Chanel-varalitur í neyðaraðstoð Lydía Geirsdóttir skrifar 3. október 2013 06:00 Eitt eftirminnilegasta atvikið á þeim áratug sem ég hef starfað við þróunar- og neyðaraðstoð átti sér stað einn venjulegan dag á götum Kabúl. Nokkrum dögum fyrr hafði ég í fyrsta sinn fest kaup á glæsilegum eldrauðum Chanel-varalit. Þennan morgun var ég búin að bera á mig dýrgripinn og sat ánægð með mig í bílnum á leið á fund. Þetta var blautur og kaldur dagur og ég var þakklát fyrir miðstöðina í bílnum.Leið eins og hræsnara Fyrr en varði var ég föst í daglegri umferðarteppu og þegar mér varð litið út um gluggann sá ég gamlan mann með þroskahamlaðan son sinn í göturæsinu, leitandi að einhverju verðmæti í ruslinu. Fátækt og eymd þeirra var eins örg og hún gerist, skítugar fatatutlurnar gerðu ekki mikið til að fela þeirra horuðu líkama. Feðgarnir komu auga á mig og ákváðu að færa sig nær glugganum. Í tuttugu mínútur stóðu þeir friðsamlega við gluggann og virtu mig fyrir sér, í hellirigningu og kulda án þess að segja orð. Þarna sat ég, þurr og hlý með minn glansandi varalit og með hverri mínútu sem leið óx mín skömm. Mig langaði til að segja þeim að ég væri í landinu til að hjálpa, til þess að milda eymd landa þeirra, en í ljósi glansandi vara minna og þæginda leið mér líkt og hræsnara. Stundin risti djúpt í sál mína því veruleiki okkar stóðst engan samanburð.Markmiðið Hið stórkostlega ár 2007 var Ísland ríkasta og farsælasta þjóð í heimi, framlag okkar til aðstoðar náungans í heiminum var 0,25% af vergri þjóðarframleiðslu, ólíkt því eina prósenti sem sambærilegar þjóðir leggja af mörkum. Hér skall á hrun eins og allir vita og það mun líklegast taka okkur tíma að ná prósentunni, sem enn stendur sem okkar markmið. Hins vegar heyrast stundum raddir um að við höfum engan veginn efni á því að veita öðrum aðstoð vegna bágrar fjárhagsstöðu okkar. Slík orð minna mig á þennan morgun í Kabúl, því þrátt fyrir erfiðleika stenst okkar raunveruleiki engan samanburð við þá eymd sem hrjáir allt of marga samferðamenn í heiminum. Velferð og sedda bragðast svo miklu betur þegar við öll njótum sömu forréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt eftirminnilegasta atvikið á þeim áratug sem ég hef starfað við þróunar- og neyðaraðstoð átti sér stað einn venjulegan dag á götum Kabúl. Nokkrum dögum fyrr hafði ég í fyrsta sinn fest kaup á glæsilegum eldrauðum Chanel-varalit. Þennan morgun var ég búin að bera á mig dýrgripinn og sat ánægð með mig í bílnum á leið á fund. Þetta var blautur og kaldur dagur og ég var þakklát fyrir miðstöðina í bílnum.Leið eins og hræsnara Fyrr en varði var ég föst í daglegri umferðarteppu og þegar mér varð litið út um gluggann sá ég gamlan mann með þroskahamlaðan son sinn í göturæsinu, leitandi að einhverju verðmæti í ruslinu. Fátækt og eymd þeirra var eins örg og hún gerist, skítugar fatatutlurnar gerðu ekki mikið til að fela þeirra horuðu líkama. Feðgarnir komu auga á mig og ákváðu að færa sig nær glugganum. Í tuttugu mínútur stóðu þeir friðsamlega við gluggann og virtu mig fyrir sér, í hellirigningu og kulda án þess að segja orð. Þarna sat ég, þurr og hlý með minn glansandi varalit og með hverri mínútu sem leið óx mín skömm. Mig langaði til að segja þeim að ég væri í landinu til að hjálpa, til þess að milda eymd landa þeirra, en í ljósi glansandi vara minna og þæginda leið mér líkt og hræsnara. Stundin risti djúpt í sál mína því veruleiki okkar stóðst engan samanburð.Markmiðið Hið stórkostlega ár 2007 var Ísland ríkasta og farsælasta þjóð í heimi, framlag okkar til aðstoðar náungans í heiminum var 0,25% af vergri þjóðarframleiðslu, ólíkt því eina prósenti sem sambærilegar þjóðir leggja af mörkum. Hér skall á hrun eins og allir vita og það mun líklegast taka okkur tíma að ná prósentunni, sem enn stendur sem okkar markmið. Hins vegar heyrast stundum raddir um að við höfum engan veginn efni á því að veita öðrum aðstoð vegna bágrar fjárhagsstöðu okkar. Slík orð minna mig á þennan morgun í Kabúl, því þrátt fyrir erfiðleika stenst okkar raunveruleiki engan samanburð við þá eymd sem hrjáir allt of marga samferðamenn í heiminum. Velferð og sedda bragðast svo miklu betur þegar við öll njótum sömu forréttinda.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun