalda, og gott dæmi um föðurlandsvin sem setur hollustu sína gagnvart bandarískum almenningi ofar hollustu sinni gagnvart stjórnvöldum.Íran hneykslin: Ákæran gegn Jeffrey Sterling Á meðan uppljóstranir Drake snerust að mestu leyti um að upplýsa almenning um spillingu stjórnvalda, hefur annar upplýsingaleki afhjúpað alvarlega vanrækslu. Á forsetatímabili Obama var fyrrum starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, Jeffrey Sterling, einnig ákærður á grundvelli njósnalaganna frá 1917 fyrir að leka upplýsingum til New York Times blaðamannsins James Risen um tvær aðgerðir bandarísku leyniþjónustunnar, sem enduðu sem tvö verstu njósnaklúður stofnunarinnar í seinni tíð. Fyrra tilfellið snerist um atvik sem átti sér stað árið 2004 þegar bandaríska leyniþjónustan sendi, í slysni, upplýsingar um njósnanet stofnunarinnar út um gjörvallt Íran, til eins af njósnurum sínum í Íran sem lék tveimur skjöldum og færði írönskum stjórnvöldum þessar upplýsingar. Í kjölfarið var fjölda íranskra starfsmanna bandarísku leyniþjónustunnar fleygt í fangelsi af stjórnvöldum í Teheran, á meðan afdrif annarra eru enn ókunn. Slík er ekki staðan í dag. Hitt tilvikið snerist um leyniaðgerðina Merlin sem gekk út á að blekkja rússneskan kjarnorkueðlisfræðing til að selja meingallaða kjarnorkuvopnaáætlun til Íran, sem hefði mögulega getað seinkað getu íranskra stjórnvalda til að öðlast kjarnorkuvopn um mörg ár. Hins vegar gerði rússneski kjarneðlisfræðingurinn sér grein fyrir göllunum í kjarnorkuáætluninni og ómeðvitaður um ásetning Bandaríkjamanna upplýsti hann stjórnvöld í Íran um gallana, sem gerði það að verkum Íranir voru langt á veg komnir með nothæfa kjarnorkuáætlun. Af þessum tilfellum að dæma er augljóst að atlaga Obama Bandaríkjaforseta gegn uppljóstrurum hefur lítið að gera með þjóðaröryggi Bandaríkjanna eða stríð stjórnvalda gegn hryðjuverkum. Þvert á móti er tilgangurinn með ofsóknum forsetans gegn Bandaríkjamönnum á borð við Snowden, Manning, Kiriakou, Drake og Sterling, sá að grafa undan getu bandarískra fjölmiðla og almennings til að gagnrýna bandarísk stjórnvöld og þannig draga þau til ábyrgðar. Þessu er áorkað með því að gera yfirvöldum kleift að fela alvarlega vanrækslu, spillingu og glæpsamlegt athæfi á bakvið ”þjóðaröryggis” merkimiðann. Vert er að hafa í huga að það umfangsmikla eftirlit bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar felur oft í sér starfsemi sem snýst að engu leyti um þjóðaröryggi, frekar en pólitíska hagsmuni. Meðal upplýsinga sem Edward Snowden lak til fjölmiðla voru leynileg skjöl sem leiddu í ljós að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin hafði meðal annars stundað ólöglegar njósnir á frönskum, grískum og ítölskum stjórnmálamönnum og diplómötum, auk fulltrúa Evrópusambandsins. Svipað var uppi á teningunum fyrir níu árum þegar fyrrum starfsmaður bresku leyniþjónustunnar, Katherine Gun, lak til fjölmiðla minnisblaði frá starfsmanni bandarísku þjóðaröryggisstofnuninnar, sem lýsti njósnastarfsemi stofnunarinnar á samskiptum fulltrúa Sameinuðu Þjóðanna frá sex þjóðum sem ekki voru búnar að taka afstöðu til Íraksstríðsins. Í upphafi stóð til að bresk yfirvöld myndu kæra Gun fyrir að brjóta gegn bresku öryggislöggjöfinni, en féllu síðan frá ákærunni þegar í ljós kom að bresk yfirvöld þyrftu líklega að birta gögn um leynilega ráðgjöf varðandi Íraksstríðið á meðan réttarhöldunum stæði. Ekki er erfitt að ímynda sér hvernig vitneskja um persónuupplýsingar erlendra stjórnmálamanna, gæti verið nýtt í pólitískum tilgangi. Fyrsta hluta greina-seríunnar má finna hér.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun