Fíkniefnaprófanir í ráðhúsi Eyjamanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Elliði Vignisson segir ekki ætlunina að refsa fólki heldur aðstoða það. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir samfélagið ekki geta látið lögregluna eina fást við fíkniefnavandann. Verið sé að virkja allt samfélagið í Eyjum gegn þeim vágesti. Bæjarstjórinn segist ekki óttast útkomu bæjarstarfsmanna í fíkniefnaprófi. „Tilgangurinn er að senda þau skýru skilaboð að hvorki neysla né sala fíkniefna sé samfélagslega viðurkennd," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, þar sem bærinn tekur höndum saman við íþróttafélagið ÍBV og stórútgerðarfyrirtækin Vinnslustöðina og Ísfélagið til að vinna bug á fíkniefnavanda. Fram hefur komið að ellefu skipverjum hjá Vinnslustöðinni var sagt upp eftir að hafa fallið á fíkniefniprófi. Þar munu nú skrifstofufólk og stjórnendur hafa gengist undir sams konar próf. Ísfélagið hyggst feta sömu braut. „Og ef svo fer sem horfir þá verður Ráðhúsið í Vestmannaeyjum ekki undanskilið," segir Elliði bæjarstjóri og boðar aukna viðleitni í þessum efnum. „Við ráðum sumarstarfsfólk í hundraða tali. Það kann vel að vera að í ráðningarsamningum þeirra verði getið um að það sé heimilt að mæla fyrir ólöglegum lyfjum." Elliði segir málið hafa átt visst upphaf hjá foreldrum í bænum sem í fyrrasumar hafi rætt við hann, stórfyrirtækin, íþróttafélagið og fleiri. „Ég held að vímuefnavandinn í Vestmannaeyjum sé síst verri en annars staðar. Hins vegar búum við það vel að við erum mjög náið samfélag þar sem samfélagsleg vitund er mjög mikil. Það er sá styrkur sem við hyggjumst reyna að nota. Það er ekki við hæfi að samfélagið halli sér aftur og stóli á að lögreglan ein sjái um þetta," segir bæjarstjórinn. Elliði leggur áherslu á að ekki sé ætlunin að refsa fólki heldur hjálpa því. Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar þurfi að sýna fordæmi. Þeir geta þannig átt von á því að þurfa að samþykkja að vera teknir í fíkniefnapróf. „Það ætti enginn starfsmaður sveitarfélagsins að þurfa að óttast slíkt, ég hef ekki nokkra trú á því," segir hann. Nefnt hefur verið að fíkniefnaprófin kunni að brjóta á rétti manna til einkalífs. „Þegar fólk skrifar undir ráðningarsamning með þessu fororði þarf varla að koma á óvart að þetta ákvæði sé virkjað. Og ég veit ekki til þess að nokkurs staðar hafi verið beitt þvingunarúrræðum enda kæmi það náttúrlega aldrei til greina," segir bæjarstjórinn sem kveðst mikill talsmaður friðhelgi einkalífsins. „En þegar kemur að eftirliti með fíkniefnum og þegar kemur að velferð barnanna okkar, Eyjamanna og annarra Íslendinga, þá finnst mér réttlætanlegt að mæla hvort notuð eru ólögleg lyf." Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir samfélagið ekki geta látið lögregluna eina fást við fíkniefnavandann. Verið sé að virkja allt samfélagið í Eyjum gegn þeim vágesti. Bæjarstjórinn segist ekki óttast útkomu bæjarstarfsmanna í fíkniefnaprófi. „Tilgangurinn er að senda þau skýru skilaboð að hvorki neysla né sala fíkniefna sé samfélagslega viðurkennd," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, þar sem bærinn tekur höndum saman við íþróttafélagið ÍBV og stórútgerðarfyrirtækin Vinnslustöðina og Ísfélagið til að vinna bug á fíkniefnavanda. Fram hefur komið að ellefu skipverjum hjá Vinnslustöðinni var sagt upp eftir að hafa fallið á fíkniefniprófi. Þar munu nú skrifstofufólk og stjórnendur hafa gengist undir sams konar próf. Ísfélagið hyggst feta sömu braut. „Og ef svo fer sem horfir þá verður Ráðhúsið í Vestmannaeyjum ekki undanskilið," segir Elliði bæjarstjóri og boðar aukna viðleitni í þessum efnum. „Við ráðum sumarstarfsfólk í hundraða tali. Það kann vel að vera að í ráðningarsamningum þeirra verði getið um að það sé heimilt að mæla fyrir ólöglegum lyfjum." Elliði segir málið hafa átt visst upphaf hjá foreldrum í bænum sem í fyrrasumar hafi rætt við hann, stórfyrirtækin, íþróttafélagið og fleiri. „Ég held að vímuefnavandinn í Vestmannaeyjum sé síst verri en annars staðar. Hins vegar búum við það vel að við erum mjög náið samfélag þar sem samfélagsleg vitund er mjög mikil. Það er sá styrkur sem við hyggjumst reyna að nota. Það er ekki við hæfi að samfélagið halli sér aftur og stóli á að lögreglan ein sjái um þetta," segir bæjarstjórinn. Elliði leggur áherslu á að ekki sé ætlunin að refsa fólki heldur hjálpa því. Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar þurfi að sýna fordæmi. Þeir geta þannig átt von á því að þurfa að samþykkja að vera teknir í fíkniefnapróf. „Það ætti enginn starfsmaður sveitarfélagsins að þurfa að óttast slíkt, ég hef ekki nokkra trú á því," segir hann. Nefnt hefur verið að fíkniefnaprófin kunni að brjóta á rétti manna til einkalífs. „Þegar fólk skrifar undir ráðningarsamning með þessu fororði þarf varla að koma á óvart að þetta ákvæði sé virkjað. Og ég veit ekki til þess að nokkurs staðar hafi verið beitt þvingunarúrræðum enda kæmi það náttúrlega aldrei til greina," segir bæjarstjórinn sem kveðst mikill talsmaður friðhelgi einkalífsins. „En þegar kemur að eftirliti með fíkniefnum og þegar kemur að velferð barnanna okkar, Eyjamanna og annarra Íslendinga, þá finnst mér réttlætanlegt að mæla hvort notuð eru ólögleg lyf."
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira