Innlent

Sjúkraskrárnar ekki opnaðar

Svavar Hávarðsson skrifar
Grunur um misferli reyndist ástæðulaus. fréttablaðið/stefán
Grunur um misferli reyndist ástæðulaus. fréttablaðið/stefán
Rannsókn Eftirlitsnefndar með rafrænum sjúkraskrám leiddi ekkert óeðlilegt í ljós, samkvæmt ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2012. Vegna frétta af þekktum einstaklingum sem leituðu til Landspítalans var kannað hvort óviðkomandi hefðu opnað sjúkraskrár þeirra. Þá óskuðu 56 sjúklingar eftir lista yfir þá sem hefðu opnað sjúkraskrá þeirra og fimm beiðnir komu frá yfirmönnum vegna gruns um misferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×