Innlent

"Smánarlegt og skammarlegt“

Höskuldur Kári Schram skrifar
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það skammarlegt að krabbameinssjúklingar þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir spítalameðferð. Þetta kom fram í máli þingmanns í umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Birgitta sagðist hafa þungar áhyggjur af niðurskurði í mennta- og heilbrigðismálum. Hún vonast til þess að ríkisstjórnin falli frá fyrirhuguðu legugjaldi á spítölum og sagði að gjaldið væri óréttlátt. „Það er smánarlegt og skammarlegt að við búum í þannig samfélagi að við tökum þátt í að greiða skatta til samfélagsins og það sé orðið þannig að það kosti mörg hundruð þúsund að fara í krabbameinsmeðferð,“ sagði Birgitta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×