Lífið

Hárstjarna á leið til Íslands

Ellý Ármanns skrifar
Anthony Mascolo sem er mikil stórstjarna í hári og margverðlaunahafi innan geirans er að koma til landsins.  Hann hefur leitt hönnunarteymi TIGI til fjölda ára og er einn af Mascolo bræðrum sem stofnuðu á sýnum tíma Toni & Guy. Anthony heldur námskeið og sýningu fyrir hárfagmenn í Austurbæjarbíó þann 12 maí," segir Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi TIGI á Íslandi.

Anthony Mascolo er stórstjarna í hárbransanum.
„Við höfum reynt lengi eða í um 8 ár að fá þennan mikla hársnilling til landsins án árangurs en nú er tíminn. TIGI setur á markað nýja línu sem heitir Hair Reborn og Ísland var valið til taka upp næstu myndatöku fyrir línuna því við höfum svo einstaka og fallega náttúru sem merkið stendur fyrir."

Fríða hefur í heil 8 ár reynt að fá Anthony til að koma á klakann og viti menn hann stígur á svið í Austurbæ 12. maí næstkomandi.
„Þá var ekkert sem stóð í vegi okkar en að plata hann til að halda smá námskeið í leiðinni sem okkur að öllum óviðbúnum tókst. Hann stendur þó ekki einn á sviði þar sem hann tekur með sér hönnunarlið. Það eru fagmenn á borð við Nick Irwin og Akos Bodi sem er hárlitafræðingur sem ætlar að sýna allt það heitasta í háralit fyrir 2013. Svo verður með honum förðunarteymi og fatahönnuður sem sýnir sérstaka útgáfu frá sjálfum Alexander M Queen.

„Það er okkur svo mikill heiður að fá hann til landsins og ætlum við að muna að njóta að hafa svona heiðursmann hérna hjá okkur og ferðast með honum þann inní framtíðasýn í hári fyrir 2013."

Fyrir hverja er sýningin? „Íslenska hárfagmenn," segir Fríða áður en kvatt er.

Hér má kaupa miða á sýninguna (midi.is).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.