Júlíus Vífill stefnir ótrauður á fyrsta sætið í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2013 11:36 "Þetta var fínn fundur í gær og mikil eining meðal flokksmanna og nú er bara að fara að undirbúa sig undir þetta.“ Júlíus Vífill Ingvarsson stefnir ótrauður á fyrsta sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir að fulltráð flokksins ákvað í gær að haldið yrði opið prófkjör meðal flokksmanna fyrir kosningarnar næsta vor. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir liggur undir felld og íhugar eftir hvaða sæti hún mun sækjast eftir. Á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi var ákveðið að haldið verði opið prófkjör meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, eftir að stjórn Varðar samþykkti óvænt á aukafundi seinnipartinn í gær að falla frá því að einnig yrði borinn upp tillaga um leiðtogakjör á fundinum. Júlíus Vífill Ingvarsson núverandi oddviti flokksins í Reykjavík er sáttur við þessa niðurstöðu. „Þetta var fínn fundur í gær og mikil eining meðal flokksmanna og nú er bara að fara að undirbúa sig undir þetta,“ segir Júlíus Vífill. En hann sækist eftir því að leiða flokkinn áfram. „Já, ég hef þegar sagt það. Það er sama hvaða leið hefði verið farin. Ég mun gefa kost á mér í leiðtogasætið hér í Reykjavík,“ segir hann. Júlíus Vífill telur að aðalskipulag Reykjavíkur sé ofarlega í huga margra Reykvíkinga, en frestur til að skila inn athugasemdum við það rennur út í dag. „Það sem komið hefur fram að undanförnu er svo augljóst. Mjög mikill meirihluti borgarbúa telur að flugvöllurinn í Reykjavík eigi ekki að fara á þessu aðalskipulags tímabili og ég hef alltaf tekið undir það,“ segir Júlíus Vífill. Aðrir sem nefndir hafa verið sem líklegir frambjóðendur í fyrsta sætið eru Gísli Marteinn Baldursson sem er allt annarar skoðunar varðandi flugvöllinn, Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi. „Ég er enn þá að íhuga málið og tala við mitt fólk. Þetta er stór ákvörðun sem þarf aðeins að liggja yfir. Þetta bindur mann næstu fjögur árin þannig að ég ætla að taka mér aðeins meiri tíma,“ segir Þorbjörg Helga þegar hún er spurð hvort hún stefni á fyrsta sætið. Hún segir ýmislegt í ytra umhverfinu geta haft áhrif á kosningabaráttuna næsta vor, eins og kjara- og efnahagsmál. „Svo er það alltaf grunnþjónustan sem skiptir öllu máli í huga Reykvíkinga. Það eru skólarnir og velferðarmálin og svo hvað þú ert að borga í gjöld og skatta,“ segir Þorbjörg Helga. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson stefnir ótrauður á fyrsta sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir að fulltráð flokksins ákvað í gær að haldið yrði opið prófkjör meðal flokksmanna fyrir kosningarnar næsta vor. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir liggur undir felld og íhugar eftir hvaða sæti hún mun sækjast eftir. Á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi var ákveðið að haldið verði opið prófkjör meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, eftir að stjórn Varðar samþykkti óvænt á aukafundi seinnipartinn í gær að falla frá því að einnig yrði borinn upp tillaga um leiðtogakjör á fundinum. Júlíus Vífill Ingvarsson núverandi oddviti flokksins í Reykjavík er sáttur við þessa niðurstöðu. „Þetta var fínn fundur í gær og mikil eining meðal flokksmanna og nú er bara að fara að undirbúa sig undir þetta,“ segir Júlíus Vífill. En hann sækist eftir því að leiða flokkinn áfram. „Já, ég hef þegar sagt það. Það er sama hvaða leið hefði verið farin. Ég mun gefa kost á mér í leiðtogasætið hér í Reykjavík,“ segir hann. Júlíus Vífill telur að aðalskipulag Reykjavíkur sé ofarlega í huga margra Reykvíkinga, en frestur til að skila inn athugasemdum við það rennur út í dag. „Það sem komið hefur fram að undanförnu er svo augljóst. Mjög mikill meirihluti borgarbúa telur að flugvöllurinn í Reykjavík eigi ekki að fara á þessu aðalskipulags tímabili og ég hef alltaf tekið undir það,“ segir Júlíus Vífill. Aðrir sem nefndir hafa verið sem líklegir frambjóðendur í fyrsta sætið eru Gísli Marteinn Baldursson sem er allt annarar skoðunar varðandi flugvöllinn, Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi. „Ég er enn þá að íhuga málið og tala við mitt fólk. Þetta er stór ákvörðun sem þarf aðeins að liggja yfir. Þetta bindur mann næstu fjögur árin þannig að ég ætla að taka mér aðeins meiri tíma,“ segir Þorbjörg Helga þegar hún er spurð hvort hún stefni á fyrsta sætið. Hún segir ýmislegt í ytra umhverfinu geta haft áhrif á kosningabaráttuna næsta vor, eins og kjara- og efnahagsmál. „Svo er það alltaf grunnþjónustan sem skiptir öllu máli í huga Reykvíkinga. Það eru skólarnir og velferðarmálin og svo hvað þú ert að borga í gjöld og skatta,“ segir Þorbjörg Helga.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira