Ósamræmi höfuðborgarsvæðis Pétur Ólafsson skrifar 13. ágúst 2013 07:00 Allt í kringum okkur eru bæjarfélög að glíma við alvarlegan fjárhagsvanda. Undanfarin ár hafa sveitarstjórnir þurft að hækka gjöld og draga saman í rekstri. Brátt förum við sem betur fer að sjá ljósið við enda ganganna og sveitarfélög geta aukið þjónustu sína á nýjan leik. Þá er að mínu mati kjörið tækifæri til að endurskoða þá þjónustu sem sveitarfélög veita með vissa samræmingu í huga, einkum stærstu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta snýst nefnilega ekki endilega bara um samkeppnishæfni sveitarfélaga og kapp þeirra til að laða til sín íbúa, eins og margir hafa haldið fram og er að mínu mati mikil einföldun. Fyrir flutningum liggja óteljandi ástæður og oft er það ekki þjónusta sveitarfélags sem ræður úrslitum. Þess vegna verða sveitarfélögin að tala meira saman með aukna samræmingu í huga vegna þess að það er í raun grundvallarréttur fólks að geta flutt á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu án þess að gríðarleg þjónustuskerðing blasi við þeim í nýju sveitarfélagi.Munurinn sláandi Höfuðborgarsvæðið er merkilegt fyrirbæri en þar er hægt að flytja sig um nokkra metra og blasir þá við manni nýr veruleiki. Tugir þúsunda króna á mánuði geta skyndilega fallið niður eða bæst við mánaðarreikninginn. Þetta getur ekki verið jákvæð þróun. Ég vil þó taka fram að ég er alls ekki að segja að öll þjónusta sveitarfélaga eigi að kosta eitt og hið sama. Alls ekki. Ég vil hins vegar taka einfalt dæmi af þessum ótrúlega mun sem ríkir milli sveitarfélaga. Munurinn á dýrasta og ódýrasta sveitarfélaginu í leikskólagjöldum er allt frá 31% til 64%. Foreldra munar um það og skerðir þetta vissulega lífsgæði þegar flutt er frá ódýrasta yfir í það dýrasta. Þessi grein er skrifuð til að hvetja til umræðu án öfga og um leiðir til þess að ná að jafna eins og hægt er gjöld til íbúa milli sveitarfélaga. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga það skilið að stjórnmálamenn setji þá í fyrsta sætið og myndi sambærilega heild milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frekar en það sundurlyndi sem einkennt hefur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu alltof lengi. Flest eigum við það sameiginlegt að vilja búa í sveitarfélagi þar sem útsvari er stillt í hóf án þess að það bitni á þjónustunni. Að hægt sé að vera með börn á leikskóla og í grunnskóla án þess að það kosti offjár og að vita með vissu að farið sé með útsvarsgreiðslur manns á sanngjarnan og vandaðan hátt. Flutningur milli sveitarfélaga án fjárhagsáfalla hlýtur að vera hluti af þessari sýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Allt í kringum okkur eru bæjarfélög að glíma við alvarlegan fjárhagsvanda. Undanfarin ár hafa sveitarstjórnir þurft að hækka gjöld og draga saman í rekstri. Brátt förum við sem betur fer að sjá ljósið við enda ganganna og sveitarfélög geta aukið þjónustu sína á nýjan leik. Þá er að mínu mati kjörið tækifæri til að endurskoða þá þjónustu sem sveitarfélög veita með vissa samræmingu í huga, einkum stærstu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta snýst nefnilega ekki endilega bara um samkeppnishæfni sveitarfélaga og kapp þeirra til að laða til sín íbúa, eins og margir hafa haldið fram og er að mínu mati mikil einföldun. Fyrir flutningum liggja óteljandi ástæður og oft er það ekki þjónusta sveitarfélags sem ræður úrslitum. Þess vegna verða sveitarfélögin að tala meira saman með aukna samræmingu í huga vegna þess að það er í raun grundvallarréttur fólks að geta flutt á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu án þess að gríðarleg þjónustuskerðing blasi við þeim í nýju sveitarfélagi.Munurinn sláandi Höfuðborgarsvæðið er merkilegt fyrirbæri en þar er hægt að flytja sig um nokkra metra og blasir þá við manni nýr veruleiki. Tugir þúsunda króna á mánuði geta skyndilega fallið niður eða bæst við mánaðarreikninginn. Þetta getur ekki verið jákvæð þróun. Ég vil þó taka fram að ég er alls ekki að segja að öll þjónusta sveitarfélaga eigi að kosta eitt og hið sama. Alls ekki. Ég vil hins vegar taka einfalt dæmi af þessum ótrúlega mun sem ríkir milli sveitarfélaga. Munurinn á dýrasta og ódýrasta sveitarfélaginu í leikskólagjöldum er allt frá 31% til 64%. Foreldra munar um það og skerðir þetta vissulega lífsgæði þegar flutt er frá ódýrasta yfir í það dýrasta. Þessi grein er skrifuð til að hvetja til umræðu án öfga og um leiðir til þess að ná að jafna eins og hægt er gjöld til íbúa milli sveitarfélaga. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga það skilið að stjórnmálamenn setji þá í fyrsta sætið og myndi sambærilega heild milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frekar en það sundurlyndi sem einkennt hefur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu alltof lengi. Flest eigum við það sameiginlegt að vilja búa í sveitarfélagi þar sem útsvari er stillt í hóf án þess að það bitni á þjónustunni. Að hægt sé að vera með börn á leikskóla og í grunnskóla án þess að það kosti offjár og að vita með vissu að farið sé með útsvarsgreiðslur manns á sanngjarnan og vandaðan hátt. Flutningur milli sveitarfélaga án fjárhagsáfalla hlýtur að vera hluti af þessari sýn.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar