Rafmagnsbilun ruglar tímaskyn Húsvíkinga Stígur Helgason skrifar 21. september 2013 07:00 "Þetta gerist sem betur fer sjaldan,“ segir rafvirkinn Úlfar Vilhjálmsson, sem hefur unnið í Laxárvirkjun í sautján ár. „Við komum allavega ekki of seint,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri í Norðurþingi, þar sem allar rafknúnar klukkur tóku upp á því að flýta sér eftir óveðrið á sunnudaginn var. Umræður hafa sprottið um málið á milli Húsvíkinga á Facebook, þar sem allir hafa sömu sögu að segja; útvarpsvekjarar og rafmagnsklukkur á eldavélum og ofnum hafi flýtt sér um nokkrar mínútur á sólarhring – allt frá sjö og upp í tuttugu. „Ég hef tekið eftir þessu sjálfur síðustu daga og einmitt verið að velta því fyrir mér hvað veldur,“ segir Bergur Elías. „En við höfum svo sem ekki litið á þetta sem stórkostlegt vandamál.“ Skýringuna má hins vegar rekja til óveðursins um liðna helgi, sem olli bilun í dreifikerfi Landsnets, líklega uppi á Vaðlaheiði. Þetta segir Úlfar Vilhjálmsson, rafvirki í Laxárvirkjun.Bergur Elías ÁgústssonÚlfar segir að eftir bilunina í línunni á heiðinni hafi Laxárvirkjun þurft að sjá drjúgum hluta Norðausturlands fyrir rafmagni, allt frá Bakkafirði og vestur í Fnjóskadal. Við það geti tíðnin á rafkerfinu raskast, sem erfitt sé að halda jafnstöðugri og gert er á dreifikerfi Landsnets. „Rafmagnsklukkur sem eru tengdar við 240 voltin stýrast af tíðninni, ganga eftir fimmtíu riðum, en tíðnin hefur verið heldur há hjá okkur,“ útskýrir Úlfar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir en gerist þó sem betur fer sjaldan, að sögn Úlfars. Hann segir engan tækjabúnað í hættu vegna þessa og að þetta hafi í raun engin áhrif á neitt annað en rafmagnsknúnar klukkur. „Þetta gerir það bara að verkum að fólk kemur aðeins of snemma í vinnu, sem gerir ekkert til. Menn vakna aðeins fyrr á morgnana – þeir hafa bara gott af því,“ segir Úlfar. Að sögn Úlfars stóð til að fara upp á Vaðlaheiði í gærkvöldi og freista þess að laga bilunina. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
„Við komum allavega ekki of seint,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri í Norðurþingi, þar sem allar rafknúnar klukkur tóku upp á því að flýta sér eftir óveðrið á sunnudaginn var. Umræður hafa sprottið um málið á milli Húsvíkinga á Facebook, þar sem allir hafa sömu sögu að segja; útvarpsvekjarar og rafmagnsklukkur á eldavélum og ofnum hafi flýtt sér um nokkrar mínútur á sólarhring – allt frá sjö og upp í tuttugu. „Ég hef tekið eftir þessu sjálfur síðustu daga og einmitt verið að velta því fyrir mér hvað veldur,“ segir Bergur Elías. „En við höfum svo sem ekki litið á þetta sem stórkostlegt vandamál.“ Skýringuna má hins vegar rekja til óveðursins um liðna helgi, sem olli bilun í dreifikerfi Landsnets, líklega uppi á Vaðlaheiði. Þetta segir Úlfar Vilhjálmsson, rafvirki í Laxárvirkjun.Bergur Elías ÁgústssonÚlfar segir að eftir bilunina í línunni á heiðinni hafi Laxárvirkjun þurft að sjá drjúgum hluta Norðausturlands fyrir rafmagni, allt frá Bakkafirði og vestur í Fnjóskadal. Við það geti tíðnin á rafkerfinu raskast, sem erfitt sé að halda jafnstöðugri og gert er á dreifikerfi Landsnets. „Rafmagnsklukkur sem eru tengdar við 240 voltin stýrast af tíðninni, ganga eftir fimmtíu riðum, en tíðnin hefur verið heldur há hjá okkur,“ útskýrir Úlfar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir en gerist þó sem betur fer sjaldan, að sögn Úlfars. Hann segir engan tækjabúnað í hættu vegna þessa og að þetta hafi í raun engin áhrif á neitt annað en rafmagnsknúnar klukkur. „Þetta gerir það bara að verkum að fólk kemur aðeins of snemma í vinnu, sem gerir ekkert til. Menn vakna aðeins fyrr á morgnana – þeir hafa bara gott af því,“ segir Úlfar. Að sögn Úlfars stóð til að fara upp á Vaðlaheiði í gærkvöldi og freista þess að laga bilunina.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira