Innlent

Stórefla þarf vændisrannsóknir

Svavar Hávarðsson skrifar
Ein niðurstaða nefndarinnar er að stórauka þarf rannsóknir er varða jafnréttismál. 
fréttablaðið/hari
Ein niðurstaða nefndarinnar er að stórauka þarf rannsóknir er varða jafnréttismál. fréttablaðið/hari
Stórefla þarf rannsóknir á vændi, þar sem varpa þarf ljósi á karla sem vændiskaupendur. Efla þarf rannsóknir á ofbeldismenningu og þætti karla í henni, bæði hvað varðar ofbeldi í nánum samböndum og ekki síst ofbeldi almennt.

Þetta er meðal niðurstaðna starfshóps velferðarráðherra um karla og jafnrétti, sem skipaður var til að fjalla um hlut karla í jafnréttismálum. Í skýrslu nefndarinnar eru tíundaðar fimmtán tillögur að sérstökum aðgerðum, rannsóknum og verkefnum. Starfshópurinn var skipaður í janúar 2011 sem liður í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2011-2014.

Vinnurammi starfshópsins var að mestu bundinn við fimm svið: Ofbeldi og kynbundið ofbeldi; umönnun, fæðingarorlof og forsjá; heilsu og lífsgæði; klám og vændi og menntun og kynskiptan vinnumarkað.

Í tillögunum bendir starfshópurinn á nauðsyn þess að efla rannsóknir á ýmsum sviðum jafnréttismála. Auk þess sem að framan er nefnt telur starfshópurinn að rannsaka þurfi efnahags- og félagslega stöðu meðlagsgreiðenda, sem í flestum tilfellum eru karlar. Þá telur starfshópurinn að kanna verði þörf námskeiðs fyrir foreldra um afleiðingar skilnaðar á börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×