Innlent

„Hræðilegt að opna fyrir þennan möguleika“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir legugjöld á Landspítala hræðilegan möguleika.
Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir legugjöld á Landspítala hræðilegan möguleika.
Í nýjum fjárlögum er gert ráð fyrir legugjöldum á Landspítalanum þar sem sjúklingur þarf að greiða 1200 krónur fyrir hverja nótt sem hann gistir á spítalanum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru um 80% þeirra sem þurfa að nýta þjónustu spítalans ellilífeyrisþegar og öryrkjar. Þetta er einnig sá hópur sem dvelur hvað lengst á spítalanum og gæti því fengið háa reikninga fyrir legugjöld.

Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalagsins finnst hræðilegt að opna fyrir þennan möguleika.

„Við erum að opna fyrir eitthvað sem við vitum ekki hvar endar. Það sem mér finnst ískyggilegast við þetta er að það er verið að jafna niður á við. Fólk á göngudeild þarf að borga og það er verið að jafna það út með því að láta fólk sem leggst inn borgar líka. Það eru rökin fyrir því að þetta er sett á en auðvitað ætti að jafna út í hina áttina og fella niður gjöld á göngudeildum,“ segir Guðmundur.

Í svari frá Velferðarráðuneytinu kemur fram að útfærslu á legugjaldi sé ekki lokið og því ekki unnt að svara að svo stöddu hvort eða hvernig verði staðið að því að veita afslætti, setja hámörk eða veita undanþágur frá gjaldinu. Það er því ekki útséð hvort öryrkjar fái afslátt.

„Það breytir í raun engu. Það eru miklu fleiri en bara öryrkjar sem eru innan Öryrkjabandalagsins, fólk með langvinna sjúkdóma sem þarf að líka liggja lengi inni á spítala,“ segir Guðmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×