Innlent

Flaug í hringi til að brenna eldsneyti

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Flugvél frá Flugfélagi Íslands. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Flugvél frá Flugfélagi Íslands. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Mynd/Pjetur Sigurðsson
Flugvél frá Flugfélagi Íslands hringsólaði yfir Reykjavík í dag.

Samkvæmt Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa Isavia, var flugvélin á leið til Egilsstaða en fljótlega eftir flugtak komst upp að mælir var bilaður.

Því þurfti flugmaðurinn að hringsóla til að brenna eldsneyti og létta vélina til að geta lent aftur á Reykjavíkurflugvelli.

Engin ekki hætta var á ferðum og því enginn viðbúnaður hafður vegna málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×