Innlent

Lögreglan kemur hundi heim með hjálp Facebook

Vel fór um hundinn í vörslu lögreglunnar á Akureyri.
Vel fór um hundinn í vörslu lögreglunnar á Akureyri.
Komið var með lítinn Silk-Terrier hund á lögreglustöðina á Akureyri um átta leitið í gærkvöldi eftir að vegfarandi hafði fundið hann villtan á rangli um bæinn, en hundurinn var ómerktur.

Lögreglumenn brugðu á það ráð að taka mynd af honum og setja inn á Facebook, þar sem dóttir eigandans, sem er nemandi á Bifröst í Borgarfirði, bar kennsl á hann. Það leiddi til þess að hvutti var komin í faðm rétts eiganda fyrir norðan um tíu leitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×