Innlent

Fimm létust þegar lest skall á strætisvagni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fremsti hluti vagnsins rifnaði af við áreksturinn.
Fremsti hluti vagnsins rifnaði af við áreksturinn. samsett mynd/afp
Fimm létust og sex slösuðust þegar lest skall á strætisvagni rétt fyrir utan Ottawa, höfuðborgar Kanada, í dag.

Farþegar vagnsins eru sagðir hafa öskrað á vagnstjórann og skipað honum að stoppa þegar hann keyrði í gegn um lokað öryggishlið við lestarteinana.

Að sögn farþega í vagninum nauðhemlaði vagnstjórinn þegar öskrað var á hann en þá var það orðið of seint. Fremsti hluti vagnsins, sem er tveggja hæða, rifnaði af við höggið en enginn lestarfarþeganna slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×