Útúrlyfjaður 16 ára unglingur ógnaði sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum með stórum eldhússhnífi, þegar þeir ætluðu að flytja hann á sjúrkahús í gærkvöldi, þar sem húsráðendur óttuðust um afdrif hans.
Lögreglumönnum tókst að yfirbuga hann án þess að nokkurn sakaði og fylgdu þeir honum í sjúkrabílnum á slysadeild og voru til taks á meðan unglingurinn hlaut viðeigandi meðferð, ef hann skyldi reyna mótþróa þar.
Hann er enn á sjúkrahúsinu, en er úr lífshættu.
