Framtíð náttúrusýningar í Perlunni í höndum Alþingis Svavar Hávarðsson skrifar 3. október 2013 07:00 Myndin sýnir fyrirhugaða staðsetningu á beinagrind steypireyðar, stærsta dýrs veraldar, í vesturhluta Perlunnar. Mynd/Náttúruminjasafn Íslands Stofnframlag ríkisins að upphæð 400 milljónir króna til að setja upp grunnsýningu Náttúruminjasafns Íslands (NMSÍ) í Perlunni er fellt niður í frumvarpi til fjárlaga næsta árs. Ráðherra segir framhald málsins ráðast af því hvort Alþingi staðfestir leigusamning ríkis og borgar á Perlunni. „Þetta er virkilega slæmt fyrir starfsemina. Ég átti allt eins von á því að stofnframlagið yrði lækkað, en að það skuli vera fellt niður alfarið kemur mér á óvart. Framlag fjárlaganna dugar síðan rétt fyrir einn mann á skrifstofu. Þetta er hneisa fyrir eitt af þrem höfuðsöfnum landsins,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins. Uppbygging grunnsýningar NMSÍ í Perlunni var liður í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og var búið að eyrnamerkja 500 milljónir [400 árið 2013; 100 árið 2014] til að setja sýninguna upp. Í mars undirrituðu ríki og borg samning um leigu á aðstöðu í Perlunni undir sýninguna að upphæð 80 milljónir á ári. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að sýningin yrði opnuð á hausti komanda. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir málið hvíla á leigusamninginn. Hann komi til kasta þingsins við gerð fjáraukalaga. „Ef hann verður samþykktur taka menn ákvörðun um uppbyggingu sýningar og hraða hennar,“ segir Illugi. Spurður um afstöðu til þess að sýningin verði byggð upp eins og fyrirhugað var, sérstaklega í ljósi andstöðu við verkefnið frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, segist Illugi vera í þeim hópi sem vilji sjá rísa gott náttúruminjasafn. „Það er svo annað mál hvenær það verður og hvernig verður að því staðið. Við stöndum frammi fyrir þröngri stöðu í ríkisfjármálunum. En þetta snýst fyrst og síðast um vilja þingsins,“ segir Illugi. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir þýðingu þessarar ákvörðunar stjórnvalda til skoðunar hjá borginni. „Við höfum ekki skilið það þannig að ekki sé áhugi á að setja upp myndarlega náttúrusýningu í Perlunni. Hins vegar væri hik á fjármögnuninni og verkefnið gæti tafist. Við verðum að fá þá mynd skýrða.“ Hilmar vill ekki meina að þessi aðgerð stjórnvalda útiloki sýningarhald í Perlunni með öllu. Mun ódýrari leiðir hafi þegar verið kynntar stjórnvöldum. „Ég vil ekki trúa því að ráðherra hafi blásið þetta allt út af borðinu. Það er hægt að efna til sýningar, t.d. að koma upp steypireyðarbeinagrindinni og kannski geirfuglinum til viðbótar. Það þarf ekki mikið til að koma þessu höfuðsafni aðeins í gang,“ segir Hilmar. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Stofnframlag ríkisins að upphæð 400 milljónir króna til að setja upp grunnsýningu Náttúruminjasafns Íslands (NMSÍ) í Perlunni er fellt niður í frumvarpi til fjárlaga næsta árs. Ráðherra segir framhald málsins ráðast af því hvort Alþingi staðfestir leigusamning ríkis og borgar á Perlunni. „Þetta er virkilega slæmt fyrir starfsemina. Ég átti allt eins von á því að stofnframlagið yrði lækkað, en að það skuli vera fellt niður alfarið kemur mér á óvart. Framlag fjárlaganna dugar síðan rétt fyrir einn mann á skrifstofu. Þetta er hneisa fyrir eitt af þrem höfuðsöfnum landsins,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins. Uppbygging grunnsýningar NMSÍ í Perlunni var liður í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og var búið að eyrnamerkja 500 milljónir [400 árið 2013; 100 árið 2014] til að setja sýninguna upp. Í mars undirrituðu ríki og borg samning um leigu á aðstöðu í Perlunni undir sýninguna að upphæð 80 milljónir á ári. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að sýningin yrði opnuð á hausti komanda. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir málið hvíla á leigusamninginn. Hann komi til kasta þingsins við gerð fjáraukalaga. „Ef hann verður samþykktur taka menn ákvörðun um uppbyggingu sýningar og hraða hennar,“ segir Illugi. Spurður um afstöðu til þess að sýningin verði byggð upp eins og fyrirhugað var, sérstaklega í ljósi andstöðu við verkefnið frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, segist Illugi vera í þeim hópi sem vilji sjá rísa gott náttúruminjasafn. „Það er svo annað mál hvenær það verður og hvernig verður að því staðið. Við stöndum frammi fyrir þröngri stöðu í ríkisfjármálunum. En þetta snýst fyrst og síðast um vilja þingsins,“ segir Illugi. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir þýðingu þessarar ákvörðunar stjórnvalda til skoðunar hjá borginni. „Við höfum ekki skilið það þannig að ekki sé áhugi á að setja upp myndarlega náttúrusýningu í Perlunni. Hins vegar væri hik á fjármögnuninni og verkefnið gæti tafist. Við verðum að fá þá mynd skýrða.“ Hilmar vill ekki meina að þessi aðgerð stjórnvalda útiloki sýningarhald í Perlunni með öllu. Mun ódýrari leiðir hafi þegar verið kynntar stjórnvöldum. „Ég vil ekki trúa því að ráðherra hafi blásið þetta allt út af borðinu. Það er hægt að efna til sýningar, t.d. að koma upp steypireyðarbeinagrindinni og kannski geirfuglinum til viðbótar. Það þarf ekki mikið til að koma þessu höfuðsafni aðeins í gang,“ segir Hilmar.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira