Innlent

Á annað hundrað lítra af olíu stolið

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna hækkandi eldsneytisverðs hefur olíuþjófnaður aukist síðustu tvö ár
Vegna hækkandi eldsneytisverðs hefur olíuþjófnaður aukist síðustu tvö ár Mynd/Anton Brink
Allt að 160 lítrum af olíu var stolið af vörubifreið sem stóð á vinnusvæði í Keflavík í vikunni. Sá eða þeir sem þarna voru að verki unnu engan skemmdir á bifreiðinni, en olíutankur hennar var ólæstur.

„Síðustu tvö ár hefur verið nokkuð um olíuþjófnaði. Með hækkandi eldsneytisverði hefur þetta aukist,“ segir María Pálsdóttir lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×